mánudagur, 7. maí 2007

Guten Tag...

Jább, það eru svo margir þjóðverjar hér í Ástraliu að það getur verið að við bara tölum þýsku þegar við förum héðan...hver veit :)

En annars er planið að fara leggja í´ann til Víetnam í fyrramálið, vonandi gengur það upp í þetta sinn hehe. Erum allavega komin með vegabréfsáritunina núna svo það ætti ekkert að stöðva okkur...nema það bíði okkur eitthvað enn í Sydney. Við allavega komumst að því hvað það var sem beið okkar hér síðast, þær klikkuðu systur Hulda og Ólöf (og co.) voru búnar að kaupa handa okkur miða í leikhús sem við skelltum okkur á á laugardagskvöldið. Ekkert smá gaman, söngleikur sem heitir Pricilla (sbr. bíómynd) og er um nokkrar dragdrottningar sem fara til Alice Springs til að hafa sýningu. Mjög skemmtileg sýning með alveg svaka söngvurum og við höfðum ekkert smá gaman af. Svo takk alveg æðislega fyrir okkur :D

Annars gat þessi auka vika hér í Sydney hreinlega ekki verið betri, við meira að segja komumst í ódýru bjórmenninguna svo það er yfir engu að kvarta hehe. Það er eitthvað um að vera flest kvöld á þessu hosteli sem við erum á, og yfirleitt frír bjór með...og jafnvel frír matur líka. Þetta er annars ekkert smá fyndið hostel...Það er e-r strákur sem á það, og hann fékk það í afmælisgjöf frá foreldrum sínum (eiga víst alltof mikla peninga). Svo er annar strákur sem er manager, tvítugur strákur frá Kanada sem er í orðsins fyllstu alltaf fullur. Yfirleitt kominn með bjór í hönd strax á morgnana...og djammar hvert einasta kvöld. Svo það er nú ekki stressið á okkur þarna hehe. Við sem fórum á þetta hostel bara afþví það var ódýrt, okkur leist ekki einusinni vel á það því það var svo sóðalegt og mikið af pöddum. Annars erum við orðin svo ónæm fyrir því núna, okkur finnst bara cosy að kúra með nokkrum kakkalökkum (eða svona næstum því:) Hver hefði trúað mér til þess áður en við fórum...Líklegast enginn!!

En já, minntist á að það væru svo mikið að þjóðverjum hérna...bara á okkar hosteli eru búnir að vera 5. Yfirleitt er giskað fyrst að við séum frá Þýskalandi, bara því það eru svo margir í Ástralíu. Svo er það Svíþjóð þegar fólk er farið að pæla (eins og hefur verið alla ferðina, fyrst giskað á að við séum frá Svíþjóð þegar fólk heyrir okkur tala). Eftir það kemur runa (Írland, Noregur o.s.frv.). Svo þegar við segjumst vera frá Íslandi lifnar alveg yfir fólki og við fáum fullt af spurningum og svo er endað á því að fólk segist aldrei hafa hitt neinn frá Íslandi áður (kemur í svona 99% tilvika...sem það skilur þegar við segjum þeim hvað íslendingar eru margir, eina skiptið sem það var ekki var i Antigua...enda fullt af Íslendingum þar hehe). Þegar þjóðverjarnir segjast vera frá Þýskalandi hér er það víst...ohh enn einn þjóðverjinn og samtalið dvínar út ;)

Annars er ég að spá í að lýsa því bara í myndum hvað við erum búin að gera hér þessa vikuna:


Við slógum nokkrar kúlur í Sydney Olympic Park, geri aðrir betur :)


Fórum í leikhús


Lágum á stöndinni


Jahh, eða allavega ég. Ofvirkur.is gróf holu á meðan:

Stebbi fann sér vinnu í 2 daga við smíðamennsku...mjög gaman að prófa að vinna hér ;)



Ég fékk enga vinnu svo ég var fín frú á meðan...


Og auk þess fórum við í bíó á Spidermann 3 sem var bara alveg ágæt.


Gott að það sé aðeins að lifna yfir kommenturum. Hefðum við vitað fyrirfram hvað við yrðum lengi hér hefðum við alveg örugglega kíkkað til Adelaide...við vorum nú komin langleiðina þangað í húsbílnum okkar góða...förum klárlega þangað næst ;)



Jæja, best að fara að pakka. Verðum vonandi í Víetnam þegar við bloggum næst :)
Kv. Erna og Stebbi

14 ummæli:

Unknown sagði...

Jæja krakkar mínir, gott að þið nutuð tímans í Ástralíu og góða ferð til Víetnam :)Gimbrarnar á Hríshóli þetta árið verða örugglega meira og minna nefndar eftir löndum og heimsálfum hehe góð hugmynd ;) Ég á tvö próf eftir núna, var sko á leiðinni í orðabókina góðu ;) en varð að athuga með ykkur fyrst. kv. HBH

Nafnlaus sagði...

