laugardagur, 29. september 2007

Myndasíðan.....

Myndasíðan Flickr er enn virk og hægt að skoða, linkurinn er á hægri hluta upphafssíðunnar

Nappaður einstaklingur.

Jæja ég, Stebbi ákvað að sletta einhverju inn á síðuna og athuga hvort einhver fari inn á hana, ef svo er þá er kannski spurning að við höldum aðeins áfram.

föstudagur, 1. júní 2007

Tæland

Hellú einu sinni enn. Fer nú að draga í styttri endann á bloggsögu okkar þar sem styttist óðum í 100. daginn sem jafnframt þýðir að við förum alveg að koma heim! Tveir heilir dagar eftir í Bangkok, svo leggjum við í´ann snemma á mánudaginn. Eum svo heppin að fá aftur gistingu hjá Tryggva og Þórhildi í DK og lendum svo á klakanum á þriðjudaginn (sem við treystum þó á að verði ekki klaki þegar við lendum...er ekki örugglega sólkin og blíða á þriðjudaginn :)

Erum auðvitað búin að eiga frábæra daga í Tælandi, eins og allstaðar annarsstaðar í þessari ferð. Byrjuðum í Chiang Mai. Fórum þar m.a. í eins dags skipulagða ferð þar sem við fórum á fílabak, mountain biking og river-rafting. Frábær dagur í alla staði...Fíla ferðin stóð nú líklegast þar uppúr. Við hreinlega gátum ekki hætt að hlægja fyrstu 5 mínúturnar, þetta var eitthvað svo fyndið...að sitja svona hátt uppi, og maður sat á hausnum á fílnum til að stjórna honum. Reyndar var okkar fíll einhver óþekktarormur og hrinti honum af baki og tölti af stað með okkur. Okkur leist nú ekkert svakalega vel á blikuna...en eftir smá öskur og skammir frá gaurnum (fílarnir skilja ekkert smá mikið) svippaði hann sér aftur á bak ;) River-raftingið var líka svaka fjör...Mikið fjör í ánni, og Stebbi fékk að fara seinasta spölinn á kayak og verður auðvitað að kaupa sér einn slíkan þegar við komum heim. En ekki hvað...? :)
Fórum á Thai-eldunarnámskeið í Chiang Mai. Það var sko algjört æði, hlökkum til að halda Thai-matarboð þegar við komum heim. Það er bara spurning um hver treystir sér að mæta í það?? ...en þó við segjum sjálf frá vorum við geggjað góðir kokkar svo þið ættuð bara að bíða í röðum, spurning um að setja upp lista...fyrstur kemur fyrstur fær :)

Eftir 3 daga í Chiang Mai splæstum við á okkur flugi til Koh Samui sem er eyja í suðurhluta Tælands. Leigðum okkur motorbike þar og keyrðum um eyjuna. Það er svo ódýrt að leigja hjól hér, borguðum 350 kr. fyrir 24 klst...
Eftir eina nótt á Koh Samui sigldum við til Koh Phangan og vorum þar í 2 nætur...Leigðum okkur líka hljól þar til að skoða eyjuna. Er svo heitt að við höndluðum alls ekki að liggja í sólbaði! Eyddum svo síðustu 3 nóttunum á minnstu eyjunni, Koh Tao. Fórum þar m.a. í heils dags snorkl ferð, þetta er algjör paradísareyja til að diva...en við ákváðum að láta snorklið duga. Sáum sko alls ekki eftir því, fínt að byrja á að snorkla áður en maður divar. Auk þess höfum við núna ástæðu til að koma þarna aftur ;) Og auðvitað leigði Stebbi sér hjól þarna líka. Notaði tækifærið að ég nennti ekki með og fann sér torfæru hjól og fékk loksins að torfærast aðeins!

Þann 31. lögðum við svo af stað til Bangkok. Sigldum til Chumphorn og tókum þaðan bus til Bangkok. Þessi rútuferð var aðeins þægilegri en þær sem við höfum upplifað í Asíu..Aircon og meira að segja TV, ekkert smá ljúft!
Erum nú búin að finna okkur klæðskera sem eru á fullu að sauma á okkur dragt/jakkaföt, skyrtur og bindi. Treysti svo á að múttan mín taki sniðið upp og margfaldi það ;) Planið svo að versla aðeins á morgun og svo bara að koma okkur í heimferðar-gírinn.

Sjáumst fljótt!

Kv. Erna og Stebbi

fimmtudagur, 24. maí 2007

Laos

Ja, enn lidur timinn. Nuna hofum vid yfirgefid Laos og komin til Thailands.
Erum alveg yfir okkur anaegd med Laos-dvolina...adeins rolegra land en Vietnam og turftum ekki ad vera stodugt vakandi yfir tvi hvort tad vaeri verid ad svikja okkur :)

En ja, rutuferdin til Laos var heldur skrautleg. Ferdaskrifstofan hafdi tvilikt lofad okkur voda finni rutu med air con og ad haegt vaeri ad halla saetunum...og tad sem meira er ad hun myndi taka 11 klst. Tegar vid forum ad hitta krakka sem attu ad fara i somu rutu forum vid ad heyra misjafnar sogur sem flestar hljodudu uppa ad vid skyldum bara vera anaegd ef vid myndum fa saeti yfir hofud...og tau hlogu tegar vid toludum um 11 timana sem ferdin aetti ad taka. Rutan var semsagt eldgamalt hrak, audvitad ekki med aircon, sem betur fer var haegt ad halla saetunum pinulitid tar sem vid vorum komin til Vientiane (hofudborgar Laos) 22 timum seinna!! Vid vorum reyndar mjog lengi ad komast utur Hanoi tar sem verid var ad fylla (i ordsins fyllstu merkingu) rutuna af mjog svo vafasomum varningi...folkid sem sat aftast var skellt i laus saeti her og tar um rutuna (2 sem fengu ekki saeti, en sem betur fer ekki fartegarnir) og 4 oftustu radirnar voru fullar af kossum sem og toskurymid undir...toskurnar okkar og vid vorum meira eins og aukahlutir i ferdinni tar sem allt snerist um tennan varning. Toskurnar fengu ad fljuga 10x ut og inn um gluggana medan sifellt var verid ad baeta i rutuna. Svo tegar vid forum i gegnum landamaerin foldu teir varninginn med toskunum og tuskum hehe.

Vid vorum tvi ekki komin til Vientiane fyrr en 4 um daginn (i stad 5 um morguninn eins og okkur hafdi verid sagt) - vid hofdum ekki mikinn ahuga a ad vera tar, komin med nog af storborgarmenningu i bili svo vid fundum okkur strax local bus til Vang Vieng sem er litill baer 3-4 klst fra Vientiane. Tad var mjog god akvordun tar sem Vang Vieng er aedi stadur, allir voda rolegir og happy, allt svo odyrt ad vid hofum ekki sed annad eins...Gisting a finu guesthouse kostadi um 4 USD nottin. Okkur hafdi verid bent a ad a tessum stad vaeri haegt ad leigja storar slongur, fara a ana og renna nidur i chilli a slongunum. Svo a 5 metra fresti var haegt ad stoppa og kaupa kalda BeerLao (sem vid naerdumst a i Laos tar sem baedi vatnid og kokid var svo vont :) og stokkva i ana ur alveg risastorum rolum, orugglega alveg 10-15 metrar. Tetta var liklega toppdagurinn i ferdinni...stebbi var eins og litid barn tarna hann skemmti ser svo vel. Eigum voda god video af tessu, en kunnum ekki ad setja tau inna siduna...en tetta var alveg geggjad. Eg var ekki alveg jafn mikid fyrir stokkin, en hef liklega sjaldan verid eins stolt af mer eins og tegar eg stokk ur staerstu rolunni. Tok mig reyndar halftima ad koma mer i roluna eftir ad eg kom upp, en tad tokst a endanum...og ta var 1 skipti audvitad ekki nog! Stebbi vill meina ad bjorarnir hafi eitthvad hjalpad til tarna tar sem lofthraedslan min leyfir yfirleitt ekki svona stokk ;)
Annad sem vid gerdum a tessum stad:
- Leigdum okkur vespu og keyrdum um baeinn og i kring, skodudum risa hella.
- Upplifdum all svakalega helli-dembu a medan vid vorum a hjolinu...
- I kjolfar mikilla rigninga vard allt torpid rafmagnslaust i nokkra tima, voda cosy kertastemning :)
- Chilludum restina af timanum.

Naesti afangastadur var Luang Prabang. Vitum ekki alveg i hvad timinn for tar, en ca tad sem vid gerdum:
- Leigdum okkur venjuleg hjol einn daginn og hjoludum um baeinn og skodudum. Svo gaman stundum ad vera svona ekta turistar ;)
- Fengum aftur all svakalega helli-dembu a hjolunum...en tad var bara gaman, logn, hiti og rigning hefur aldrei verid slaemt.
- Forum med slow-boat i hella ferd - margir fara med svona bat fra Laos til Thailands (3 dagar), en vid vorum buin ad fa nog eftir 2 klst svo vid vorum einstaklega anaegd med flugid sem vid hofdum pantad okkur!
- Forum i geggjad fotanudd, borgudum innan vid 1000 ISK fyrir baedi (1 klst, ekki slaemt tad). Mun betra en vietnamska nuddid...enda komumst vid ad tvi seinna ad vid forum a vitlausan stad tar. Hofdum fengid mida sem var verid ad dreyfa a gotunni og fundum nudd sem okkur leist voda vel a...skildum svo ekkert i tvi ad vid fengum ekki nuddid sem stod a midanum. Fottudum nokkrum dogum seinna ad vid vorum dregin inna nuddstofu a 2 haed i stad 4 haed. Var lika eitthvad skrytid hvad teir hentu midanum sem vid vorum med fljott...og vildu ekki taka hann upp tegar vid vorum ad benda a hvad vid vildum. Vorum voda litlir graenir Islendingar svona fyrsta daginn i Hanoi, borg ripp-off-sins. :)

Flugum svo med mjog svo vafasamri pinulitilli flugvel fra Laos til Chiang Mai i Thailandi. Kvoddum Laos mjog satt, gott ad fara til svona chillads lands eftir Vietnam! Ekki tad ad um leid og madur var kominn fra Hanoi ta voru allir alveg yndislegir tar...Vid maelum samt med ad ef folk fer til Vietnam ad eiga sma tima i Hanoi bara til ad upplifa tetta crazyness, en fara svo og njota landsins sem er mjog fallegt!
Var annars frekar stressud i fluginu til Thailands tar sem eftir ad vid pontudum flugin las eg i Lonely bokinni ad tad vaeri ekki maelt med tessu flugfelagi :) Eftir mikinn hristing og krappar beygjur i loftinu komumst vid to heil a holdnu nidur...
Erum nuna buin ad vera i Thailandi i 3 daga, og byrjar su dvol allavega mjog vel. Buin ad gera alveg fullt af skemmtilegum hlutum, en tetta er komid nog i bili.

Og Hulda Bjork...innilega til hamingju med daginn :D Njottu hans vel og mikid!

Kv. E&S

p.s. minni a ad betra er ad skoda hvert album fyrir sig a myndasidunni (t.e. velja heimsalfu) tar sem a forsidunni eru myndirnar allar i misjafnri rod.

þriðjudagur, 15. maí 2007

Vietnam

Hallo Hallo

Ja tad er nu alls ekki edlilegt hvad tessi timi lidur hratt. Nu erum vid farin fra Vietnam til Laos...mjog svo olikir stadir! Best ad byrja a byrjuninni tar sem vid hofum ekkert bloggad fra tvi i Astraliu.

Komumst sem betur fer burt fra Astraliu i tetta sinn. Ekki tad ad okkur leid mjog vel tar en vildum audvitad halda afram :) Turftum ad millilenda i Taipei a leidinni til Hanoi og vera tar yfir nott. Vid bjuggumst tar vid langri nott a flugvellinum tar sem vid hofdum ekki pantad okkur hotel, en tad var nu aldeilis ekki! Vid vorum leidd ut ur flugvallabyggingunni asamt odrum transit-fartegum hja China airlines, uppi rutu og farid med okkur a tetta lika svakalega fina hotel ca halftima fra flugvellinum. Fengum tar alveg geggjad herbergi, enn betri morgunmat og turftum ekki ad borga kronu. Mjog ljuft :D

Lentum i Hanoi sem er hofudborg Vietnam um 10 tann 10. mai og vorum plotud inna eitthvad leidindar hotel. Teir eru med svaka finar adferdir til ad na folki inna hotelin...vid sogdumst vera ad fara a eitt hotel, en ta kom gaur inni businn og sagdi ad tad vaeri fullt og vid yrdum ad fara a annad hotel sem vaeri sama fyrirtaekid (sem tad var audvitad ekki), en vid akvadum ad fara bara tar inn tar sem vid vissum ekkert hvar vid vorum. Forum svo beint a ferdaskrifstofu (sem gerdi hotelkallana mjog fula vid okkur tar sem teir selja lika ferdir hehe) og plonudum alla dvolina i Vietnam. Adur en vid yfirgafum Hanoi eyddum vid deginum i ad skoda borgina sem er alveg craaaazy - hofum aldrei sed adra eins umferd...allt bara vespur og taer eru sko i tusundatali a gotunum...bara einn og einn bill. Svo ef tu vilt fara yfir gotuna er malid bara ad labba yfir a milli hjolanna tar sem tad eru engin gotuljos! Endudum daginn svo a ad fara i mjog svo spes nudd. Tad var nu fyndnast tegar konan var alveg ad vera buin ad nudda stebba og aetladi ad fara ad nudda privat svaedid a honum...og var ekkert sma hissa tegar hann vildi tad ekki hehe.
Forum svo strax daginn eftir i 3 daga (2 naetur) ferd til Halong Bay sem var algjort aedi!! Gistum fyrri nottina i bat sem var ekkert sma finn, sigldum um eyjarnar (Halong Bay eru um 3000 eyjar), forum og skodudum hella a einni eyjunni, forum a kayak i sjonum...algjort aedi tessi dagur!! Teir eldudu hverja lista maltidina a faetur annari og vid vorum svakalega heppin med hop, 2 fra Finnlandi og 2 fra Svitjod sem vid eyddum timanum med. Dagur 2 var alls ekki sidri, forum ta af batnum og a staerstu Halong Bay eyjuna, Cat Bay og byrjudum a ad fara i gonguferd tar. Mjog skemmtilegt, sertaklega tar sem tetta var mjog off the track leid...turftum ad klifa yfir steina og i gegnum tvilikan skog. Frekar erfitt, en algjorlega tess virdi tegar vid komumst uppa toppinn! Bordudum svo hadegismat i fljotandi husum, mjog spes...en algengt tarna og forum svo aftur a kayak. Forum a monkey island til ad sja apa, en tad letu tvi midur engir apar sja sig...hofdum fyrir tvi ad koma med banana og allt :) Skelltum okkur svo a djammid um kvoldid med krokkunum og vorum tvi ekkert serstaklega fersk tegar vid turftum ad vakna snemma daginn eftir til heimferdar. Forum aftur a bat en turftum sem betur fer ekkert ad gera tennan dag. Fengum tviliku bliduna og gatum legid a solbekkjunum a batnum, ekkert sma nice. Tegar vid vorum halfnud var baturinn stoppadur til ad vid gaetum skellt okkur til sunds i sjonum, Stebbi var alveg klikk i ad stokkva af batnum en eg let tad nu alveg vera...adeins of hatt fyrir mig :)
Tegar vid komum til baka til Hanoi attum vid adeins nokkra klukkutima tar adur en vid myndum leggja i'ann til Sapa med naeturlest. Hittum krakkana ur ferdinni fyrst og bordudum med teim og heldum svo a lestarstodina...planid ad sofa i lestinni tar sem vid hofdum keypt mida i 4 manna klefa (haegt ad velja um 4 eda 6 manna) og med mjukum dynum. Tad gekk nu ekki alveg upp og vid endudum i 6 manna klefa med engar dynur svo ekki vard mikid ur svefn ta nottina, en mjog ahugaverd ferd to. Tegar vid komum til Sapa (sem er litill baer i nordurhluta vietnam tar sem folkid i baejunum i kring lifir enn a gamla matann) fundum vid okkur hotel og forum svo beint i gonguferd um litlu baeina. Vorum ekkert sma heppin med guied - tvitug stelpa sem skildi alveg ensku, hafdi to bara laert hana af turistum - og tar sem vid hofdum sma auka tima for hun med okkur heim til sin og tar fengum vid ad sja inni husid og hvernig tau lifa. Pinulitid hus tar sem um 10 manns bua. Eldhusid var sma hola i golfinu med grillgrind yfir, og audvitad rum vid hlidina (eins og a flestum stodum i husinu :)). I stofunni var reyndar sjonvarp, en mjog fatt annad...pinulitlir trebekkir sem haegt var ad sitja a. Tegar vid komum svona hatt upp eins og hennar hus var er folkid ekki vant turistum, og bornin horfdu tvilikt skelfd a okkur...eitt for ad grata - ekki aftvi ad vid erum hvit, heldur tvi vid erum svo stor hehe. Okkur fannst annars ekkert sma spes, tetta voru 3 pinulitil torp sem vid lobbudum um, og i hverju torpi atti folkid sitt tungumal og sina tru, og skildu ekki tungumal hvors annars - eru vist algjorlega olik (geta samt talad vietnomsku saman)...Tetta var semsagt mjog ahugaverd ferd! Vorum annars buin a tvi tegar vid komum til baka og forum mjog snemma ad sofa...akvadum ad nota tessa einu nott a hoteli vel :) Seinni daginn i Sapa akvadum vid ad fara ekki med guide um svaedid tar sem stelpan hafdi lyst tvi svo vel fyrir okkur hvert vaeri best ad fara. Logdum af stad til baka med lestinni kl.7 um kvoldid, buin ad bua okkur undir svipada ferd og adur. En tessi var nu mun verri...miklu sodalegri lest, og bara local folk! Komumst svo reyndar ad tvi ad tetta var local lestin - lestin fyrir turista for seinna...og vietnamarnir setja tad ekkert fyrir sig ad reykja inni pinulitlum illa lyktandi lestarklefum :) En vid akvadum samt eins og daginn adur ad taka tetta algjorlega bara a jakvaedninni og nyttum okkur taekifaerid tvi tad er gaman ad umgangast local folkid og sja hvernig tad lifir. Auk tess finnst okkur turistar fa meiri virdingu fra teim ef vid ferdumst a tennan mata (t.d. tokum local bus i stad taxa osfrv.), og kallarnir sem voru med okkur i klefa voru ekkert sma indaelir og reyndu ad spjalla...allavega svo framarlega sem enskukunnattan leyfdi :)
Komum til Hanoi rumlega 4 um nottina, vissum ekki alveg hvad vid attum af okkur ad gera...half drungalegt ad vera svona turistalegur eins og vid vorum tarna med allar toskurnar a okkur, allt dimmt og vid vorum ad fara med rutu til Laos um kvoldid svo vid aetludum ekki ad finna okkur hotel. Vid forum tvi bara i centralid tar sem vid tekktum adeins til, settumst a bekk og bidum eftir ad allt opnadi hehe. Vietnamar eru mjog arrisulir og margir komnir a lappir um 5 til ad hreyfa sig. Annars var frekar fyndid ad tegar turistalestin kom (kom bara rett a eftir okkar tar sem hun var mun fljotari) ta hittum vid fullt af folki sem vid hofdum hitt i Sapa og var i soum paelingum og vid svo vid vorum nu ekki alveg ein! Forum a nokkur sofn og syningar sidasta daginn i Hanoi og undirbjuggum okkur svo fyrir 11 tima lestarferd til Laos i finni rutu med loftkaelingu...eda tad var tad sem okkur var sagt a ferdaskrifstofunni. Raunin vard nu adeins onnur, mjog svo ahugaverd rutuferd sem kemur i naestu faerslu asamt frabaerum dogum okkar her i Laos sem er alveg yndislegur stadur!!

Kv. Erna og Stebbi

p.s. tessi faersla var skrifud i miklu flyti svo vonandi skiljid tid eitthvad...eda allavega naid ad vid attum godan tima i Vietnam

mánudagur, 7. maí 2007

Guten Tag...

Jább, það eru svo margir þjóðverjar hér í Ástraliu að það getur verið að við bara tölum þýsku þegar við förum héðan...hver veit :)

En annars er planið að fara leggja í´ann til Víetnam í fyrramálið, vonandi gengur það upp í þetta sinn hehe. Erum allavega komin með vegabréfsáritunina núna svo það ætti ekkert að stöðva okkur...nema það bíði okkur eitthvað enn í Sydney. Við allavega komumst að því hvað það var sem beið okkar hér síðast, þær klikkuðu systur Hulda og Ólöf (og co.) voru búnar að kaupa handa okkur miða í leikhús sem við skelltum okkur á á laugardagskvöldið. Ekkert smá gaman, söngleikur sem heitir Pricilla (sbr. bíómynd) og er um nokkrar dragdrottningar sem fara til Alice Springs til að hafa sýningu. Mjög skemmtileg sýning með alveg svaka söngvurum og við höfðum ekkert smá gaman af. Svo takk alveg æðislega fyrir okkur :D

Annars gat þessi auka vika hér í Sydney hreinlega ekki verið betri, við meira að segja komumst í ódýru bjórmenninguna svo það er yfir engu að kvarta hehe. Það er eitthvað um að vera flest kvöld á þessu hosteli sem við erum á, og yfirleitt frír bjór með...og jafnvel frír matur líka. Þetta er annars ekkert smá fyndið hostel...Það er e-r strákur sem á það, og hann fékk það í afmælisgjöf frá foreldrum sínum (eiga víst alltof mikla peninga). Svo er annar strákur sem er manager, tvítugur strákur frá Kanada sem er í orðsins fyllstu alltaf fullur. Yfirleitt kominn með bjór í hönd strax á morgnana...og djammar hvert einasta kvöld. Svo það er nú ekki stressið á okkur þarna hehe. Við sem fórum á þetta hostel bara afþví það var ódýrt, okkur leist ekki einusinni vel á það því það var svo sóðalegt og mikið af pöddum. Annars erum við orðin svo ónæm fyrir því núna, okkur finnst bara cosy að kúra með nokkrum kakkalökkum (eða svona næstum því:) Hver hefði trúað mér til þess áður en við fórum...Líklegast enginn!!

En já, minntist á að það væru svo mikið að þjóðverjum hérna...bara á okkar hosteli eru búnir að vera 5. Yfirleitt er giskað fyrst að við séum frá Þýskalandi, bara því það eru svo margir í Ástralíu. Svo er það Svíþjóð þegar fólk er farið að pæla (eins og hefur verið alla ferðina, fyrst giskað á að við séum frá Svíþjóð þegar fólk heyrir okkur tala). Eftir það kemur runa (Írland, Noregur o.s.frv.). Svo þegar við segjumst vera frá Íslandi lifnar alveg yfir fólki og við fáum fullt af spurningum og svo er endað á því að fólk segist aldrei hafa hitt neinn frá Íslandi áður (kemur í svona 99% tilvika...sem það skilur þegar við segjum þeim hvað íslendingar eru margir, eina skiptið sem það var ekki var i Antigua...enda fullt af Íslendingum þar hehe). Þegar þjóðverjarnir segjast vera frá Þýskalandi hér er það víst...ohh enn einn þjóðverjinn og samtalið dvínar út ;)

Annars er ég að spá í að lýsa því bara í myndum hvað við erum búin að gera hér þessa vikuna:


Við slógum nokkrar kúlur í Sydney Olympic Park, geri aðrir betur :)


Fórum í leikhús


Lágum á stöndinni


Jahh, eða allavega ég. Ofvirkur.is gróf holu á meðan:

Stebbi fann sér vinnu í 2 daga við smíðamennsku...mjög gaman að prófa að vinna hér ;)



Ég fékk enga vinnu svo ég var fín frú á meðan...


Og auk þess fórum við í bíó á Spidermann 3 sem var bara alveg ágæt.


Gott að það sé aðeins að lifna yfir kommenturum. Hefðum við vitað fyrirfram hvað við yrðum lengi hér hefðum við alveg örugglega kíkkað til Adelaide...við vorum nú komin langleiðina þangað í húsbílnum okkar góða...förum klárlega þangað næst ;)



Jæja, best að fara að pakka. Verðum vonandi í Víetnam þegar við bloggum næst :)
Kv. Erna og Stebbi

miðvikudagur, 2. maí 2007

Jabb, tetta var buid ad ganga OF vel...

Hlaut ad koma ad tvi ad eitthvad myndi ekki ganga upp hja okkur. Vid semsagt erum enn i Astraliu, en aettum skv. planinu ad vera a leidinni til Asiu i tessum toludu ordum. Maettum i sakleysi okkar a flugvollinn i Sydney a rettum tima, vorum voda sael og anaegd ad vera ad fara i odyru menninguna i Asiu...to Astralia se alveg yndislegt land og vid buin ad eiga mjog godan tima herna, ta er allt mjog dyrt herna...gisting, matur og ef mann langar ad gera eitthvad skemmtilegt. En ja...vorum semsagt svaka sael og anaegd tar til kom i ljos ad vid turftum vegabrefsaritun til ad komast til Vietnam...WHAT! Skv okkar upplysingum fra ferd.is attum vid ad fa sjalfkrafa visa tegar vid myndum lenda sem gildir i 15 daga!! Tetta var ekkert sma svekkjandi tar sem tad hefdi verid akkurat ekkert mal fyrir okkur ad fa visa her i Astraliu tvi tad er sendirad i Sydney...en svona er tetta bara! Tad virdist tvi eiga eftir ad vera sma bid a tvi ad vid komumst i odyran bjor tar sem vid faum ekki flug aftur fyrr en 9. mai...viku seinna en planid var! Reyndar gaeti verid, ef vid verdum heppin, ad vid faum flug til Bankok tann 7. sem yrdi strax betra, kemur i ljos i fyrramalid svo tad er bara ad bida og vona :)
Munum svo liklegast lengja ferdina um 4 daga, og koma til DK 4. juni i stad 31. mai. Ferdaskrifstofan mun taka einhvern kostnad a sig tar sem tetta er ekki okkar sok...vonum bara ad teir verdi sanngjarnir i teim efnum, latum ykkur potttett vita tegar tad er komid i ljos :)

Svo eftir sma svekkelsi forum vid aftur i pakkann ad finna okkur hostel og hugsa hvad vid getum gert meira herna. Tad reyndar verdur nu ekki vandamal...getum alltaf bara kikt a strondina ef vid nennum ekki ad turistast. Vaeri reyndar gaman ad fara eitthvad og skoda i kringum Sydney, en timinn sem vid hofum er of liklegast of naumur til ad fara utur borginni... en sjaum bara til :)

Vorum annars buin ad eiga fimm frabaera daga i Sydney adur en tetta kom upp, buin ad gera ekkert sma margt...algjort aedi tessi borg! I stuttu mali ta skodudum vid audvitad Operuhusid og Harbor Bridge, forum a sofn, aedislega strond - Bondi beach sem er besta strondin i Sydney, lobbudum frabaerar gonguleidir, rannsokudum Sydney Harbor og margt margt fleira og munum geta baett a tennan lista naestu viku!

well, farin ad hanga :)

