miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Fyrstu dagarnir

Tha erum vid lent i Buenos Aires, komum i gaermorgun hingad.
A laugardagskvoldinu baud Ólof systir Stebba okkur í svaka veislu thar sem oll familían var maett. Hún verdur nefnilega fertug kellan í byrjun mars, og vid máttum nú ekki alveg missa af thvi tar sem madur kemst nú ekki í svakalegri veislur en hjá henni ;) Svo brunudu Vigdís og Valdis med okkur til Keflavíkur thar sem mamma og pabbi voru búin ad leigja íbúd tví thau voru líka ad fara út, bara korteri seinna en vid! Thad munadi nú minnstu ad vid gleymdum adaltoskunni í bílnum (toskunni med ollum midunum og thvi) en sem betur fer var hún ekki komin mjog langt thegar vid fottudum thad :)

Ferdin hofst svo i Danmorku thar sem vid attum mjog godan dag med Snorra, Hlif, Tryggva og Hauk...sa dagur snerist svosem mest um ad sitja og drekka bjor, thó vid hofum mátt til ad taka sma turista a thetta tar sem vid vorum med thessar svakalegu toskur med okkur...og stebbi nýabúinn ad fá nýju myndavélina í hendur ;) Fengum svo ad gista hja Tryggva og Thorhildi og tokkum kaerlega fyrir okkur.

Allt gekk svo frekar afallalaust fyrir sig i flugunum...millilentum i Atlanta og bidum thar i fimm tima, satum thá bara uti og sleiktum solina, ekki slaemt thad :) Svo reyndar munadi minnstu ad vid kaemumst ekki i flugid thar sem velin var yfirbokud um 4! Bodid var $400+hótel yfir nóttina fyrir thá sem vaeru til í ad verda eftir og taka flugid daginn eftir. Okkur lá svosem ekkert thannig á, nema toskurnar voru sendar alla leid til Buenos Aires strax í Danmorku svo vid ákvádum ad treysta ekki á neitt og bidum bara thar til e-r baud sig fram. Aetludum svo ad nota seinna tiu tima flugid til ad sofa thar sem tad var naeturflug...en vildi svo heppilega til ad vid satum fyrir framan barn sem var ekki svo hamingjusamt med flugid og gret ca fyrstu 6 timana..og helt ad bordid fyrir framan sig vaeri trommusett...En eyrnatapparnir hjalpudu samt helling thar ;)

Á endanum lentum vid i Buenos Aires sem tok a moti okkur med rigningu..en samt miklum hita. Rigningin var ekki lengi, svo tha var bara hitinn eftir sem er nú ekki slaemt! Vorum samt fegin ad thad var ekki mikil sol i gaer, vid hefdum bara lekid nidur. Fundum nokkud audveldlega mjog fint hostel, sem vid reyndar gatum bara verid í í nótt, erum ad fara á stúfana á eftir ad finna okkur annad. Notudum daginn í gaer annars bara í ad túristast og borda. Lobbudum um í hverfinu okkar, San Telmo og vorum bara róleg. Hverfid á víst ad vera adal tangó-hverfid í Buenos Aires, en vid vorum lítid vor vid thad svo vid aetlum ad svipast betur eftir thvi i kvold. Vorum frekar threytt svo vid fórum bara snemma ad sofa eftir ad hafa fengid okkur alveg dýrindis steik...Fyndid med Argentínumenn, their eru svo svakalega chilladir...vid t.d. fórum ad borda uppúr 8 um kvoldid. Thá var stadurinn alveg tómur, svo svona 9 - hálf 10 fór stadurinn svo ad fyllast. Svo eru djammstadirnir víst opnir til alveg 6 á morgnana (sem er kannski bara svipad og heima samt :) Vid eigum sko ekki eftir ad eiga í vandraedum med ad borda hér (margir voru komnir med getgátur um ad ég aetti ekkert eftir ad geta bordad thar sem ég vaeri svo matvond) en thad eru sko stadir á hverju horni sem vid vaerum til í ad borda á...allt jafn girnilegt!

Nú erum vid annars bara ad fara ad fá okkur morgunmat thar sem vid sváfum morgunmatinn á Hostelinu af okkur...og aetlum svo bara ad fara ad turistast meir :) Látum svo heyra í okkur fljótlega..

