En annars erum við búin að vera einstaklega löt undanfarna daga...og sú leti einkennist einnig í bloggleti!! En það helsta sem hefur gerst frá síðustu færslu er...
Peru:
- Það sem eftir var af Cusco hittum við krakkana úr inkatrailhópnum reglulega
- Fórum til Lima, versluðum og sendum pakka heim. Hittum einn úr inkatrailhópnum sem býr í Lima og fórum út að borða
Guatemala:
- Drekka bjór
- Sundlaugargarður (sem var nb. ekki lokaður þó stebbi ætlaði í hann!)
- Drekka bjór
- Borða plokkfisk
- Sofa með kakkalökkum
Eina sem þarfnast útskýringar hér er held ég plokkfiskurinn...hér erum margir Íslendingar núna (flestir meira að segja úr sveitinni) og við hittumst heima hjá Söndru og Gulla eldaði plokkfisk handa okkur sem var alveg geggjaður. En undanfarnir dagar hafa verið einstaklega þægilegir, höfum ekkert þurft að hugsa...beið okkar pickup á flugvellinum og Sandra búin að finna hostel handa okkur sem betur fer þar sem allt er uppbókað þessa dagana sökum páska. Auðvitað höfðum við ekki hugsað svo langt :) Planið var nú að skoða okkur meira um hér í Guatemala, en við höfum bara ekki nennt því, svo einstaklega gott að gera ekkert ;)
Á dagskránni er svo bara það að við erum að fara til El Salvador á morgun í strandaferð, svo við bara krossleggjum fingur um gott veður!
Gleðilega páska
12 ummæli:
Stutt blogg!!! Bara letin við völd....?!?!;-0 Eru Íslendingar sem búa þarna í gvate sem þið þekkið? Njótið ykkar dúllurnar.....greinilega í sátt og samlyndi við kakkólakkó;-)
Jább, tad eru meira ad segja 4 ur sveitinni auk nokkurra annarra sem bua i Reykjavik :) Sandra (dottir Bjarka og Beggu i hverfinu) og 3 systkini fra Svertingsstodum!
Svertingssöðum??? Gussa bekkjarsystir kannski???
Jæja, ég fékk nú ekkert aprílgabb á smsi frá ykkur þetta árið... snuff, snuff!!! Annars er ég bara fegin, ég hefði fengið áfall! :o)
Fínt að frétta af mér btw... er flutt til Grindavíkur og hef það bara alveg ágætt.
Hlakka til að lesa meira blogg frá ykkur elskurnar, sakna ykkar!!!!!
Ykkar Vigdís.
GLEÐILEGA PÁSKA DÚLLURNAR MÍNAR;-)
Hefði viljað senda ykkur eitt frá Nóa Síríus en vissi ekki addressuna......segi ykkur bara hvaða málshátt ég fékk; Bylur mest í tómri tunnu!!!!! Best að þegja;-0 Njótið dagsins....á að fá sér suðurammmirískt súkkulaði??? Luv.
p.s. mamma, svessi og tvíbbarnir eru að horfa á djeims bond í spilavítinu konuglega!!!.....mjög kristilegt!!!
GLEÐILEGA PÁSKA BÖRNIN GÓÐ!
Allt gott að frétta héðan. Þið eruð ekkert smá heppin að vera ekki heima núna, því þá væruð þið að drepast úr þynnku eftir brúðkaupið þeirra Jóa frá Rifkelsstöðum og Elvu.
Bestu kveðjur. Pabbi og mamma.
halló ferðalangar.
takk kærlega fyrir okkur, leiðinlegt að þið gátuð ekki komið í brúðkaupið en það var allt tekið uppá video þannig þið getið fengið sjá það þegar þið komið heim. við verðum í brúðkaupsferðinni okkar þegar þið komið á klakann en við sjáumst þá bara í júní þegar við komum heim...
hafið þið það sem allra best það sem eftir er af ferðinni maður verður bara öfundsjúkur á því að lesa ferðasögurnar :)
kv. Elva og Jói
GLEÐILEGA PÁSKA STEBBI OG ERNA.
HVERNIG VAR Á PÁSKUNUM HJÁ YKKUR ?
ER GAMAN Í GVATEMALA ?
HVAÐA TUNGUMÁL ER TALAÐ ÞARNA ?
ERU ÞIÐ BRÚN ?
HVAÐ ER SKEMMTILEGAST Í GVATEMALA ?
ÉG ER AÐ FARA AÐ KEPPA Á AKUREYRI UM NÆSTU HELGI.
ERU ÞIÐ BÚIN AÐ FARA Í RÚSSÍBANA ?
HLAKKIÐ ÞIÐ TIL AÐ FARA TIL ÁSTRALÍU ?
OG HVENÆR FARIÐ ÞIÐ ?
KVEÐJA ARNA PETRA SVERRISDÓTTIR :-)
Já alltaf sama letin í ykkur hehehe en engar áhyggjur ég er búinn að vera húðlatur líka um páskana þannig að þið þurfið ekkert að skammast ykkar hehehehe
Kram og knús
ómægod hvað er langt síðan hefur heyrst í ykkur blómin mín, er ekki allt í gúddí?????
Jú tad er sko allt gott ad fretta af okkur. Bloggletin bara enn vid vold :) Lofa ad tegar vid komum til fiji kemur gott blogg!! En verd nu ad svara spurningalistanum goda fra ornu :)
Páskarnir voru alveg frabaerir hja okkur, soludum okkur i El Salvador og erum ordin geggt brun! I guatemala er buid ad vera mjog gaman, her er tolud spaenska. Segi allt tad skemmtilega sem vid gerdum her i naesta bloggi:) Erum ordin svaka spennt ad halda afram, forum til astraliu a tridjudaginn 17. april. Erum ekki enn buin ad fara i russibana, en aldrei ad vita seinna i ferdinni!! Gaman ad heyra i ter elskan, og vonandi gekk vel ad keppa.
Vá hvað er gott að heyra frá ykkur! Ég sakna ykkar miiiiiiikið og langar svo að heyra í ykkur röddina, má ég hringja í ykkur á afmælisdeginum hans Stebba eða kostar það mikið fyrir ykkur?
Lovjú, ykkar Vigdís. :o)
Halló!
Fylgist nú alltaf með þó ég hafi ekkert kommenterað nýlega. Búin að vera í klíník á lyfjad. FSA, mjög lærdómsríkt og gaman. Nú hefst lestur fyrir próf :S Ekki seinna vænna!!
Hlakka til að lesa næsta blogg
knús gamla uppáhalds!! ;)
Skrifa ummæli