Kv. E&S

föstudagur, 27. apríl 2007

Astralia

Eins og fram hefur komid her akvadum vid ad leigja husbil megnid af dvolinni her i Astraliu. Byrjudum a ad eiga 2 daga i Melbourne sem voru mjog godir, mjog heillandi borg. Hostelid sem vid vorum a tarna var ekkert sma fint, sambaerilegt finasta hoteli i Latin Ameriku...enda var verdid alveg eftir tvi. En malid var ad tad var bara ekki haegt ad fa mikid odyrari gististad, nottin i Astraliu kostar a vid 5 tar sem vid hofum verid. Vissum alveg ad Astralia aetti ad vera dyrari, en fyrr ma nu vera (hehe ef vid hefdum byrjad her hefdi okkur orugglega ekkert fundist tetta svo dyrt :)...og tvi datt okkur i hug ad leigja okkur bara husbil tar sem tad vaeri alls ekki svo mikid dyrara, og sjaum sko ekki eftir tvi!
Fengum bilinn a afmaelisdaginn hans Stebba og brunudum af stad ut i ovissuna eftir ad hann var buinn ad fa morgunmat i rumid (svaka romo MC donalds kaffi og kaka :) Keyrdum ekki langt tennan daginn, keyrdum til Torque sem er litill stranda-surf baer og forum ut ad borda um kvoldid. Eina kvoldid sem vid forum ut ad borda tar sem vid hofdum verslad okkur birgdir adur en vid logdum af stad og eldudum hverja lista maltidina a faetur annarri...vorum alveg ad njota tess i botn ad elda sjalf, tar sem adstadan a hostelunum er mjog misjofn. Planid var ad reyna ad leggja ekki a tjaldstaedum svona flest kvoldin tar sem tau eru ansi dyr her (surprise surprise) svo vid fundum okkur agaetis stad i baenum...vissum samt ad vid maettum ekkert leggja tar en tad var ekkert merki svo tad er ekkert mal ad vera vitlaus turisti. Voknudum svo frekar snemma daginn eftir og aetludum aldeilis ad drifa okkur burt adur en vid yrdum rekin burt, en audvitad kom loggukall rett adur en vid komumst af stad :) En hann var svaka indaell og benti bara a ad vid maettum bara sofa a tjaldstaedum innanbaejar i Victoria.
Annars lidu dagarnir ekkert sma hratt medan vid hofdum bilinn (reyndar allir dagar i tessari ferd, vid erum ordin hraedd tvi tad er bara rett rumur manudur eftir...lidur ALLT of hratt!), keyrdum Great Ocean Road sem er ekkert sma falleg leid vid strondina, byrjar i Torque og vid keyrdum til Warrnambool. A tessari leid skodudum vid tad sem haegt var ad skoda, svo sem The Twelve Apostels, London Bridge, Gibson Steps, logdumst reglulega a strondina, bordudum endalaust af is og gerdum tilraunir til ad skoda fossa...sem voru nu flestir upptornadir eftir sumarid, skodudum 2 vita, forum i mini-golf sem eg rustadi (vard bara ad koma tessu ad..hehe). Keyrdum tetta bara rolega og nutum utsynisins i botn...myndirnar verda bara ad utskyra rest! Keyrdum einnig fram hja ekkert sma mikid af bondabylum og stebba langadi ekkert sma ad banka uppa og fa ad sja Astralskar maltir :)
Tegar vid komum til Warnambool akvadum vid ad yfirgefa strondina og Great Ocean Road og keyra inni landid. Eyddum nanast heilum degi i Grampions National Park, fengum tarna ekkert sma gott utsyni. Saum daginn adur tegar vid vorum ad keyra i gegnum skoginn ad tarna hofdu attu ser stad svakalegir skogareldar (fyrir ca 2 arum), og svo lika eitthvad bara nuna nylega. Fundum tvilika brunalykt og saum sma eld enn i trjanum tegar vid keyrdum lengra inn! Tad tarf nu ekki mikid til ad koma af stad eldum her tvi allur grodur er svo svakalega skraelnadur eftir sumarid, og allar ar upptornadar. Saum reyndar einn foss i tessum national park sem var ekki upptornadur, en skv. myndum atti hann ad vera helmingi staerri en hann var tarna!
Keyrdum svo til Bendigo (med nokkrum stoppur reyndar) og forum i namuferd tar. Mjog ahugavert, forum rumlega 60 m nidur, tvilikt tungt og ogedslegt loftid tarna, madur getur held eg ekki imyndad ser hvernig tetta var tegar mennirnir voru ad vinna tarna...engin ljos (nema kertaljos sem teir urdu btw. ad utvega ser sjalfir og var stor partur af laununum) og hrikalegt loft! Leidsogumennirnir voru samt algjort aedi...tveir gamlir astralar sem voru alveg eins og Lou og Harold :)
Toku svo einn massivan keyrsludag til ad koma okkur ur Victoria til New South Wales. I New South Wales keyrdum vid i Kangaroo Valley (villtumst reyndar tangad, aetludum ad halda beint afram...en var svo ekkert sma fallegt, auk tess tegar madur er i Astraliu verdur madur augljoslega ad keyra i stad sem heitir Kangaroo Valley), forum tadan til Shellharbour og hengum tar i godan tima og nutum vedursins. Erum samt algjorlega ad tapa taninu her i Astraliu, ekki nema 20-25 stiga hiti og bara sol suma daga...hreint ekki nogu gott! En tad er vist komid haust her svo vid getum ekki kvartad :) Forum tadan til Wollongong og svo i Royal National Park tar sem vid gistum. Brunudum svo til Sydney daginn eftir, eftir ad hafa skodad pinu i gardinum (vorum eitthvad vodalega lot og nenntum ekki ad labba um :/ ), akvadum ad finna hostelid okkar adur en vid myndum skila bilnum og losa okkur vid dotid. Tad var nu meira sagt en gert ad keyra i Sydney an tess ad hafa kort, en okkur tokst tad samt. Vid erum tvilikt uppi sveit og tad var bara omogulegt ad fa kort af teim partinum af Sydney.

Erum semsagt buin ad skila bilnum og erum ekkert sma satt vid tessa 9 daga sem vid hofdum hann, algjort aedi og nadum ad njota tessa stutta tima okkar i Astraliu miklu betur med hans adstod! Naestu dagar fara svo i ad sjuga menninguna i Sydney i okkur...erum adeins buin ad skoda okkur um og tad allavega byrjar mjog vel!

Tad sem stendur okkur mjog ofarlega i huga eftir road trippid okkar:
-DRIVE ON THE LEFT SIDE in Australia
-KEEP LEFT unless overtaking
-STOP - YOU ARE ON THE WRONG SIDE OF THE ROAD - TURN AROUND NOW
-BE AWEAR OF WILDLIFE
+ oll skiltin med kengurum, kum og odrum dyrum...

Vitum ekki hvort tad se ollum tessum hundruda skilta ad takka ad okkur gekk mjog vel ad keyra um herna og tad tok enga stund ad venjast tvi ad keyra vinstra megin...komumst allavega heil til baka, og tad sem meira er...billinn komst heill heim :)

Over and Out
E&S

p.s. Valdis okkar, til hamingju med daginn!
Hvernig gengur annars med bilprofid... ;)

laugardagur, 21. apríl 2007

Hallo hallo

Stebbi takkar godar kvedjur a afmaelisdaginn, vid attum mjog godan dag...fengum husbilinn okkar goda og logdum af stad i ferdalag um Astraliu (allavega svona sma part af henni :)

Annars attum vid alltaf eftir ad blogga um Fiji, erum alveg ferlega lot vid ad fara i tolvurnar. En dvolin tar var algjort aedi fyrir utan svoltla rigningu. Vorum ansi lot, forum to i eina ferd til Robinson Cruso eyju sem er ekki long batsferd fra hotelinu okkar. Ferdin byrjadi reyndar a tvi ad vid turftum ad bida i klukkutima tar sem baturinn var fastur, en vid nadum loksins ad yta honum burt...vantadi bara mina krafta i tad og ta komum vid honum burt :) A eyjunni komumst vid ad tvi hvad Fiji buar eru svakalega hressir og skemmtilegir...teir voru hlaegjandi bokstaflega allan timann sem vid vorum tarna og alltaf ad fiflast eitthvad.
Tad var alveg skipulogd dagskra a eyjunni og fengum vid m.a. ad sja ta i allskonar kokoshnetu-brasi, skaludum i kokosmjolk, teir donsudu local dansa...og hnifa og eld dansa. Tad skemmtilegasta var samt ad tetta var allt svo afslappad, alls engin brodway filingur i tessu...t.d. tegar teir donsudu med hnifana og eldinn flugu hnifarnir/eldprikin oft ur hondunum a teim og i att til ahorfenda...okkur var nu ekkert alveg sama ta :) Roltum um eyjuna og saum t.d. svaka snaka sem eru vist alveg tvilikt eitradir, en bita vist ekki. Eg var samt ekkert ad fara neitt of nalaegt teim. Saum einnig alveg RISA skjaldboku sem reyndist svo vera madur med skjaldbokuskel hehe. Fengum ad smakka local mat sem tarna var fiskur og kjot sem var grillad i jordinni, alveg svakalega gott. Tegar buid var ad taka matinn upp gatu mennirnir labbad a kolunum a tanum, og tau voru alveg brennandi heit ennta. Eg hefdi allavega ekki bodid mig fram i tetta! Tetta er bara sma partur af tvi sem gert var tarna og var tetta alveg frabaer dagur, vedrid algjort aedi. Planid var nu ad snorkla tarna en tvi var aflyst vegna tess ad sjorinn var ekki nogu taer tvi tad var buid ad vera svo mikil rigning adur en vid komum tangad...

Annad sem vid gerdum var ad spila tennis, bordtennis, liggja i solinni, forum til Nadi og spjolludum vid krakkana sem voru lika a hotelinu. Einstaklega taegilegir og skemmtilegir 4 dagar i Fiji. Frekar fyndid reyndar, tegar vid vorum ad fara a flugvollinn akvadum vid ad taka local bus sem er mun odyrara en taxi. Tegar hann kom var dekkid sprungid og tad turfti ad skipta um tad...Tegar rutubilstjorinn byrjadi ad tvo a ser hendurnar adur en hann aetladi ad gera tad leist stebba nu ekki a blikuna og tok malin i sinar hendur og skipti um dekk. Annars hefdum vid orugglega misst af fluginu tar sem gjorsamlega allt tekur Fiji tima tarna...gaman ad tessu, fengum allavega fritt far til Nadi :)
Erum einstaklega anaegd med dvolina tarna og eigum vonandi eftir ad koma aftur, tetta er algjor paradisareyja!!

Blogg um Astraliu kemur naest, sem verdur vonandi fljotlega!

Kv. E&S

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Eg a afmaeli i dag, eg a afmaeli i dag !!!

Blom eru aftokkud, en gjafir ma senda i Hrishol eda leggja inn a reikninginn minn. Helst eitthvad mikid og flott!

Er a leidinni i husbil a flakk um Astraliu.

Kv. Stebbi

föstudagur, 13. apríl 2007

Komin til Fijiiiiiiii

Bula Bula allir saman. Vonandi áttuð þið öll góða páska.
Okkar voru alveg einstaklega góðir, lágum steikt í sólinni í El Salvador...gátum held ég ekki haft það betra svona fyrir utan smá magapest. En það hindraði okkur nú ekki :)

Annars erum við núna búin að kveðja Latin Ameríku, gerðum það með söknuði. Erum búin að eiga alveg frábæran tíma þarna og erum meira en til í að fara þangað aftur! Náðum alveg að lifa okkur inn í menninguna þarna og erum án efa farin að meta það sem við eigum heima mun betur en áður en við fórum. Við svosem fengum aldrei alvarlegt menningarsjokk, en engu að síður er þetta ekkert smá ólík menningunni heima. Vonum bara að við gleymum ekki hvað við höfum það gott um leið og við komum heim.

Seinustu dögunum í Guatemala eyddum við í að skoða örlítið. Þegar við komum til baka frá El Salvador áttuðum við okkur á því að við vorum ekki búin að skoða neitt í kringum okkur, bara rétt labba á milli baranna í Antigua (ekki að það hafi verið eitthvað slæmt :) og héngum með krökkunum frá Íslandi. Reyndar var það alveg einstaklega þægilegt þ.e. að taka smá frí frá því að vera að skoða og skoða. En allavega...á mánudaginn fórum við í eldfjallaferð, löbbuðum upp á Pacaya sem er virkt eldfjall rétt hjá borginni. Það var alveg svakalega gaman, ekkert smá flott! Þar bókstaflega löbbuðum við við hliðina á rennandi hrauni! Við vorum mjög heppin þar sem 3 dögum áður hafði hópur þurft að bíða uppi í 3 tíma þar sem það byrjaði að rigna þegar þau voru þar sem heitast er og því sást ekki neitt vegna uppgufunar. Þegar við vorum alveg að komast upp byrjaði að rigna og fararstjórinn sagði að við hefðum 10 min í viðbót áður en við þyrftum að fara niður aftur. Þá byrjuðu allir að hlaupa upp til að komast aðeins nær...en svo hætti að rigna og birti all verulega til þannig að við gátum klárað að labba upp og skoða þetta miklu betur, sem betur fer því þetta var svakalegt. Og enginn smá hiti!! Við náðum nokkrum ansi góðum myndum videoum þar sem sést hvernig hraunið er að leka (myndirnar koma seinna inn þar sem við erum ekki með vélina núna).
Daginn eftir fórum við í ferð til að skoða stærsta vatnið í mið ameríku, Lake Atitlan. Við komum til Panajachel um 11 um morguninn og þá byrjaði strax maður að reyna að selja okkur privat ferð um vatnið...á 500Q. Við héldum nú aldeilis ekki, allt allt of dýrt og ætluðum bara í public bátinn. Hann gaf sig ekki frekar en aðrir sölumenn á þessum slóðum og við enduðum með að fá ferðina fyrir 320Q sem við vorum bara mjög sátt við :) Því fengum við privat bátsferð um vatnið, og það var stoppað á 3 stöðum í ferðinni (það erum litlir bæir allt í kringum vatnið) og eins og sjá má á myndinni njóta eldfjöllin sín alveg einstaklega vel þarna! (þetta er nú reyndar ekki okkar mynd, en þær koma inn fljótlega). Eftir að hafa skoðað okkur aðeins um í bænum, og verslað aðeins á markaðnum fórum við til baka með shuttle til Antigua. Það var án efa sú allra versta ferð sem við höfum farið í í þessu ferðalagi, og höfum við þó farið í þær nokkrar misjafnar! Ég var virkilega farin að halda að greyið bílstjórinn væri mjög óhamingjusamur og vildi ekki lifa þessu lífi lengur og hefði ákveðið að taka okkur með sér. En sem betur fer komumst við heil á höldnu, en vorum þó alveg næstum klukkutíma fljótari til baka!
Um kvöldið tókum við síðasta djammið í Antigua, mjög gaman. Reyndar bara ég þar sem Stebbi fór í mótorhljólaferð snemma daginn eftir...en ég, Sandra og Gulla skemmtum okkur ansi vel til lokunar á skemmtistöðum :)

Á miðvikudaginn fór Stebbi ásamt Hemma og Matta í svaka hjólaferð sem var víst alveg mjög skemmtileg. Ég var mjög fegin þegar hann kom heill til baka, því eins og við öll vitum er það ekkert sjálfsagður hlutur þegar Stebbi á í hlut hehe. Á meðan ákvaðum ég, Sandra, Gulla og Hulda að eiga letidag og fórum á fínasta hótelið í bænum og lögðumst við sundlaugina í sólbað, einstaklega þægilegt :) Um kvöldið var svo ekkert annað eftir en að kveðja, eftir að hafa átt frábæra daga í Antigua erum við tilbúin að halda af stað og byrja að túristast að nýju! Svo takk fyrir okkur :)

Lögðum af stað snemma á fimmtudagsmorgni (eða seint um nóttina öllu heldur) á flugvöllinn og byrjuðum langt ferðalag. Byrjuðum á að fljúga til El Salvador, og þaðan til LA. Flugið til LA var frekar ókyrrt...en lendingin toppaði samt allt! Flugvélin hreinlega hoppaði og skoppaði og við héldum virkilega á einum tímapunkti að hún myndi fara á hliðina (eða allavega eins langt og vængirnir leyfa)...höfum allavega aldrei heyrt jafn mikil öskur í flugvél áður og töffarinn við hliðiná okkur varð alltí einu eins og lítill hræddur strákur. En sem betur fer fór þetta allt vel :) Við tók þá 9 tíma bið á flugvellinum í LA en áður en við vissum af vorum við lent á Fiji, og alltí einu kominn laugardagur. Við semsegt misstum úr föstudaginn 13. sem er alveg einstaklega heppilegt þegar maður er flughræddur og þarf að fljúga :) Þegar við vorum í suður og mið ameríku vorum við 5-6 tímum á eftir, nú erum við 12 tímum á undan! Hótelið okkar hér er svakalega cosy, þurfum í raun ekkert að fara út af því þar sem það er hægt að snorkla, kafa, surfa, fara í veiðiferðir, ferðir um eyjarnar í kring o.m.fl. en við ákváðum samt aðeins að skella okkur til Nadi sem er bær rétt hjá áður en við lokum okkur inná Hótelinu :)

Langar svo að óska henni Dísu Skvísu til hamingju með afmælið í dag :) Getur verið svoltið erfitt að ná í okkur vegna tímamismunarins, auk þess sem við höldum að það sé ansi dýrt að hringja. Allavega vitum við að ef við hringjum frá Ástralíu kostar mínútan rúmar 600 kr...svo spurning að láta bloggið nægja í bili :) Hafðu það gott í dag og dekraðu nú extra mikið við sjálfa þig!