Kv. Erna og Stebbi

p.s. stebbi er ad setja nokkrar myndir inná síduna núna...

miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Styttist og styttist

Jább, ákvað að beila á ernaogstebbi.bloggar.is...er ekki svo hrifin af því. Blogspot er miklu betra, allavega finnst mér það ennþá! Alltaf eitthvað bilerí á bloggar.is. En við eigum allavega eftir að hafa það til vara ef blogspot klikkar eitthvað.. Svo þið sem voruð búin að kommenta á gömlu verðið bara að gera það aftur hér ;)

En það er sko óhætt að segja að það styttist óðum í þetta hjá okkur. Bara 5 dagar...sem er ekki neitt. Neita ekki að það er kominn smá fiðringur í magann, en við erum samt mjög róleg yfir þessu öllu þar sem það er svo mikið að gera hjá okkur þessa dagana að við höfum lítinn tíma til að hugsa hvað þetta er stutt. Elmar bróðir kom suður um helgina á bílnum mömmu og pabba með kerru og náði í alla búslóðina okkar. Kom okkur mjög á óvart hvað við eigum mikið af dóti, en samt vorum við þvílíkt dugleg að henda. Svo tók hann Emmu (kisuna okkar sætu) norður svo hún er komin í sveitasæluna þar sem henni líður best...þar hefur hún stórt hús og alltaf fólk í kringum sig sem henni finnst voða gott. Það er yndislegt að eiga svona góða fjölskyldu sem gerir allt fyrir mann þegar maður fer útí svona vitleysu eins og við erum að gera...það hefði svosem verið alveg nóg umstang að vera bara að fara út, en þá bætum við auðvitað við það og flytjum úr íbúðinni um leið ;) Svo ég segi bara takk fyrir okkur!!

Annars erum við á fullu í öllum smáu hlutunum sem fylgja ferðinni...finna okkur bestu tryggingarnar, tékka á öllum leyninúmerum á öllum kortum, endanlega ákveða hvað skal fara í bakpokana...og svo auðvitað hitta alla áður en við förum ;) Óhætt að segja að mikið sé búið að vera að gera í skemmtanalífinu, sem er auðvitað bara gaman. Vil þakka fyrir góða skemmtun síðustu helgi, bæði þeim sem mættu til Sellu og Þóru. Alltaf jafn mikið fjör í kringum þetta fólk og gaman að hitta alla áður en við förum. En það fyndna er að við eigum samt örugglega ekki eftir að vera farin áður en við komum heim aftur, tíminn líður svo hratt...en vissulega alltaf gott að hafa ástæðu til að halda partý ;) Og svo er hún Kolla mín farin að halda okkur uppi í mat...alltaf að bjóða okkur í mat þar sem við höfum hvorki potta né diska í íbúðinni lengur, allt farið norður. Svo bauð mamma stebba okkur á Argentínu á mánudaginn, sem var auðvitað bara æðislegt....þannig að við allavega erum ekki að svelta þessa dagana, veislumáltíðir í öll mál því ég er hreint ekki búin að telja upp öll matarboðin undanfarið J Heppni ef við eigum eftir að geta hreyft okkur eitthvað þegar við erum komin út! Og svo eru vinnudjömmin algjörlega að standa fyrir sínu þessa dagana líka, og verður eitt næsta föstudag sem verður pottþétt svaka fjör ;)

En well, á líklegast ekkert eftir að skrifa aftur fyrr en við erum komin út fyrir landsteinana...Er að hugsa um að fara að koma mér í rúmið og horfa á tívíið (svona þar sem það og tölvan er það eina sem er eftir í íbúðinni ásamt dýnunni sem við sofum á).

Erna

p.s. Vil nota tækifærið og óska öllum þeim úr verkfræðinni sem eru að útskrifast á laugardaginn til hamingju, væri mjög svo til í að geta mætt í þetta partý ársins á laugardaginn! En þar sem við ætlum að gista í keflavík laugardagsnóttina og mæta í flug snemma á sunnudaginn hugsa ég að ég beili á því. En góða skemmtun allir.. :)

þriðjudagur, 20. febrúar 2007

Ferðaplanið

Jæja, nú er þetta allt að skýrast hjá okkur. Við munum fljúga til Köben 25. febrúar. Þar verðum við í eina nótt og leggjum svo af stað í ævintýrið...