ALLTAF SAMA STUÐIÐ Á YKKUR;-) VONANDI GENGUR VEL AÐ KOMAST TIL VIETNAMOG ÞÁ GETIÐ ÞIÐ FARIÐ AÐ SÖTRA ÓDÝRT Á NÝ;-) LUV, KNÚSS OG KISS.....HEI ANNARS, ÞIÐ MISSIÐ AÐ EUROVISIONPARTÝINU HJÁ MÉR Á LAUGARDAGINN...JÁ OG KOSNINGUNUM!!!!! KUSUÐ ÞIÐ ÁÐUR EN ÞIÐ FÓRUÐ ÚT?????

Nafnlaus sagði...

...en hvað með að búa í Nökkví í júní????

Nafnlaus sagði...

...en hvað með að búa í Nökkví í júní????

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, Brynja frænka frá Akureyri, amma Lalla sagði okkur frá þessari síðu, reyndar skrifaði hún ernaogstebbi "bil" blogg "RSPOT.COM" veit ekki alveg hvaðan hún fékk það, en við fundum þetta á endanum, svo bara kær kveðja frá Spretts familíunni:)

Nafnlaus sagði...

Jahaa tad hefdi sko verid geggjad ad hitta ykkur og fa ykkur i heimsokn! Sko meira en velkomin :) Jaeja kannski bara naest :) hihi
Finnst ykkur ekki geggjad ad vera herna i Astraliu ?? :):) astralar eru svo libo a tvi !! :) hvad aetlidi ad vera lengi i astraliu ?? :)

Knus !
Gudny i Adelaide ... the city to be in!! ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ krakkar, þvílíkt gaman að kíkka á ykkur! Ég heyrði í Ömmu Löllu um daginn, Hún var mikið að spá í hvernig ykkur gengi. Heimsmanneskjan sú!
Ég gaf henni bloggið í gegn um síma, tel hana góða að hafa náð því næstum því!!!
Hún hoppaði sennilega hæð sína yfir því að hún gæti fylgst með ykkur í gegn um börnin Unnar systur pabba.
Nú er bara spurning hvaða gildru við getum lagt fyrir ykkur í Víetnam........
en, svona til gamans, eru hér hegðunarreglur í Víetnam, sem ég fann á síðunni:
http://www.trucxanh.org/myvsa/htmls/traditions2.html

ÞAÐ ER VISSARA FYRIR YKKUR AÐ HAFA YKKUR VEL!!!!!!!
YKKAR HULDA.
GENERAL ETIQUETTE

* Note: For the Vietnamese living abroad, the traditional etiquette changes slightly adapting to the western etiquette.

* Vietnamese culture is concerned more with status (obtained with age and education) than with wealth.

* Breaking a promise can be a serious violation of social expectation. It is very difficult to re-establish a lost confidence.

* When inviting a friend on an outing, the bill is paid for by the person offering the invitation.

* Vietnamese may not take appointment times literally, and will often arrive late so as not to appear overly enthusiastic.

* Speaking in a loud tone with excessive gestures is considered rude, especially when done by women.

* Summoning a person with a hand or finger in the upright position is reserved only for animals or inferior people. Between two equal people it is a provocation. To summon a person, the entire hand with the fingers facing down is the only appropriate hand signal.

* The elderly grandparents and parents are taken care of until they die.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ

Vonandi hafið þið það gott á ferðalaginu.. ég gat ekki annað en hlegið að holunni hans stebba.. góð hola...

ætlaði annars bara að kvitta fyrir heimsóknina..

kv. Elva, Jói og stóra bumban

Nafnlaus sagði...

Hæhæ...vildi bara kvitta fyrir mig ;) Fylgist alltaf reglulega með ferðalaginu ykkar...gaman að fylgjast með ;)


Helena verkfræðiskvís :*

Nafnlaus sagði...

Aetludum bara ad lata vita ad vid erum enn a lifi tar sem vid hofum ekki tima til ad blogga naestu daga :) Mikid ad gera i vietnam a stuttum tima svo vid reynum ad nota hann sem best!
Kv. E&S

Nafnlaus sagði...

juminn hvað var gott að heyra að allt gengur vel....var farin að óttast um ykkur;-0 Njótið hverrar mínútu og svo bara bíðum við spennt eftir næstu færslu:-)

Þura sagði...

Hæ,

Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

Ég sendi smá póst á hi-póstinn þinn Erna.

kveðja, Þura

Karen Olga Ársælsdóttir sagði...

HÆHÆ! Gaman að fylgjast með ykkur og takk fyrir póstkortið sem kom í dag!

kv, Skutlurnar í LÍ

parvina sagði...



Your article is very helpful. you can visit my website.
download xe currency app