Og svo á Íris mín afmæli á morgun, til hamingju með það elskan..kiss kiss.

Kv. E&S

miðvikudagur, 4. apríl 2007

Chill og svakaleg leti í Guatemala

Já, fyrir ykkur sem ekki áttuðu ykkur á því þá var síðasta færsla aprílgabb. Bjuggumst reyndar við að enginn myndi trúa þessu, en það kom sko annaða á daginn :)

En annars erum við búin að vera einstaklega löt undanfarna daga...og sú leti einkennist einnig í bloggleti!! En það helsta sem hefur gerst frá síðustu færslu er...

Peru:
  • Það sem eftir var af Cusco hittum við krakkana úr inkatrailhópnum reglulega
  • Fórum til Lima, versluðum og sendum pakka heim. Hittum einn úr inkatrailhópnum sem býr í Lima og fórum út að borða

Guatemala:

  • Drekka bjór
  • Sundlaugargarður (sem var nb. ekki lokaður þó stebbi ætlaði í hann!)
  • Drekka bjór
  • Borða plokkfisk
  • Sofa með kakkalökkum

Eina sem þarfnast útskýringar hér er held ég plokkfiskurinn...hér erum margir Íslendingar núna (flestir meira að segja úr sveitinni) og við hittumst heima hjá Söndru og Gulla eldaði plokkfisk handa okkur sem var alveg geggjaður. En undanfarnir dagar hafa verið einstaklega þægilegir, höfum ekkert þurft að hugsa...beið okkar pickup á flugvellinum og Sandra búin að finna hostel handa okkur sem betur fer þar sem allt er uppbókað þessa dagana sökum páska. Auðvitað höfðum við ekki hugsað svo langt :) Planið var nú að skoða okkur meira um hér í Guatemala, en við höfum bara ekki nennt því, svo einstaklega gott að gera ekkert ;)

Á dagskránni er svo bara það að við erum að fara til El Salvador á morgun í strandaferð, svo við bara krossleggjum fingur um gott veður!

Gleðilega páska

sunnudagur, 1. apríl 2007

Breytt áætlun:(

Hola. við erum í pínu vandræðum þannig að við þurfum að flýta heimferðinni og munum koma heim á þriðjudaginn.

sjáumst þá

þriðjudagur, 27. mars 2007

Machu Picchu...Vááááá

Hola hola!

Nu erum vid komin til baka ur alveg hreint frabaerri ferd. Erum i skyjunum med hana, frabaer hopur, reyndar pinu misjafnt vedur en vid svosem vissum ad vid vaerum ad fara a rigningartimabili :) Var ekkert sma dekrad vid okkur tarna og hver veislumaturinn a faetur odrum. Logdum allavega ekki af to vid lobbudum mikid tar sem tad var endalaust matur. En best ad byrja a byrjuninni...

Tann 23/3 var nad i okkur um 5 tar sem tad er frekar langt ad keyra ad byrjunarreyt gongunnar. Klukkan half 10 logdum vid af stad i gonguna eftir ad hafa stoppad i morgunmat a leidinni. Tennan dag var alveg geggjad vedur, sol og blida svo sem betur fer var gangan ekki mjog erfid. Stoppad frekar oft og guiedinn sagdi sogur og syndi okkur flottar plontur og svoleidis. Um 1 var svo stoppad til ad borda hadegismat, tegar vid maettum a svaedid var buid ad reisa tjald og leggja a bord...fyrst supa i forrett og svo fiskur og hellings medlaeti i adalrett, allt alveg rosalega gott. Svo tokum vid siestu a medan var verid ad ganga fra og svo lagt i hann a ny. Leidin var alveg rosalega falleg, svakaleg fjoll og allt skogi vaxid. Forum reyndar ekkert mjog hatt tennan dag, en utsynid samt mjog flott! Vorum komin i tjaldbudirnar um 3 og tar var buid ad reisa tjoldin sem vid attum ad gista i. Um 5 var kex-popp og te kaffi og um 7 kvoldmaturinn sem i tetta sinn var kjulli og eftirrettur eftir tad. Nenni nu ekki ad lysa matnum i hvert mal, en tad voru alltaf lista maltidir og meira ad segja gikkurinn eg bordadi nanast allt! A milli mala var bara spjallad og spilad...hopurinn nadi alveg svakalega vel saman svo okkur leiddist allavega aldrei :) Tad sem er to eftirminnilegast fra tessum tjaldbudum er klosettid...tvilikt og annad eins. Meira ad segja stebbi kugadist og ta er nu mikid sagt. Tetta voru kamrar (sem er nu kannski alveg edlilegt a svona stad)...en teir voru nu verri en allir teir kamrar sem eg hef sed. Og svo eg tali nu ekki um lyktina, saum einusinni mann vera ad trífa og hann var med slongu og smuladi, storan kust og med gasgrímu, enda var lyktin svo sterk ad tad var hreinlega ekki haegt ad anda. Saum helst eftir ad hafa ekki tekid mynd...en vid lifdum tetta nu af eins og annad :)

Dagur 2 var ívid erfidari. Vorum vakin kl. 6 med tvi ad fa te i tjaldid, voda ljuft :) Byrjudum strax ad ganga uppimoti og nadum tar med haesta punktinum i ferdinni sem var 4200 m. Tad tok nu alveg agaetlega a ad komast upp en okkur gekk samt mjog vel og vorum nu alltaf med teim fyrstu i hopnum. Hopurinn var reyndar mjog samtaka og vid vorum alltaf langt a undan áaetlun sem var gott...ekki tad skemmtilegasta ad turfa ad bida endalaust. Reyndar ein stelpa sem var haegari en adrir og turftum tvi svoltid ad bida, en tad fylgir audvitad ad ferdast i hop. Tennan dag var frekar skyjad svo utsynid hefdi alveg getad verid betra, en fallegt var tarna samt. Ein stelpa fekki altitude - sickness (humm, man ekki alveg gott islenskt ord) og ein i magann tegar nidur var komid en annars voru allir mjog hraustir alla ferdina. Vorum maett i tjaldbudirnar um 12 sem var alveg rumum 2 timum a undan áaetlun...tad beid okkar matur og svo var ekkert sma ljuft ad leggja sig adeins eftir erfidan dag ;) En tad sem allir voru anaegdastir med voru klosettin...to tau hafi alls ekkert verid eitthvad serstaklega fin, ta voru tau eins og a 5 stjornu hoteli eftir ad hafa sed klosettin a hinum stadnum :) A tessum stad var svakalega kalt, enda mjog hatt uppi svo tad var mjog gott ad eiga goda svefnpoka tarna!

3. dagurinn var nu meiri dagurinn...rigndi og rigndi. Flestir voru vel bunir fyrir svoleidis vedur svo vid lifdum tad nu alveg af. Voknudum aftur kl.6 med tei og vorum logd af stad uppur 7. Allir voru mjog anaegdir ad komast af tessum kalda stad! Byrjudum a ad fara talsvert uppímóti, sem var reyndar frekar treytandi tennan dag tar sem tad voru svo svakalega margir ad leggja af stad a sama tima (orugglega 200 manns) og turftum tvi ad ganga i rod, en komumst ur henni tegar upp var komid...aeddum fram ur ollum ;) Enda ekki spennandi ad taka haenuskref i migandi rigningu! Tad letti to til alltaf annad slagid svo vid fengum ad sja sma! Tegar vid vorum ad vera komin i tjaldbudirnar matti velja um ad taka shortcut eda fara adeins lengri leid og skoda rustir i leidinni. Vid akvadum ad tekka a rustunum...og saum sko ekki eftir tvi. Tad var alveg geggjad utsyni, enda rigningin haett og solin komin i stadinn! Vorum komin i budirnar um half 4 og tetta voru mun flottari budir, enda ekki svo langt fra Machu Picchu. Tarna var haegt ad fara i sturtu og kaupa bjor...sem allir voru alveg einstaklega anaegdir med :) Tannig ad eftir ad vid fengum goda popp-kex-kako kaffid okkar foru allir a barinn og sotrudu fram ad kvoldmat...og svo aftur eftir matinn. Stebbi var alveg nyr madur eftir tetta, enda komin med svakaleg bjor frahvarfs einkenni :) Ein stelpan i hopnum atti afmaeli, svo vid fengum alveg tvilika afmaeliskoku eftir matinn...og hun brast ekki frekar en annad.

Sidasta daginn vorum vid vakin klukkan 4 tar sem planid var ad sja solarupprasina i Machu Picchu. Reyndar eru log ad tad ma ekki leggja af stad i gengum ákv. hlid fyrr en kl.5:20, en tar sem tad voru alveg 200 turistar a svaedinu turfti madur ad drifa sig i rodina til ad geta verid med teim fyrstu. Tad tokst nu ekki hja okkur svo vid turftum ad labba i rod til Machu Picchu sem gekk alltof haegt fyrir sig svo vid hefdum aldrei nad nogu timanlega, en tad var svo hvort sem er skyjad svo tad skipti ekki mali :) Frekar svekkjandi, en a tessum tima eru ekki miklar likur a ad tad se heidskyrt svona snemma morguns. Tegar vid nadum uppa fjallid sem er fyrir ofan Machu Picchu (tar sem vid attum ad horfa a solarupprasina) var alveg skyjad og tvilik toka svo vid saum hreinlega ekki neitt. A ca. 3 minutum fauk oll tokan og skyjin burt, og vid fengum geggjad utsyni! Og eftir tetta var alveg frabaert vedur, sol og blida alveg tar til vid yfirgafum svaedid...ta byrjadi ad rigna! Roltum svo nidur ad rustunum sem voru alveg geggjadar og guide-inn okkar utskyrdi allt mjog vel fyrir okkur eftir ad vid vorum buin ad njota tess i sma stund ad vera komin... og vid fengum svor vid ollum teim spurningum sem vid turftum. Attum svo frian tima fra ca 10-1, og audvitad gatum vid ekkert farid ad slaka a ta to vid vaerum ordin frekar treytt. Vid "skokkudum" uppa risa fjall tarna og fengum alveg sjuklegt utsyni tar! Eg var reyndar ekkert sma lofthraedd tar sem tad var alveg svakalega bratt...og uppa toppnum var ekkert flatt eins og a flestu fjollum...en tetta var algjorlega tess virdi! Forum svo og fengum okkur ad borda i Aguas Calientes sem er rett fyrir nedan Machu Picchu, og tokum svo lestina um 4 og vorum komin til Cusco um 8. Forum rett a hostelid, i mjog svo goda og langtrada sturtu og svo beint ut aftur tar sem hopurinn hafdi akvedid ad hittast aftur. Tokum mjog gott djamm med teim, og gafumst upp kl. 2...enda naestum buin ad vaka i solarhring :)

Erum svo bara buin ad taka tvi rolega i dag...forum til Lima i fyrramalid og til Guatemala daginn tar a eftir....bara spenno :)

Endilega kommentid og komid med frettir ad heiman. Alltaf svo skemmtilegt ad lesa kommentin :)

Kv. E&S

fimmtudagur, 22. mars 2007

Cuzco..

Sidasta kvoldid i Lima var nokkud rolegt bara. Hittum par fra Danmorku sem nadi alveg ad smita okkur af tvi ad fara a sandbretti i Nazca, vorum ordin mjog heit fyrir ad lengja dvolina adeins her i Peru til ad na tvi. En akvadum svo bara ad halda settu plani eftir miklar paelingar...dyrt ad breyta flugunum!

Kvoddum solina i Lima og flugum til Cuzco snemma morguns og vorum maett rumlega 7. Komumst ad tvi ad gaurinn sem keyrdi okkur fra flugvellinum i Lima og inni borgina hafdi farid mjog serstaka leid, liklega bara keyrt i gegnum helstu fataekrahverfin, enda leist okkur alls ekki a blikuna tegar vid komum. Tegar vid forum a flugvollinn var farid adra leid og ekki eins mikil fataekt sjaanleg heldur mikid af casinoum, borum og budum...ekki alveg tad sama!

En fyrsti dagurinn i Cozco var bara tekinn rolega, byrjudum a ad na upp glotudum svefni og skodudum okkur svo adeins um. Her er mun kaldara en vid hofum turft ad venjast hingad til i Sudur Ameriku, enda er baerinn i rumlega 3300 m haed. Einnig er alveg svakaleg mengun, loftslagid her er alls ekki ad tola alla bilana og straetoana enda engin sma mengun fra teim
(efast um ad nema 10% af bilunum her kaemust i gegnum skodun heima). Svakalega mikid af solumonnum a gotunum ad reyna ad selja manni allskonar dot og allstadar verid ad reyna ad veida mann inna veitinastadina sem eru svakalega margir, enda mikill turismi her. Eina sem vid hofum keypt af tessu folki er kort af 10 ara strak sem nadi alveg ad heilla okkur. Taladi alveg ensku og smadradi ekkert sma fyrir okkur...og sagdist nu hafa malad myndina sjalfur a kortid. Vitum reyndar ekki hvort tad se satt :)
Turftum svo ad stadfesta og borga Machu Picchu ferdina og fengum svona final upplysingar fyrir ferdina. Saum tarna hluta af hopnum okkar og leist mjog vel a, mest allt folk a okkar aldri!