Latin Ameríka:
Eftir að hafa millilent í Atlanta á leið okkar frá Danmörku lendum við í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires þann 27. febrúar. Munum við skoða okkur um eins og frekast er kostur í Argentínu, og enda á að fara landleiðina yfir til Chile sem á að vera mjög falleg leið. Ekki ætlum við að vera lengi í Chile þar sem við nennum ekki að skoða okkur mikið um þar sökum svakalegra vegalengda í landinu, en við munum enda í Santiago þar sem við fljúgum til Lima í Perú þann 18. mars. Þar verður allavega farið til Machu Picchu, rest verður ákveðin þegar nær dregur. Þann 29. mars fljúgum við til Guatemala þar sem við munum skoða okkur um a´la Sandra til 14.apríl.

Eyjaálfa:
Til að koma okkur til ástralíu þurfum við að millilenda í LA og Nadi á Fijii eyjum, og stoppa í þrjá daga á öðrum staðnum. Við völdum að stoppa frekar á Nadi þar sem við fórum til LA í vor, og vorum ekki svo heilluð af borginni! Við lendum á Nadi snemma morguns þann 14.apríl eftir að hafa tínt heilum sólahring í tímamismun og förum svo aftur seinnipart 17.apríl.
Lendum í Melbourne í Ástralíu að kvöldi 17.apríl og förum frá Sydney 2.maí. Þetta eru nú aðeins 2 vikur í Ástralíu sem er mjög takmarkað fyrir svona stórt og fallegt land, en við munum bara gera það sem við getum á þessum tíma...og eigum örugglega eftir að skemmta okkur vel :)

Asía:
Að morgni 3.maí lendum við í Hanoi í Víetnam. Þar þurfum við að byrja á því að redda okkur vegabréfsáritun til Laos, sem tekur nokkra daga. Á meðan er planið að skoða okkur um og ganga á milli ferðaskrifstofa til að finna skipulagða ferð milli víetnam og Laos...og jafnvel Tælands líka. Sjáum bara til. Allavega er svo planið að enda í Bankok og láta sníða á okkur nokkrar fínar spjarir, fara í nudd og fleira þægilegt til að koma okkur í heimleiðar-gírinn. Fljúgum frá Bankok þann 31.maí og endum aftur í Köben að kvöldi 31.

Já, svona hjómar planið í dag, en svo er bara að sjá hvað gengur upp og hvað ekki :)

mánudagur, 19. febrúar 2007

Jæja allir saman...

Ég trúi þessu varla, ég er farin að blogga...það er eitthvað sem ég var búin að ákveða að gera aldrei! En við verðum víst að updeita fólk á meðan ferðalaginu stendur...og ég er bara rétt að taka forskot á það núna :)

En nú er allt að gerast, helsta hjá okkur er að við erum að átta okkur á að það eru ekki nema tæpir 20 dagar þar til við förum út!!! Fyrir ykkur sem ekki vitið þá ákváðum við að fresta aðeins öllum skuldbindingunum og eyða öllum okkar pening í að skoða heiminn...eða allavega svona smá part af honum... Allt er að vera komið í gírinn hjá okkur...flugin komin í höfn og voru bara ekkert svo dýr (svona miðað við það sem við höfðuð ímyndað okkur). Á bara eftir að sækja miðana. Við enduðum á að kaupa flugin hjá ferð.is, og ég mæli eindregið með þeim. Mjög góð þjónusta auk þess sem þeir reyna að halda verðinu í lágmarki en samt kaupa þeir ekki af lággjalda flugfélögum. Vonum svo bara að við verðum enn jafn ánægð með þá þegar við komum heim, en ég hef enga trú á öðru!

En já...hætt með auglýsingarnar. Við erum bæði búin að eignast svakalega fína bakpoka og skó, flestir svona aukahlutir líka komnir...svo við erum bara hætt að kaupa þar til við förum að pakka. Þá kemur líklegast alveg helling í ljós.. Og nú er planið bara að halda áfram að skoða lonely planet bækurnar og kíkka aðeins á spænskuna...sem verður líklegast svaka fjör :)

Annars erum við þessa dagana að dunda okkur við að pakka niður hægt og rólega þar sem við ætlum að flytja útúr íbúðinni þegar förum út. Planið er nefnilega að fara til Köben næsta vetur í skóla...Svo ef einhver veit um lausa íbúð í sumar, frá júní til ca miðjan-lok ágúst þá má endilega láta okkur vita... Við þurfum bara litla íbúð eða jafnvel bara herbergi með eldunaraðstöðu...þurfum í raun bara að koma inn rúmi þar sem við erum nú voða lítið heima á sumrin :)

En jæja, best að fara að gera eitthvað gáfulegt...og já, ef einhver vill kíkja á ferðaplanið þá er linkur á það hérna hægra megin!