Bula Bula allir saman. Vonandi áttuð þið öll góða páska.
Okkar voru alveg einstaklega góðir, lágum steikt í sólinni í El Salvador...gátum held ég ekki haft það betra svona fyrir utan smá magapest. En það hindraði okkur nú ekki :)
Annars erum við núna búin að kveðja Latin Ameríku, gerðum það með söknuði. Erum búin að eiga alveg frábæran tíma þarna og erum meira en til í að fara þangað aftur! Náðum alveg að lifa okkur inn í menninguna þarna og erum án efa farin að meta það sem við eigum heima mun betur en áður en við fórum. Við svosem fengum aldrei alvarlegt menningarsjokk, en engu að síður er þetta ekkert smá ólík menningunni heima. Vonum bara að við gleymum ekki hvað við höfum það gott um leið og við komum heim.
Seinustu dögunum í Guatemala eyddum við í að skoða örlítið. Þegar við komum til baka frá El Salvador áttuðum við okkur á því að við vorum ekki búin að skoða neitt í kringum okkur, bara rétt labba á milli baranna í Antigua (ekki að það hafi verið eitthvað slæmt :) og héngum með krökkunum frá Íslandi. Reyndar var það alveg einstaklega þægilegt þ.e. að taka smá frí frá því að vera að skoða og skoða. En allavega...á mánudaginn fórum við í eldfjallaferð, löbbuðum upp á Pacaya sem er virkt eldfjall rétt hjá borginni. Það var alveg svakalega gaman, ekkert smá flott! Þar bókstaflega löbbuðum við við hliðina á rennandi hrauni! Við vorum mjög heppin þar sem 3 dögum áður hafði hópur þurft að bíða uppi í 3 tíma þar sem það byrjaði að rigna þegar þau voru þar sem heitast er og því sást ekki neitt vegna uppgufunar. Þegar við vorum alveg að komast upp byrjaði að rigna og fararstjórinn sagði að við hefðum 10 min í viðbót áður en við þyrftum að fara niður aftur. Þá byrjuðu allir að hlaupa upp til að komast aðeins nær...en svo hætti að rigna og birti all verulega til þannig að við gátum klárað að labba upp og skoða þetta miklu betur, sem betur fer því þetta var svakalegt. Og enginn smá hiti!! Við náðum nokkrum ansi góðum myndum videoum þar sem sést hvernig hraunið er að leka (myndirnar koma seinna inn þar sem við erum ekki með vélina núna).
Daginn eftir fórum við í ferð til að skoða stærsta vatnið í mið ameríku, Lake Atitlan. Við komum til Panajachel um 11 um morguninn og þá byrjaði strax maður að reyna að selja okkur privat ferð um vatnið...á 500Q. Við héldum nú aldeilis ekki, allt allt of dýrt og ætluðum bara í public bátinn. Hann gaf sig ekki frekar en aðrir sölumenn á þessum slóðum og við enduðum með að fá ferðina fyrir 320Q sem við vorum bara mjög sátt við :) Því fengum við privat bátsferð um vatnið, og það var stoppað á 3 stöðum í ferðinni (það erum litlir bæir allt í kringum vatnið) og eins og sjá má á myndinni njóta eldfjöllin sín alveg einstaklega vel þarna! (þetta er nú reyndar ekki okkar mynd, en þær koma inn fljótlega). Eftir að hafa skoðað okkur aðeins um í bænum, og verslað aðeins á markaðnum fórum við til baka með shuttle til Antigua. Það var án efa sú allra versta ferð sem við höfum farið í í þessu ferðalagi, og höfum við þó farið í þær nokkrar misjafnar! Ég var virkilega farin að halda að greyið bílstjórinn væri mjög óhamingjusamur og vildi ekki lifa þessu lífi lengur og hefði ákveðið að taka okkur með sér. En sem betur fer komumst við heil á höldnu, en vorum þó alveg næstum klukkutíma fljótari til baka!