Erum buin ad vera nokkud menningarleg fra tvi vid komum hingad, hofum t.d. skodad rustir og sofn. Eitt safn sem vid forum leid voda venjulega ut ad utan, heldum ad tetta vaeri bara typiskt safn med einhverju sem tengist inkunum. Nei, tha voru tarna inni uppstoppud dyr sem var nu alveg gaman ad skoda, t.d. kongulaer, fuglar, tigristiraungar o.fl. En svo voru lika vanskopud dyrafostur sem voru geymd i formalini sem var frekar ogedfellt ad sja. T.d. ljonafostur, lamb med 6 faetur og siams-lomb (med sama haus). Forum nu frekar hratt fram hja tessum parti!
Vorum svo buin ad hugsa ad fara i city-tour, sem atti lika ad fara ut fyrir cuzco og i Sacred Valley sem er ekki langt fra. En akvadum svo ad vera pinu sjalfstaed og skelltum okkur bara uppi local bus med local folkinu og forum tangad sjalf. Tad var mun skemmtilegra ad bjarga okkur sjalf to vid hofum ekki haft neinn guide. Settum bara imyndunaraflid a fullt og akvadum bara sjalf hvad var hvad - eg var alveg buin ad finna stofuna og hvar Inkarnir geymdu heimabioid og flatskjainn ;) En svo faum vid topp guida i inka-trail ferdinni og baetum bara inni eydurnar tvi tessar rustir eru nu flestar nokkud keimlikar. En rustirnar sem vid skodudum i Pisac voru upp a svaka fjalli...reyndar var alveg vegur langleidina upp og vid tokum tvi taxa. Nenntum ekki ad labba tetta tar sem tetta voru alveg 10 km! Rett eftir ad vid stigum ut ur taxanum byrjadi ad mig-rigna og vid ekki alveg buin fyrir svoleidis vedur...en tad tyddi bara ad vera sma blautur, vorum tornud aftur adur en vid komum aftur i taxann. Skodudum svaedid i 1.5 klst...alveg svakalegt utsyni (nadum alveg fullt af godum myndum). Forum svo bara aftur med bus til Cuzco - enn a ny gerdi lofthraedslan vart vid sig. Alveg thverhnipt nidur megnid af leidinni, og tad er sko enginn kantur til ad gera veginn breidari...bara keyrt alveg i kantinum og morg hundrud metrar nidur. Og svo var ekkert ad hjalpa ad med reglulegu millibili voru kransar og krossar i kantinum...liklega thar sem hafa ordid slys. En vid komumst klakklaust til baka :)
Skodudum svo lika rustir sem eru rett fyrir ofan Cuzco sem heita Sacsayhuamàn...ekki alveg jafn flottar, enda buid ad eiga meira vid tann stad. Buid ad setja kastara um allt og kadlar tar sem ekki matti labba og thar var alveg fullt af folki, a medan i Pisac vorum vid nanast ein og ekkert buid ad eiga vid tar - ekki einusinni buid ad setja kadla tò tad vaeri svaka bratt nidur!

Klarudum ad bua okkur undir Inka trail ferdina...keyptum mjog finan bakpoka, mittistosku, gammòsiur fyrir okkur baedi (fer vist alveg nidur i frostmark), regnslà (og er regntimabilid svo buast ma vid rigningu) og vettlinga fyrir heilar 5000 kr ISK. Alltaf gaman ad minnast a hversu odyrt er her :)...samt dyrara her i Cuzco thar sem tetta er mikill ferdamannastadur, en um leid mikil samkeppni milli stada tar sem mikid er um somu budirnar. Maetti nu reyndar vera meira en samkeppnin a ad na folki inn a veitingastadina...forum a einn i gaer sem leit voda vel ut, en alls ekki god tjonusta. Turftum ad na alltaf i tjoninn sjalf ef vid vildum eitthvad..en audvitad fekk hann bara litid tips..erum svo svakalega hord ;)

Og svo er bara komid ad Inka Trail ferdinni i fyrramalid. Tad verdur nad i okkur uppur 5 i fyrramalid, og vid komum aftur til baka tann 26. Erum mjog spennt fyrir ferdinni, vonum bara ad tolid se eitthvad hja okkur :)

Hilsen

E&S

mánudagur, 19. mars 2007

Santiago - Chile, Lima - Peru..

Dvolin i Santiago var nu mun skemmtilegri en vid bjuggumst vid. Vid vorum komin med halfgerdan bommer ad aetla ad vera tharna i 4 naetur thar sem tad er of stuttur timi til ad fara e-d ut fyrir borgina og kannski heldur langur timi til ad vera bara thar. En vid vorum alls ekki i vandraedum med ad finna okkur e-d skemmtilegt ad gera tharna. Auk thess var verdrid alveg frabaert svo thad hjalpadi audvitad til :)

Best annars ad taka tad fram strax ad tetta er langt blogg svo bara lesid thad i hollum ;)

14/3 - 19/3
Um leid og vid stigum ùt ùr rùtunni i Santiago voru kallar sem stukku a okkur og reyndu ad bjoda okkur taxa eda hostel, eda bara eitthvad annad sem vid tyrftum. Vid akvadum ad profa ad nyta okkur tetta thar sem vid attum ekkert pantad. Teir syndu okkur myndir af hosteli tar sem vid attum ad geta fengid privat herbergi og gafu okkur upp verd sem okkur leist vel a. Svo kom nu i ljos ad tetta var a dormi...sem okkur leist ekki a thar sem vid vaerum ad fara ad vera tharna i 4 naetur. Tha baud hann okkur budget hotel sem okkur leist vel a, svo hann for med okkur thangad. Tha kom audvitad i ljos ad verdid sem hann gaf okkur var kolrangt og gellan i afgreidslunni algor fylu-kelling. Vid akvadum samt ad vera tharna eina nott, bara til ad losna vid toskurnar og geta farid ad leita sjalf ad nyju. Vorum lika voda vond og tipsudum kallinn ekki neitt, fannst hann ekki eiga thad skilid! Fundum okkur fljott nytt hostel sem var bara rett hja hotelinu, mun betra en helv... hòtelid.
Um kvoldid baud hostelid uppa myndasyningu af ferdum um Chile af Lake District sem er ekkert sma spennandi...en vid hofum nu ekki tima til ad fara svona ferd i tetta sinn, en gaman ad sja myndirnar :)

Daginn eftir tha fengum vid nokkud godar upplysingar a hostelinu um hvad skemmtilegast vaeri ad skoda i Santiago. Skodudum centralid sem er bara stutt fra Hostelinu. Thar er m.a. forsetabustadurinn (vitum nu ekki hvort hun byr thar alveg, en thad leit allavega tannig ut). Thad var haegt ad labba thar inn (reyndar ekki inn i husid, bara svona gard...), fullt af vopnudum vordum thar og thurfti ad leyta baedi a okkur og i toskunum adur en vid forum inn. Leytudum svo mikid af bokabud thar sem okkur vantar enn Lonely Planet baekur, en thad er ekkert grin ad finna thaer her i sudur ameriku. Roltum svo a markad sem var talsvert i burtu thar sem verid var ad selja allskonar fisk og kjot, og var um leid matsolustadur....alls ekki mjog girnilegt. Thar hekk einn madur utani okkur sem reyndi ad tala okkur til um ad borda tharna en vid hofdum nu ekki lyst a thvi. Um leid og hann sleppti okkur aetladi annar ad byrja, en vid vorum fljot ad hrista hann af okkur og fordudum okkur ut, frekar spes ad vera thana en gaman samt. Thetta var nu frekar vafasamt hverfi, mun fataekara en vid vorum buin ad sja annarsstadar. Kallin a markadinum benti mer a ad ef mer thaetti vaent um halsmenid mitt skyldi eg taka thad af mer thar sem thad vaeri gyllt. Gerdi thad nu reyndar ekki, og vid komumst klakklaust burt eftir ad hafa rolt sma um tarna :)
Akvadum ad koma vid a einu listasafni sem okkur leist vel a, Placio de Bellas Artes. Thar er fullt af malverkum fra Ìtaliu, Frakklandi, Thyskalandi og Chile, asamt fullt af styttum. Vid erum svosem alls ekki neitt svakalegt listafolk, en thetta var mjog flott og gaman. Aetludum svo bara ad fara ad rolta heim thar sem vid vorum buin ad labba ansi mikid og ordin frekar treytt, en saum tha e-n "hòl" sem vid saum folk fara uppa. Vid akvadum ad tekka hvad vaeri tharna og kom i ljos ad thetta var svaka kastali! Hann var reyndar lokadur, en haegt ad skoda hann ad utan og svaka utsyni thegar madur var kominn alveg uppà. Vitum samt ekkert meira um tetta thar sem ekkert er i Lonely Planet og gleymdum alveg ad tèkka betur a tessu. Forum eftir thetta a hostelid med vidkomu i Supermarket. Akvadum ad elda okkur sjalf um kvoldid sem var ekkert sma gott...tho maturinn se ad jafnadi mjog godur her i Sudur ameriku vorum vid farin ad thrà heimagerdan mat. Er nu ekkert ad segja ad pastad sem vid gerdum se neinn mommu - matur, en gott var thad ;)
Naesta dag var planid ad fara i Skyjakljùfa sem vid vorum buin ad heyra af, og lobbudum naestum alveg ad fjallinu daginn adur. Vid reyndar nenntum ekki ad labba thetta aftur svo vid vorum svaka hetjur og haettum okkur i metroid. Thad gekk svaka vel og var, surprise surprise, mun fljotlegra :) Thad var haegt ad taka svo litla lest uppa fjallid sem hafdi nu verid planid hja okkur en hun var audvitad lokud. Reyndar var lika haegt ad taka taxa upp, en thad fannst okkur nu ekki spennandi svo vid lobbudum thetta bara...fint ad koma ser i sma form fyrir Machu Picchu (tho tetta se nu "adeins" minna). Saum ekki eftir ad labba thetta thar sem vedrid var alveg frabaert og utsynid mjog flott...og vorum bara ruman klst. ad thvi. Forum beint i kljufana thegar upp var komid, og OMG...thar var sko flott utsyni!! Neita nu ekki ad eg var frekar lofthraedd thar, en lifdi thetta af :) Svo var haegt ad fara ùr kljùfunum a nokkrum stodum og skoda sig um, sem vid gerdum. Var m.a. mjog flott kapella tharna, og stytta og fl. En kljùfarnir hofdu nu alveg vinninginn! Adur en vid roltum nidur fjallid aftur logdumst vid i grasid og nutum solarinnar, ekkert sma cosy. Pontudum okkur svo Dominos um kvoldid, fyrsta sinn sem vid saum thad a ferdinni. Mjog gott, mjog bandariskt lika, enda allt innflutt..stod meira ad segja a matsedlinum :) Svaka party a hostelinu um kvoldid svo vid akvadum bara lika ad fara seint ad sofa tho vid vorum ekki i neinum djamm - hugleidingum, en thad hefdi hvort sem er ekkert verid haegt ad sofa...
...Vorum thvi frekar lot daginn eftir og akvadum til tilbreytingar ad labba ekki eins mikid thennan dag og hina. Thad for nu reyndar ekki alveg eftir thar sem vid forum a budarrolt til ad finna lonely planet og utivistabudir (okkur vantar tosku fyrir Machu Picchu). En thad bjargadi ad budirnar lokudu snemma thar sem tad var laugardagur...svo vid sòludum okkur bara vid sundlaugarbakkann i stadinn og vorum roleg thad sem eftir var af deginum. Forum svo snemma i rumid thar sem vid attum ad fara af hostelinu klukkan 4 morguninn thar sem flugid til Peru var rett fyrir 7...og frekar long bilferd a flugvollinn! Svafum reyndar eitthvad frekar minna thar sem thad var standandi party lika thessa nott, en planid var bara ad leggja okkur i velinni.

Vorum semsagt bara mjog satt vid dvolina i Santiago...hefdi verid skemmtilegt ad ferdast eitthvad um landid, en thad thydir bara LAAANGAR rutuferdir. Vorum bara rett ad komast inni myntina tharna tegar vid forum thvi tharna kostar allt marga marga thusundkalla thar sem 1 peso = 0.125 kr. a medan i Argentinu var 1 peso = 21 kr :)

Hehe Òlof minntist eitthvad a hvort vid thyrftum i medìferd eftir ferdina...held ad eg se i godum malum, en hef nu sma ahyggjur af Stebba. Bjorinn er svo òdyr her ad honum finnst hann alltaf vera ad tapa pening ef hann kaupir sèr ekki bjòr ;)

LIMA PERU

Lentum i Lima um 10 um morguninn, fundum okkur strax bil til ad komast inni borgina en leist nu ekki alveg nogu vel a blikuna. Greinilega mikil fataekt her og thegar vid vorum buin ad keyra i um halftima voru husin ekkert ad skana. En komum stuttu seinna ad hostelinu og thad var bara mjog fint og a godum stad (rett hja centroinu). Forum beint i thad ad leggja okkur thar sem vid svafum ekki vel i flugvelinni...til huggunar svaf madurinn aftan vid okkur einstaklega djupum og godum HROT svefni sem vid urdum mjog svo vor vid...svo thad var sèrstaklega gott ad leggja okkur adeins :) Voknudum svo uppur 3 og roltum i midbaeinn. Bjuggumst nu vid ad thad vaeri allt lokad thar sem tad var sunnudagur, svona midad vid hvernig thetta hefur verid a odrum stodum, en thvi var odru naer....allar budir opnar og voru opnar alveg til 6 eda 7. Sàum thvi strax ad thessi borg er frekar frabrugdin odrum ad svo morgu leiti. Thad t.d. hljop litil stelpa strax ad okkur til ad betla pening. Vid gatum nu ekki sagt nei vid thessi litlu blidu augu og gafum henni sma. Hefdum liklega att ad lata thad ogert thar sem tha hopudust fleiri litil born i kringum okkur (fra ca 2-5 ára) og lobbudu alveg stift a eftir okkur. Vid akvadum ad gefa ekki meira thvi tha faeru thau ekkert, og thurftum ad forda okkur inni bud til ad losna vid tau. Thessu hofdum vid aldrei lent i adur, ad bornin seu ein og engir foreldrar med...
En tharna fundum vid mjog goda bokabud med allveg hellings safni af lonely planet...og fundum lika hulstur utanum ipodinn minn sem vid vorum lika buin ad leyta ad alla ferdina, svo budirnar her eru allavega godar :) Keyptum svo lika svona mini - i doc station sem er haegt ad brjota saman i sma einingu...og er med bara alveg agaetis hljodi a taepan 700 kall isk. Svakalega god kaup thann daginn :) Akvadum svo ad gera eitthvad svona venjulegt um kvoldid og skelltum okkur i bìò a mynd med Hugh Grant og Drew Barrimor. Veit nu reyndar ekki hvad hun heitir a ensku, en hun var bara alveg agaet :)
Erum svo bara buin ad vera i rolegheitunum i dag, svosem ekkert mikid ad skoda her i Lima...allavega ekki i nagrenninu, en samt alveg indaelis stadur. Fljugum svo til Cusco mjog snemma i fyrramalid svo vid verdum liklegast bara roleg i kvold...Styttist svo odum i Machu Picchu sem vid hlokkum mikid til, spennandi ad sja hvort vid lifum thad af ad labba upp, kemur i ljos ;)

Stebbi var ad baeta einhverjum myndum inni gomlu albumin. Tha koma myndirnar i vitlausri rod a forsidunni, en ef thid farid inn i albumin (Argentina - Chile o.s.frv) tha koma thaer i rettri rod!

