Ég trúi þessu varla, ég er farin að blogga...það er eitthvað sem ég var búin að ákveða að gera aldrei! En við verðum víst að updeita fólk á meðan ferðalaginu stendur...og ég er bara rétt að taka forskot á það núna :)
En nú er allt að gerast, helsta hjá okkur er að við erum að átta okkur á að það eru ekki nema tæpir 20 dagar þar til við förum út!!! Fyrir ykkur sem ekki vitið þá ákváðum við að fresta aðeins öllum skuldbindingunum og eyða öllum okkar pening í að skoða heiminn...eða allavega svona smá part af honum... Allt er að vera komið í gírinn hjá okkur...flugin komin í höfn og voru bara ekkert svo dýr (svona miðað við það sem við höfðuð ímyndað okkur). Á bara eftir að sækja miðana. Við enduðum á að kaupa flugin hjá ferð.is, og ég mæli eindregið með þeim. Mjög góð þjónusta auk þess sem þeir reyna að halda verðinu í lágmarki en samt kaupa þeir ekki af lággjalda flugfélögum. Vonum svo bara að við verðum enn jafn ánægð með þá þegar við komum heim, en ég hef enga trú á öðru!
En já...hætt með auglýsingarnar. Við erum bæði búin að eignast svakalega fína bakpoka og skó, flestir svona aukahlutir líka komnir...svo við erum bara hætt að kaupa þar til við förum að pakka. Þá kemur líklegast alveg helling í ljós.. Og nú er planið bara að halda áfram að skoða lonely planet bækurnar og kíkka aðeins á spænskuna...sem verður líklegast svaka fjör :)
Annars erum við þessa dagana að dunda okkur við að pakka niður hægt og rólega þar sem við ætlum að flytja útúr íbúðinni þegar förum út. Planið er nefnilega að fara til Köben næsta vetur í skóla...Svo ef einhver veit um lausa íbúð í sumar, frá júní til ca miðjan-lok ágúst þá má endilega láta okkur vita... Við þurfum bara litla íbúð eða jafnvel bara herbergi með eldunaraðstöðu...þurfum í raun bara að koma inn rúmi þar sem við erum nú voða lítið heima á sumrin :)
En jæja, best að fara að gera eitthvað gáfulegt...og já, ef einhver vill kíkja á ferðaplanið þá er linkur á það hérna hægra megin!
mánudagur, 19. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli