þriðjudagur, 20. febrúar 2007

Ferðaplanið

Jæja, nú er þetta allt að skýrast hjá okkur. Við munum fljúga til Köben 25. febrúar. Þar verðum við í eina nótt og leggjum svo af stað í ævintýrið...

Latin Ameríka:
Eftir að hafa millilent í Atlanta á leið okkar frá Danmörku lendum við í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires þann 27. febrúar. Munum við skoða okkur um eins og frekast er kostur í Argentínu, og enda á að fara landleiðina yfir til Chile sem á að vera mjög falleg leið. Ekki ætlum við að vera lengi í Chile þar sem við nennum ekki að skoða okkur mikið um þar sökum svakalegra vegalengda í landinu, en við munum enda í Santiago þar sem við fljúgum til Lima í Perú þann 18. mars. Þar verður allavega farið til Machu Picchu, rest verður ákveðin þegar nær dregur. Þann 29. mars fljúgum við til Guatemala þar sem við munum skoða okkur um a´la Sandra til 14.apríl.

Eyjaálfa:
Til að koma okkur til ástralíu þurfum við að millilenda í LA og Nadi á Fijii eyjum, og stoppa í þrjá daga á öðrum staðnum. Við völdum að stoppa frekar á Nadi þar sem við fórum til LA í vor, og vorum ekki svo heilluð af borginni! Við lendum á Nadi snemma morguns þann 14.apríl eftir að hafa tínt heilum sólahring í tímamismun og förum svo aftur seinnipart 17.apríl.
Lendum í Melbourne í Ástralíu að kvöldi 17.apríl og förum frá Sydney 2.maí. Þetta eru nú aðeins 2 vikur í Ástralíu sem er mjög takmarkað fyrir svona stórt og fallegt land, en við munum bara gera það sem við getum á þessum tíma...og eigum örugglega eftir að skemmta okkur vel :)

Asía:
Að morgni 3.maí lendum við í Hanoi í Víetnam. Þar þurfum við að byrja á því að redda okkur vegabréfsáritun til Laos, sem tekur nokkra daga. Á meðan er planið að skoða okkur um og ganga á milli ferðaskrifstofa til að finna skipulagða ferð milli víetnam og Laos...og jafnvel Tælands líka. Sjáum bara til. Allavega er svo planið að enda í Bankok og láta sníða á okkur nokkrar fínar spjarir, fara í nudd og fleira þægilegt til að koma okkur í heimleiðar-gírinn. Fljúgum frá Bankok þann 31.maí og endum aftur í Köben að kvöldi 31.

Já, svona hjómar planið í dag, en svo er bara að sjá hvað gengur upp og hvað ekki :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ
ég vona að þið skemmtið ykkur rosalega vel þarna í útlöndunum:)
sem ég er 100% viss um að þið gerið;)

Nafnlaus sagði...

Þetta er rosa spennandi ferðaplan hjá ykkur. Góða skemmtun! Ég mun fylgjast vel með á síðunni