Kv. E & S

P.S.
Annars er stòr dagur a morgun. Prinsessan min hun Embla Lív a afmaeli og verdur 1 àrs. Mèr finnst nu alveg òtrùlegt ad thad se àr sìdan hùn faeddist, en svona er thetta vist. Til hamingju med daginn litla krùttid mitt :)

föstudagur, 16. mars 2007

Mendoza...og svo ekki meiri Argentina

Hallo hallo

Vil byrja a ad oska henni Gìnu fraenku til hamingju med litla prinsinn, og Jòni Thor med litla brodurinn...hef tru a ad hann eigi aldeilis eftir ad dekra vid hann :D

Annars er kominn timi a ad koma med frettir fra Mendoza, adur en vid gleymum hvad vid gerdum tar :)

11/3
Vid komum a sunnudegi til Mendoza, og eins og a flestum minni stodum i Argentinu tha er allflest lokad a sunnudogum. Eftir ad vid vorum buin ad tekka okkur inn a Hostelid (sem vid vorum mjog anaegd med) forum vid beint a flakk...okkur var bent a "gotu" sem atti ad vera opin og med fullt af budum, veitingastodum og fl. sem okkur fannst spennandi svo vid akvadum ad drifa okkur. Svo kom nu i ljos ad einhverjar upplysingar hofdu glatast a milli enskunnar okkar og spaensku konunnar sem sagdi okkur fra thessu, en thetta var staerdarinna moll sem vid vorum maett i :) Thar sem vid vorum nu ekki a leidinni ad versla neitt lobbudum vid nu bara einn hring og drifum okkur svo aftur ut og roltum um. Thegar vid maettum aftur a Hostelid keyptum vid okkur vinsmokkunarferd daginn eftir. Endudum annars bara daginn a ad sitja a veitingarhusi og borda, sotra og spila. Komumst lika ad thvi ad ef madur kaupir vodka + redbull, tha faer madur 1 glas fullt af vodka, 1 redbull og svo 1 tomt glas til ad blanda i, frekar fyndid...og thad for nu ekki alltof vel i okkur - og treystum okkur nu ekki i meira en 1 thannig :)

12/3
Hofum nu oft vaknad ferskari en thennan dag, en voknudum tho nogu snemma til ad fara i morgunmat. Forum reyndar beint og logdum okkur eftir morgunmatin, thar til vid forum i vinsmokkunarferdina um hadegid. Ferdin byrjadi a ad vid forum a frekar litla vinekru... Tharna var uppskeran bara rett ad byrja svo vid fengum ekki ad sja ferlid, en thad var utskyrt allt fyrir okkur...og svo i lokin fengum vid ad smakka og okkur kennt hvernig a ad smakka...mjog gaman. Forum naest i mun staerri ekru thar sem ferlid var alveg byrjad thannig ad thar gatum vid alveg sed allt. Thetta var samt miklu opersonulegra, svo badir stadirnir hofdu sina kosti...en betra vinid a litla stadnum svo thad hafdi nu vinninginn ;) Endudum svo ferdina a ad fara i sukkuladiverksmidju sem Stebba fannst nu ekki leidinlegt...algjorlega maettur a heimavoll, hehe!
Ì tessari ferd hittum vid strak fra Jòhannesarborg og var ny kominn fra Asiu. Hann gaf okkur alveg fullt af radum og skrifadi nidur a blad, sem eins og eg hef adur sagt, var alveg frabaert :) Forum svo a pizzastad um kvoldid og fengum algjorlega thà bestu pizzu sem vid hofum smakkad...alveg hrikalega god :)

13/3
Tessi dagur var alveg òplanadur, hofdum jafnvel hugsad okkur ad liggja vid sundlaugina og sleikja solina...en audvitad minnsta solin thennan dag :) Letum tad samt ekki a okkur fa og roltum down town og skodudum okkur um sem var bara mjog gaman. Flott torg tarna, og skemmtileg stemning...
Endudum svo daudtreytt eftir allt labbid i hengirumunum i gardinum a hostelinu og lasum, ekkert sma ljuft. Buin ad akveda ad vid faum okkur hengirum i gardinn okkar...thegar vid eignumst gard :) Attum ad maeta a rutustodina snemma morguninn eftir svo vid forum bara timanlega i rumid. Eg var reyndar andvaka fram eftir nottu thar sem thad var alveg MIGANDI rigning...og her fylgja svakalega thrumur og eldingar! Thad var oft eins og thad vaeri verid ad taka mynd inni herberginu med svakalegu flassi, svo miklar voru eldingarnar...og herbergid hreinlega titradi vegna thrumanna! En audvitad svaf stebbi vaert a medan...laetur ekki svona smaatridi trufla svefninn sinn ;)

14/3
Maettum a rutustodina uppur 8...og rutan alveg hálftima of sein svo vid vorum ekkert logd af stad fyrr en 9. Alveg ohaett ad segja ad rutan var ad hruni komin, orugglega eldri en vid baedi til samans! (eda allavega ég:)...Vid attum panorama saetin (thessi fremstu a efri haedinni)...sem var kannski ekki svo heppilegt i thessari ferd thvi thad bles inn, auk tess sem rutubilstjorinn var alveg klikk...og ekki baetti ur skak ad bilbeltid min megin var ekki til stadar. Svo bilhraedda èg vard bara ad bita a jaxlinn a medan rutukallinn aeddi fram ur odrum mun finni rutum a leidinni! (Stebbi vildi baeta her inn ad hann reyndi mjog mikid ad fa mig til ad skipta um saeti, en eg vildi ekki...ekkert betra ad hann hafi ekki bilbelti:) Allt gekk tho ad oskum, landslagid alveg geggjad...tharna voru fjollin sko maett a svaedid (litid af teim ad jafnadi i Argentinu), hvert odur staerra og flottara. Aeddum upp brekkurnar i flottu rutunni, og vorum svo adur en vid vissum af komin a efsta punktinn...landamaeri Chile og Argentinu. Tha reyndar tok bidin vid thar sem tad thurfti ad leyta i ollum farangrinum og thad var rod af rutum a undan okkur...En 2 timum seinna vorum vid komin i gegn og vorum opinberlega maett til Chile. En tha tok ollu svakalegra vid...leidin nidur! Hun var i ordsins fyllstu svakaleg, thvilikt brott brekka og endalausir hlykkir...nadum agaetri mynd, endilega kikkid! Og ekki baetti ur skak ad bilstjorinn lek ser ad fara eins langt ut i brunina og hann gat thannig ad vid saum bara thverhnìpt nidur.. og eftir thvi sem konurnar vid hlidina okkur oskrudu meira, thvi meira heyrdum vid hann hlaegja, hehe :) En myndirnar verda annars bara ad lysa thessu, get bara sagt ad sjaldan hef eg fengid jafn svakalega i magann og tharna :)

Jabb tharna var dvolin i Argentinu a enda, og vid erum alveg einstaklega satt vid hana! Madur gaeti eytt mun meiri tima i Argentinu en vid gerdum, en erum samt frekar til i ad halda okkar plani og skoda frekar fleiri stadi...vitum allavega hvad vid viljum skoda naest ef vid forum aftur til Argentinu :)

Well, hugsa ad vid komum med frettir fra Chile i naestu faerslu, thessi er nu aldeilis ordin nogu long. Veit aldrei hvar eg a ad stoppa thegar eg byrja :) Erum buin ad eiga alveg frabaera 2 daga (rumlega) her i Santiago, og eigum allt i einu bara 1 eftir adur en vid forum til Peru...allt svo fljott ad lida!

Kv. E&S

þriðjudagur, 13. mars 2007

Cordóba

Holahola!

Sidasta blogg skrifudum vid rett eftir ad vid komum til Cordoba...Nu erum vid i Mendoza og erum buin ad vera her i 2 naetur og eigum eina eftir.

8/3
Vorum 2 naetur i Cordoba...en vorum samt alls ekki svo hrifin af stadnum. Eftir ad vid hofdum skrifad bloggid og sett inn myndir roltum vid down town, sem var nu alls ekki svo merkilegt. Reyndar fullt af budum, en okkur fannst alls ekki fallegt thar. Frekar sodalegt og ollu frekar illa vidhaldid. Forum tvi beint a rutustodina og keyptum okkur mida til Mendoza 2 dogum seinna...akvadum ad vera tessar 2 naetur thar sem vid hofdum bokad hostelid tad lengi. Hostelid var alveg agett, og baud m.a. uppa sma tangokennslu um kvoldid, svo eftir ad hafa keypt rutumidana forum vid a hostelid ad dansa tango. Thvilikir taktar hja okkur!! Tetta var rosalega gaman, og nu allavega kunnum vid nokkur grunnspor og einn tangó-dans :) Aldrei ad vita nema vid forum frekar ut i thetta seinna, hehe. Annars gerdum vid ekki meira tann daginn, vorum heldur treytt eftir rutuferdina...

9/3
Voknudum nokkud snemma thar sem vid hofdum skrad okkur i city tour - akvadum ad gefa borginni sma taekifaeri. Okkur hafdi verid lofad enskum guide, sem stodst svo ekki en komumst sem betur fer ad tvi adur en vid logdum af stad. Gellurnar a hostelinu reddudu okkur thvi annari ferd, sem var lika meira spennandi. Forum til Alta Gracia sem er litill baer ekki langt fra Cordoba og heimsottum nokkur sofn, m.a. a eitt heimili Che Guevara. Hann hafdi flutt tharna sem barn thvi loftslagid var svo gott fyrir hann thar sem hann var mikill astmasjuklingur. Heimsottum einnig safn Manuela de Falla sem var eitt merkasta tonskald spanar, en hann bjo i Alta Gracia arin adur en hann lest. Svo forum vid a safn Virrey Liniers og endudum ferdina a ad fara i úti-kirkju sem var a einstaklega fallegum og fridsaelum stad.
Forum svo um kvoldid a sma Salsa namskeid sem hostelid baud einnig uppa...var lika svaka fjor, en vid erum halfgerdir spitukallar midad vid adra a namskeidinu :) En tetta gekk samt alveg otrulega vel samt hja okkur, hehe.

10/3
Tekkudum okkur ut af hostelinu kl. 10, en turftum ad dunda okkur allan daginn thar sem vid hofdum keypt mida i naeturrutu. Byrjudum a ad sitja a hostelinu og spjalla vid stelpu fra Hollandi og drekka i okkur upplysingar fra henni um Peru, serstaklega um Cuzco. Hun skrifadi helling nidur fyrir okkur sem hun maelti med ad skoda thar. Alltaf gott ad fa tips fra folki sem hefur farid a tha stadi sem vid erum ad fara a :)
Annars for dagurinn bara i thad ad rolta um, spila, sotra bjor og lesa og njota solarinnar um leid. Var frekar fatt haegt ad gera thar sem bokstaflega allt var lokad thar sem tad var laugardagur. Tha erum vid ad tala um budir, veitingastadi og bari. Voru svona einstaka barir opnir. Um kvoldid vorum vid virkilega farin ad halda ad ekkert annad vaeri opid en MC donalds, en svo reyndar fundum vid agaetis bar til ad borda a. Drifum okkur svo bara i rutuna og svafum alla ferdina...

Lentum svo i Mendoza um morguninn. Thad er buid ad vera svaka gaman her, en held eg komi med frettir hedan i naesta bloggi. Thad verdur vonandi skemmtilegra blogg thar sem tetta er mun skemmtilegri stadur en Cordoba...
Gaman annars ad sja hvad thad fylgjast margir med okkur og eru dugleg ad kommenta. Keep on the good work ;)

fimmtudagur, 8. mars 2007

Iguazu fossarnir !!

Hae hae
Nu erum vid komin til Cordoba eftir 22 tíma rútuferd. Vid vorum mikid ad spá ádur en vid fórum til Puerto Iguazu hvort vid aettum ad nenna thar sem thetta var svona langt...en vid sjaum ekki hid minnsta eftir thvi! Thad var alveg magnad ad sja fossana, their eru alveg svakalegir. Vonandi naer stebbi ad setja nokkrar myndir inn, hann gerdi tilraunir i puerto iguazu en netid thar var svo svakalega haegvirkt ad thad gekk aldrei. Held thad se nu eitthvad skarra her.

4/3
Forum klukkan 9 um morguninn af stad ad skoda fossana. Fengum far hja eiganda hostelsins thar sem hann var ad fara ad keyra 2 adra menn thangad, en hann var nu samt ekki anegdur med okkur thar sem vid keyptum ferdina ekki af honum...en vid vissum bara ekki betur :) Vid byrjudum a ad fara i sodiak bát (stebbi segir ad hann heiti thad, fyrir mer er thad bara hradbatur) alveg undir fossana...kannski ekki alveg tha staerstu en their voru samt mjog storir (sbr myndirnar...). Held eg hafi aldrei oskrad svona mikid en thad hafi samt heyrst svona litid i mer, thad var svo svakalegur havadi fra fossunum. Forum svona undir nokkra og thad var ekki einusinn sma partur thurr a okkur thegar vid komum i land aftur! En thad var nu ekki lengi ad thorna thar sem tad var sol og heidskírt tennan dag (eins og reyndar alla dagana tharna...og er enn hérna i Cordoba). Roltum svo i rolegheitunum um svaedid og saum fossa af ollum staerdum og gerdum, og fra ollum hlidum lika...allstadar jafn fallegir :) held ég reyni ekkert ad lýsa theim betur, thad er ekki haegt. Myndirnar verda bara ad fa ad tala sínu máli !! Forum svo undir lokin i chill siglingu um svaedid sem var rosalega gaman. Fengum líklega bestu hugsanlegu adstaedur sem haegt var ad hugsa ser, svo madur gat bara sofnad i batnum thar sem honum var roid svo rolega afram, vatnid var alveg lygnt og heidur himinn :) Vorum svo bara roleg thegar vid komum heim og spjolludum vid folkid á hostelinu. Voru thar 2 alveg otrulega fyndnir gamlir bretar sem bádir voru ad ferdast einir, annar ad ferdast i ár, og hinn búinn bara ad ferdast um allan heim...svo thar gatum vid fengid allar thaer upplysingar sem vid thurftum thar sem their voru bunir ad fara a alla stadina sem vid erum ad fara á :)

5/3
Nú var komid ad thvi ad sjá fossana fra Brazilian side...Forum af stad fyrir 8 um morguninn og byrjudum ad fara ad skoda Itaipu virkjunina. Thad var alveg geggjad, enda vist staersta stifla heims, 14.000 MW med 20 túrbínum!! Til samanburdar tha er Kárahnjúkavirkjun 690 MW sem okkur finnst nú svaka stór...en ísland er svosem orlitid minna ;) En thessi stífla sér líka um 90% af raforku í ollu Paraguay og 22% í Brazilíu!! Thvilikt sem thetta var stort...tharna verda myndirnar lika ad fa ad segja sitt. Forum svo til Paraguay tho stoppid thar hafi verid stutt. Thetta var semsagt adallega bara ef folk vill kaupa ser myndavelar og thannig dót. Vid vorum naestum buin ad freistast ad kaupa videocameru sem atti ad kosta alls ekki svo mikid, en vid akvadum ad myndavelarnar 2 myndu bara naegja og keyptum bara staerra kort i litlu velina :) Kallarnir i budinni voru frekar mikid svekktir vid okkur thar sem their voru komnir i svaka gott verd, en vid vorum fost a okkar..!
Naest la leidin i hadegismat. Hann var innifalinn i ferdinni...thad var svona hladbord sem var alveg agetlega girnilegt, og vid bara fylltum diskana okkar. Nema tha var thetta vist bara medlaetid og thjonarnir komu svona 10x med mismunandi kjot og skaru a diskana okkar...thannig ad vid forum ekki svong tharna ut, hehe.
Nu var komid ad thvi ad skoda fossana fra hlid Brasiliu. Vid vorum farin ad hugsa ad gafulegra hefdi verid ad fara i thessa ferd fyrst thar sem thetta aetti eftir ad vera svo omerkilegt thar sem vid vaerum buin ad sja thad flottasta i Argentinu. En thad var sko alls ekki raunin thvi thad var geggad ad sja yfirsyn yfir alla fossana. I argentinu var madur alveg ofani fossunum og serd tha ekki alla i einu, en tharna serdu alla fegurdina. Thannig ad vid vorum svakalega satt med ad hafa farid i badar ferdirnar! Reyndar var eitt sem vantadi...ad fara i thyrlu yfir thetta allt. Thordum ekki ad athuga hvad thad myndi kosta thar sem vid vorum buin ad eyda nog i thessum ferdum ;) Thegar vid vorum ad ganga fra fossunum skridur snakur fyrir framan faeturnar a okkur...mer leist nu ekki a blikuna, en tha benti ein vinsamleg kona a hann vaeri ekki eitradur svo tha vard eg rolegri og nadi ad skoda hann betur...ekkert sma flott dyr! Saum lika ljotar kongulaer utana husunum tharna sem eg vildi nu ekkert skoda betur...en eitt sem mer var ekki sama um var ad thegar vid komum a hostelid okkar um kvoldid var alveg risa risa kongulo thar! Eg aetladi ad stokkva inni herbergi...en tha var onnur a leidinni thangad. Thegar enn ein beid fyrir framan herbergid okkar daginn eftir akvadum vid ad fara og finna nytt hostel thar sem vid vorum buin ad akveda ad eyda 4. nottinni i Puerto Iguazu...Adeins of mikid af storum skordyrum a einum degi fyrir mig ;)

6/3
Vil byrja a ad oska Olofu til hamingju med daginn...40 ara vard kellan :D Og verdi ther ad godu...en vid reyndar sendum sms-id frekar seint. Komumst bara svo seint i tolvuna...vid erum bara 3 timum a eftir ykkur heima ;)

Fundum okkur nytt hostel sem var algjort aedi, svaka sundlaug i gardinum og bordtennisbord og fleira flott. Thetta var mjog fint thar sem vid vorum buin ad akveda ad taka thennan dag i algjoru chilli, sem vid gerdum algjorlega! Lagum og sleiktum solina a milli thess sem vid forum i bordtennis ad rifja upp gamla takta ;) Um kvoldid ákvadum vid svo ad fara fint ut ad borda og voldum finasta stadinn...fengum okkur voda finan forrétt, svaka steik i adalrett og svo geggjadan eftirrett. Med thessu fengum vid alveg sjuklegt raudvin, og thetta kostadi allt mun minna en einn adalrettur a Argentinu steikhus heima...og samt er puerto iguazu frekar dyr ferdamannastadur ;)

7/3 - 8/3
Tékkudum okkur ut af hostelinu klukkan 10, sleiktum solina i sma stund og forum svo ad byrgja okkur upp af mat fyrir rutuferdina thar sem rutumatur er mun verri en flugmatur! Logdum svo af stad rett fyrir klukkan 1...Rutan nuna var ekki alveg jafn fin og sidast, adeins minni saeti, engin teppi og koddi og svoleidis...og svo var enginn matur svo eins gott ad vid vorum vel buin thar :) Ferdin gekk mjog vel fyrir sig alveg til svona um midnaetti, tha vorum vid buin ad sofa i einhvern tima og rutan var stoppud til ad folk gaeti rett ur ser. Tha tokum vid eftir ad ipodinn hans stebba var horfinn!!! Vid alveg leitudum og leitudum, sturtudum ur ollum toskum og snerum ollu vid, en hann var hvergi. Okkur fannst strakarnir bakvid okkur nu frekar grumsamlegir, en gatum samt ekkert sagt vid tha annad en hvort their hefdu sed ipodinn...fengum vodalega indaelan thjodverja til ad tala vid tha thar sem hann taladi spaensku. Their thottust ekkert vita, svo vid bara heldum afram ad leita. A endanum foru stebbi og thodverjinn nidur til ad tala vid staffid i rutinni, og ljosin voru kveikt aftur (vorum aftur logd af stad eftir stoppid) og tha sa eg ad gaurarnir aftan vid okkur urdu frekar vandraedalegir...ég passadi mig ad horfa voda stíft á tha...og their foru eitthvad ad piskra sin a milli...foru svo eitthvad ad brasa og bentu svo undir saetid og ypptu oxlum. Ég kikti undir saetid og haldidi ekki ad ipodinn liggi thar :) Vorum bara buin ad kikja tharna svona 20x...en vid sogdum samt ekkert vid tha, vorum bara feginn ad hann var fundinn thvi allar myndirnar eru inna honum!!! Sem betur fer reddadist thetta thvi thad atti ad stoppa a naestu loggustod og leita a ollum...og gott ad vera laus vid thannig vesen! En thad sem eftir lifdi naetur possudum vid okkur betur, fint ad fa svona sma spark i rassinn um ad madur eigi ad passa sig...
Komum annars bara beint hingad a internetcafe eftir ad hafa hent okkur i sturtu a hostelinu...svo vid erum ekkert buin ad gera her i cordoba. Naesta skref er bara ad fa okkur ad borda thar sem vid erum ekkert buin ad gera af thvi i dag :)

Vodalega verdur thetta alltaf langt hja mer...thid verdid bara ad lesa thetta i hollum ;)
Annars nádi stebbi ad setja slatta af myndum inn thar sem netid er alveg agaett herna!!

Kv. Erna og Stebbi

P.S. vard nu bara ad koma thvi inn ad her er ekkert svo olikur tonlistarsmekkur og heima...allavega morg log sem madur kannast vid. Sem daemi fer eg nu oft ad dilla mer thegar Don´t fell like dancing med Scissor sisters kemur, kom t.d. nuna fyrir ca 2 mín...hehe

laugardagur, 3. mars 2007

35 stiga hiti hja okkur...en ykkur? :)

Hae allir saman
Nú erum vid farin frá Buenos Aires, og óhaett er ad segja ad dvolin thar hafi verid yndisleg!
Thar sem vid hugsum thetta blogg líka sem dagbók fyrir okkur eftir ferdina aetla ég ad halda áfram frá sídasta bloggi...

28/2
Vid áttum hostelid bara í eina nótt, svo vid ákvádum ad skipta um baejarhluta, og fundum okkur nýtt hostel í Recoleta hverfinu. Allt onnur stemning í thessu hverfi sem er mun snyrtilegra og fínna, en miklu sterkari kúltúr í San Telmo, enda er adal Tangó - stemningin thar. Byrjudum svo á thvi ad fara á Bus stationid og kaupa okkur mida til Puerto Iguazu (thar sem vid erum nú) um kvoldid 2. mars med naeturrútu. Vorum annars bara róleg thennan daginn, og lobbudum mikid um, fundum m.a. svaka fína verslunargotu og risa moll en ég var ofga sterk og versladi ekkert ;) A thessu rolti fundum vid ferdaskrifstofu sem seldi okkur mida á Tangó show kvoldid eftir...algjort must ad kíkka á svoleidis thegar madur er í BA!
Eyddum svo restinni af deginum á hofninni, roltum medfram sýkjunum...alveg yndislegt ad vera thar. Thvilikt gott vedur, svo vid bara sátum og sotrudum bjor thad sem eftir lifdi kvolds og drukkum stemninguna í okkur og fylgdumst med mannlifinu. Forum tharna strax ad sjá eftir ad hafa keypt okkur mida frá BA svo fljotlega...

1/3
Voknudum nokkud timanlega thennan morguninn og forum í morgunmatinn. Hefdum nú ekki misst af miklu tho vid hefdum sofid hann af, thurrt braud med karamellumysing (eda eitthvad í thá áttina) og vatn ;) Okkur líkadi annars nokkud vel vid thetta hostel, en their áttu ekki private herbergi laust, svo vid aetludum ad gerast svaka hetjur og vera á dormi eitt kvold... nema tha áttu their bara laust í einu 10 manna og einu 12 manna (semsagt í sitthvoru herberginu...) sem okkur fannst nú of mikid af thvi goda og roltum yfir gotuna og ákvádum ad splaesa í hótel eina nótt...sem var aedi, alveg dansad i kringum okkur :)
Á medan vid vorum inni á hótelinu byrjadi ad HELLI rigna, alveg eins og hellt vaeri úr fotu...En vid létum thad nú ekki á okkur fá og skelltum okkur bara í regnslárnar og roltum af stad. Aetludum ad fara í dýragardinn, en fottudum ekki ad thar sem thad var rigning var lokad (audvitad...:) Svo eftir ad hafa labbad í 2 tima thangad og vorum hvort sem er ordin blaut ákvádum vid bara ad labba adra leid til baka og sjá meira :) Thegar vid loksins komum til baka á hotelid fór ég í mjog langthrad bad (buin ad hlakka til allan daginn)...og svo fórum vid aftur nidur ad hofninni til ad borda ádur en vid faerum á Tangóshowid...sem var alveg svakalega gaman. Ég vaeri sko alveg til í ad kunna ad dansa svona fínt tangó, en held thad verdi nú bara í draumi ;) Thegar vid komum aftur á hótelid uppúr midnaetti fórum vid beint á netid til ad tékka hvort vid gaetum ekki frestad rútuferdinni, til ad vera lengur í BA :) En thad var bara vesen svo vid ákvádum ad halda bara vid sett plan...Enda ekki gód spá framundan í Puerto Iguazu (sem er nú reyndar ekki ad standast ennthá...)

2/3
Byrjudum daginn á ad fara í svaka gódan morgunmat..einhversstadar liggur munurinn á verdinu á hosteli og hótlei ;) Ákvádum svo ad gera adra tilraun til ad fara í dýragardinn thar sem thad var alveg glampandi sól tennan daginn (nenntum samt ekki ad labba aftur) , og thad var sko alveg thess virdi...alveg frábaert thar, sáum úlfalda, sebrahesta, bamba, ljón, tiger, gíraffa og svo maetti lengi telja! Versludum svo pinu á leidinni til baka frá gardinum (var bara adeins of freistandi til ad standast thad...!), nádum í toskurnar okkar og forum svo..hvert haldidi.. ad fá okkur ad borda audvitad á hofninni :) Svo mikid af girnilegum stodum thar, og alveg yndislegt ad sitja thar i godu vedri. Fórum svo í rútuna, sem var alveg svakalegur limmi svo vid sváfum langmestan hluta af ferdinni :)

3/3
Komum um hádegi hingad til Puerto Iguazu, thvílíkur hiti og fallegt vedur. Thetta er ordid svona frekar mikid túristatorp, en samt alveg mikil sveita stemning hér. Fólk keyrir mikid um á vespum hér, og thá oft t.d. mamman, pabbinn og litla barnid bara á milli theirra, og audvitad enginn med hjálm...saejum thetta líklega seint á íslandi :) Fórum svo og keyptum okkur ádan ferd um fossana á morgun, og á hinn daginn forum vid og sjáum fossana baedi Brazilian og Paruagy side...sem okkur finnst svaka spennandi. Svo er víst stoppad í e-m bae í Paruagy thar sem electronic vorur eru víst svaka ódýrar, verst vid eigum baedi ipoda og erum med 2 myndavélar, svo vid eigum líklegast bara eftir ad horfa á hvad thetta er allt ódýrt :) En eftir thessar ferdir aettu nú ad koma inn skemmtilegar myndir!...annars er stebbi búinn ad vera ad baeta inn myndum núna...vonandi eru thaer bara lika skemmtilegar :)

Annars á afi afmaeli í dag, svo endilega einhver sem les thetta og talar vid hann má skila kaerri kvedju til hans frá okkur (Helga mín, hef tig sterklega í huga thar sem mamma, pabbi og elmar eru úti, allavega eina sem hefur kvittad;)

Má annars til med ad minnast á thad ad bjórinn hérna er alveg hrikalega ódýr...2 bjórar kosta 7 peso ( ca.150 kall) og svo 650 ml kostar 5 peso (120 kall) svo vid verdum med stóra bjórvomb thegar vid komum heim. Annars er líka bara allt mjog ódýrt, hofum t.d. aldrei borgad meira en 10 peso í leigubíl sem er 210 kr....og aetla nu ekki ad byrja ad tala um hvad maturinn er ódýr ;)

Vid erum semsagt alveg einstaklega ánaegd med thad sem komid er af thessari ferd...vaerum til í ad vera bara alltaf hér í argentinu, thetta er svo yndislegt land og folkid svo indaelt líka! Ekki skemmir svo ad thad er frábaert vedur og allt svo ódýrt :) Og erum hreint ekki ad fíla okkur minna hér í puerto Iguazu...ad fara úr borgarfílingnum í sveitastemninguna á mjog vel vid okkur, en samt algjorlega baedi betra!!!!

Jaeja, best ad koma sér út í hitann...vonandi ad einhver hafi nennt ad lesa í gegnum thetta allt!

Kv. Erna og Stebbi

p.s. Hulda, vid getum lesid stafina ;)

miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Fyrstu dagarnir

Tha erum vid lent i Buenos Aires, komum i gaermorgun hingad.
A laugardagskvoldinu baud Ólof systir Stebba okkur í svaka veislu thar sem oll familían var maett. Hún verdur nefnilega fertug kellan í byrjun mars, og vid máttum nú ekki alveg missa af thvi tar sem madur kemst nú ekki í svakalegri veislur en hjá henni ;) Svo brunudu Vigdís og Valdis med okkur til Keflavíkur thar sem mamma og pabbi voru búin ad leigja íbúd tví thau voru líka ad fara út, bara korteri seinna en vid! Thad munadi nú minnstu ad vid gleymdum adaltoskunni í bílnum (toskunni med ollum midunum og thvi) en sem betur fer var hún ekki komin mjog langt thegar vid fottudum thad :)

Ferdin hofst svo i Danmorku thar sem vid attum mjog godan dag med Snorra, Hlif, Tryggva og Hauk...sa dagur snerist svosem mest um ad sitja og drekka bjor, thó vid hofum mátt til ad taka sma turista a thetta tar sem vid vorum med thessar svakalegu toskur med okkur...og stebbi nýabúinn ad fá nýju myndavélina í hendur ;) Fengum svo ad gista hja Tryggva og Thorhildi og tokkum kaerlega fyrir okkur.

Allt gekk svo frekar afallalaust fyrir sig i flugunum...millilentum i Atlanta og bidum thar i fimm tima, satum thá bara uti og sleiktum solina, ekki slaemt thad :) Svo reyndar munadi minnstu ad vid kaemumst ekki i flugid thar sem velin var yfirbokud um 4! Bodid var $400+hótel yfir nóttina fyrir thá sem vaeru til í ad verda eftir og taka flugid daginn eftir. Okkur lá svosem ekkert thannig á, nema toskurnar voru sendar alla leid til Buenos Aires strax í Danmorku svo vid ákvádum ad treysta ekki á neitt og bidum bara thar til e-r baud sig fram. Aetludum svo ad nota seinna tiu tima flugid til ad sofa thar sem tad var naeturflug...en vildi svo heppilega til ad vid satum fyrir framan barn sem var ekki svo hamingjusamt med flugid og gret ca fyrstu 6 timana..og helt ad bordid fyrir framan sig vaeri trommusett...En eyrnatapparnir hjalpudu samt helling thar ;)

Á endanum lentum vid i Buenos Aires sem tok a moti okkur med rigningu..en samt miklum hita. Rigningin var ekki lengi, svo tha var bara hitinn eftir sem er nú ekki slaemt! Vorum samt fegin ad thad var ekki mikil sol i gaer, vid hefdum bara lekid nidur. Fundum nokkud audveldlega mjog fint hostel, sem vid reyndar gatum bara verid í í nótt, erum ad fara á stúfana á eftir ad finna okkur annad. Notudum daginn í gaer annars bara í ad túristast og borda. Lobbudum um í hverfinu okkar, San Telmo og vorum bara róleg. Hverfid á víst ad vera adal tangó-hverfid í Buenos Aires, en vid vorum lítid vor vid thad svo vid aetlum ad svipast betur eftir thvi i kvold. Vorum frekar threytt svo vid fórum bara snemma ad sofa eftir ad hafa fengid okkur alveg dýrindis steik...Fyndid med Argentínumenn, their eru svo svakalega chilladir...vid t.d. fórum ad borda uppúr 8 um kvoldid. Thá var stadurinn alveg tómur, svo svona 9 - hálf 10 fór stadurinn svo ad fyllast. Svo eru djammstadirnir víst opnir til alveg 6 á morgnana (sem er kannski bara svipad og heima samt :) Vid eigum sko ekki eftir ad eiga í vandraedum med ad borda hér (margir voru komnir med getgátur um ad ég aetti ekkert eftir ad geta bordad thar sem ég vaeri svo matvond) en thad eru sko stadir á hverju horni sem vid vaerum til í ad borda á...allt jafn girnilegt!

Nú erum vid annars bara ad fara ad fá okkur morgunmat thar sem vid sváfum morgunmatinn á Hostelinu af okkur...og aetlum svo bara ad fara ad turistast meir :) Látum svo heyra í okkur fljótlega..

Kv. Erna og Stebbi

p.s. stebbi er ad setja nokkrar myndir inná síduna núna...

miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Styttist og styttist

Jább, ákvað að beila á ernaogstebbi.bloggar.is...er ekki svo hrifin af því. Blogspot er miklu betra, allavega finnst mér það ennþá! Alltaf eitthvað bilerí á bloggar.is. En við eigum allavega eftir að hafa það til vara ef blogspot klikkar eitthvað.. Svo þið sem voruð búin að kommenta á gömlu verðið bara að gera það aftur hér ;)

En það er sko óhætt að segja að það styttist óðum í þetta hjá okkur. Bara 5 dagar...sem er ekki neitt. Neita ekki að það er kominn smá fiðringur í magann, en við erum samt mjög róleg yfir þessu öllu þar sem það er svo mikið að gera hjá okkur þessa dagana að við höfum lítinn tíma til að hugsa hvað þetta er stutt. Elmar bróðir kom suður um helgina á bílnum mömmu og pabba með kerru og náði í alla búslóðina okkar. Kom okkur mjög á óvart hvað við eigum mikið af dóti, en samt vorum við þvílíkt dugleg að henda. Svo tók hann Emmu (kisuna okkar sætu) norður svo hún er komin í sveitasæluna þar sem henni líður best...þar hefur hún stórt hús og alltaf fólk í kringum sig sem henni finnst voða gott. Það er yndislegt að eiga svona góða fjölskyldu sem gerir allt fyrir mann þegar maður fer útí svona vitleysu eins og við erum að gera...það hefði svosem verið alveg nóg umstang að vera bara að fara út, en þá bætum við auðvitað við það og flytjum úr íbúðinni um leið ;) Svo ég segi bara takk fyrir okkur!!

Annars erum við á fullu í öllum smáu hlutunum sem fylgja ferðinni...finna okkur bestu tryggingarnar, tékka á öllum leyninúmerum á öllum kortum, endanlega ákveða hvað skal fara í bakpokana...og svo auðvitað hitta alla áður en við förum ;) Óhætt að segja að mikið sé búið að vera að gera í skemmtanalífinu, sem er auðvitað bara gaman. Vil þakka fyrir góða skemmtun síðustu helgi, bæði þeim sem mættu til Sellu og Þóru. Alltaf jafn mikið fjör í kringum þetta fólk og gaman að hitta alla áður en við förum. En það fyndna er að við eigum samt örugglega ekki eftir að vera farin áður en við komum heim aftur, tíminn líður svo hratt...en vissulega alltaf gott að hafa ástæðu til að halda partý ;) Og svo er hún Kolla mín farin að halda okkur uppi í mat...alltaf að bjóða okkur í mat þar sem við höfum hvorki potta né diska í íbúðinni lengur, allt farið norður. Svo bauð mamma stebba okkur á Argentínu á mánudaginn, sem var auðvitað bara æðislegt....þannig að við allavega erum ekki að svelta þessa dagana, veislumáltíðir í öll mál því ég er hreint ekki búin að telja upp öll matarboðin undanfarið J Heppni ef við eigum eftir að geta hreyft okkur eitthvað þegar við erum komin út! Og svo eru vinnudjömmin algjörlega að standa fyrir sínu þessa dagana líka, og verður eitt næsta föstudag sem verður pottþétt svaka fjör ;)

En well, á líklegast ekkert eftir að skrifa aftur fyrr en við erum komin út fyrir landsteinana...Er að hugsa um að fara að koma mér í rúmið og horfa á tívíið (svona þar sem það og tölvan er það eina sem er eftir í íbúðinni ásamt dýnunni sem við sofum á).

Erna

p.s. Vil nota tækifærið og óska öllum þeim úr verkfræðinni sem eru að útskrifast á laugardaginn til hamingju, væri mjög svo til í að geta mætt í þetta partý ársins á laugardaginn! En þar sem við ætlum að gista í keflavík laugardagsnóttina og mæta í flug snemma á sunnudaginn hugsa ég að ég beili á því. En góða skemmtun allir.. :)

þriðjudagur, 20. febrúar 2007

Ferðaplanið

Jæja, nú er þetta allt að skýrast hjá okkur. Við munum fljúga til Köben 25. febrúar. Þar verðum við í eina nótt og leggjum svo af stað í ævintýrið...

Latin Ameríka:
Eftir að hafa millilent í Atlanta á leið okkar frá Danmörku lendum við í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires þann 27. febrúar. Munum við skoða okkur um eins og frekast er kostur í Argentínu, og enda á að fara landleiðina yfir til Chile sem á að vera mjög falleg leið. Ekki ætlum við að vera lengi í Chile þar sem við nennum ekki að skoða okkur mikið um þar sökum svakalegra vegalengda í landinu, en við munum enda í Santiago þar sem við fljúgum til Lima í Perú þann 18. mars. Þar verður allavega farið til Machu Picchu, rest verður ákveðin þegar nær dregur. Þann 29. mars fljúgum við til Guatemala þar sem við munum skoða okkur um a´la Sandra til 14.apríl.

Eyjaálfa:
Til að koma okkur til ástralíu þurfum við að millilenda í LA og Nadi á Fijii eyjum, og stoppa í þrjá daga á öðrum staðnum. Við völdum að stoppa frekar á Nadi þar sem við fórum til LA í vor, og vorum ekki svo heilluð af borginni! Við lendum á Nadi snemma morguns þann 14.apríl eftir að hafa tínt heilum sólahring í tímamismun og förum svo aftur seinnipart 17.apríl.
Lendum í Melbourne í Ástralíu að kvöldi 17.apríl og förum frá Sydney 2.maí. Þetta eru nú aðeins 2 vikur í Ástralíu sem er mjög takmarkað fyrir svona stórt og fallegt land, en við munum bara gera það sem við getum á þessum tíma...og eigum örugglega eftir að skemmta okkur vel :)

Asía:
Að morgni 3.maí lendum við í Hanoi í Víetnam. Þar þurfum við að byrja á því að redda okkur vegabréfsáritun til Laos, sem tekur nokkra daga. Á meðan er planið að skoða okkur um og ganga á milli ferðaskrifstofa til að finna skipulagða ferð milli víetnam og Laos...og jafnvel Tælands líka. Sjáum bara til. Allavega er svo planið að enda í Bankok og láta sníða á okkur nokkrar fínar spjarir, fara í nudd og fleira þægilegt til að koma okkur í heimleiðar-gírinn. Fljúgum frá Bankok þann 31.maí og endum aftur í Köben að kvöldi 31.

Já, svona hjómar planið í dag, en svo er bara að sjá hvað gengur upp og hvað ekki :)

mánudagur, 19. febrúar 2007

Jæja allir saman...

Ég trúi þessu varla, ég er farin að blogga...það er eitthvað sem ég var búin að ákveða að gera aldrei! En við verðum víst að updeita fólk á meðan ferðalaginu stendur...og ég er bara rétt að taka forskot á það núna :)

En nú er allt að gerast, helsta hjá okkur er að við erum að átta okkur á að það eru ekki nema tæpir 20 dagar þar til við förum út!!! Fyrir ykkur sem ekki vitið þá ákváðum við að fresta aðeins öllum skuldbindingunum og eyða öllum okkar pening í að skoða heiminn...eða allavega svona smá part af honum... Allt er að vera komið í gírinn hjá okkur...flugin komin í höfn og voru bara ekkert svo dýr (svona miðað við það sem við höfðuð ímyndað okkur). Á bara eftir að sækja miðana. Við enduðum á að kaupa flugin hjá ferð.is, og ég mæli eindregið með þeim. Mjög góð þjónusta auk þess sem þeir reyna að halda verðinu í lágmarki en samt kaupa þeir ekki af lággjalda flugfélögum. Vonum svo bara að við verðum enn jafn ánægð með þá þegar við komum heim, en ég hef enga trú á öðru!

En já...hætt með auglýsingarnar. Við erum bæði búin að eignast svakalega fína bakpoka og skó, flestir svona aukahlutir líka komnir...svo við erum bara hætt að kaupa þar til við förum að pakka. Þá kemur líklegast alveg helling í ljós.. Og nú er planið bara að halda áfram að skoða lonely planet bækurnar og kíkka aðeins á spænskuna...sem verður líklegast svaka fjör :)

Annars erum við þessa dagana að dunda okkur við að pakka niður hægt og rólega þar sem við ætlum að flytja útúr íbúðinni þegar förum út. Planið er nefnilega að fara til Köben næsta vetur í skóla...Svo ef einhver veit um lausa íbúð í sumar, frá júní til ca miðjan-lok ágúst þá má endilega láta okkur vita... Við þurfum bara litla íbúð eða jafnvel bara herbergi með eldunaraðstöðu...þurfum í raun bara að koma inn rúmi þar sem við erum nú voða lítið heima á sumrin :)

En jæja, best að fara að gera eitthvað gáfulegt...og já, ef einhver vill kíkja á ferðaplanið þá er linkur á það hérna hægra megin!