Um kvöldið tókum við síðasta djammið í Antigua, mjög gaman. Reyndar bara ég þar sem Stebbi fór í mótorhljólaferð snemma daginn eftir...en ég, Sandra og Gulla skemmtum okkur ansi vel til lokunar á skemmtistöðum :)
Á miðvikudaginn fór Stebbi ásamt Hemma og Matta í svaka hjólaferð sem var víst alveg mjög skemmtileg. Ég var mjög fegin þegar hann kom heill til baka, því eins og við öll vitum er það ekkert sjálfsagður hlutur þegar Stebbi á í hlut hehe. Á meðan ákvaðum ég, Sandra, Gulla og Hulda að eiga letidag og fórum á fínasta hótelið í bænum og lögðumst við sundlaugina í sólbað, einstaklega þægilegt :) Um kvöldið var svo ekkert annað eftir en að kveðja, eftir að hafa átt frábæra daga í Antigua erum við tilbúin að halda af stað og byrja að túristast að nýju! Svo takk fyrir okkur :)
Lögðum af stað snemma á fimmtudagsmorgni (eða seint um nóttina öllu heldur) á flugvöllinn og byrjuðum langt ferðalag. Byrjuðum á að fljúga til El Salvador, og þaðan til LA. Flugið til LA var frekar ókyrrt...en lendingin toppaði samt allt! Flugvélin hreinlega hoppaði og skoppaði og við héldum virkilega á einum tímapunkti að hún myndi fara á hliðina (eða allavega eins langt og vængirnir leyfa)...höfum allavega aldrei heyrt jafn mikil öskur í flugvél áður og töffarinn við hliðiná okkur varð alltí einu eins og lítill hræddur strákur. En sem betur fer fór þetta allt vel :) Við tók þá 9 tíma bið á flugvellinum í LA en áður en við vissum af vorum við lent á Fiji, og alltí einu kominn laugardagur. Við semsegt misstum úr föstudaginn 13. sem er alveg einstaklega heppilegt þegar maður er flughræddur og þarf að fljúga :) Þegar við vorum í suður og mið ameríku vorum við 5-6 tímum á eftir, nú erum við 12 tímum á undan! Hótelið okkar hér er svakalega cosy, þurfum í raun ekkert að fara út af því þar sem það er hægt að snorkla, kafa, surfa, fara í veiðiferðir, ferðir um eyjarnar í kring o.m.fl. en við ákváðum samt aðeins að skella okkur til Nadi sem er bær rétt hjá áður en við lokum okkur inná Hótelinu :)
Langar svo að óska henni Dísu Skvísu til hamingju með afmælið í dag :) Getur verið svoltið erfitt að ná í okkur vegna tímamismunarins, auk þess sem við höldum að það sé ansi dýrt að hringja. Allavega vitum við að ef við hringjum frá Ástralíu kostar mínútan rúmar 600 kr...svo spurning að láta bloggið nægja í bili :) Hafðu það gott í dag og dekraðu nú extra mikið við sjálfa þig!
Og svo á Íris mín afmæli á morgun, til hamingju með það elskan..kiss kiss.
Kv. E&S
föstudagur, 13. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Hola Matti hérna frá Guatemala.. Ég var að reyna muna um daginn hvað nafnið var á staðnum sem er staðsettur í Víetnam .. mundi það ekki þá en hann heitir Halong Bay ættið að kíkja á hann ;) .. Skemmtið ykkur bestu kveðjur Matti
Hæhæ
Er búin að fylgjast grannt með ferðinni ykkar og öfunda ykkur mikið. En aldrei eins og núna held ég. Þið eruð nottlega bara á draumastaðnum. En hafið það gott áfram.
Kv. Helga Ólöf
Hæ hæ elskurnar.gott að allt gangi vel og að þið hafið komið lifandi útúr fluginu. haldið áfram að skemmta ykkur svona vel, og njótið Ástralíu í botn.
við erum nú samt alveg farnar að sakna ykkar. en það verður bara enþá skemmtilegra að sjá ykkur.
Ástar og saknaðarkveðja.
Embla Katrín og Kolla
Gott að heyra frá ykkur elskurnar;-) Var á Akureyri um helgina með Örnu Petru, hún stóð sig voða vel á fimleikamótinu og fékk hópurinn hennar gull og svo fékk hún gull skottan litla í samanlögðu hjá einstaklingum, duuuuullllleg! Mín stolt;-) Við kíktum í Klauf, í kirkjugarðinn og settum blóm og kveiktum á kerti, fórum til afa Axels sem var bara í stuði, síðan á ömmu Birnu - í stuði...., og enduðum á ömmu Löllu sem var bara í stuði lika! Hresst gamalt fólk;-) Við sváfum í Glerárskóla á dýnu....gamli skólinn minn síðan í 1.-3. bekk, fann sjúklega fyndna bekkjamynd af Huldu og hennar útskriftarbekk og jiminnn hvað hún var sæt í don cano gallanum sínum með ljósu lokkana út um allt;-0 Jæja, læt þetta nú duga, heyrumst síðar - luv:-)
Halló
Ég er bara að kvitta fyrir lesturinn,Helga er svo léleg, þykist eitthvað vera að lesa. Ég vona að þið hafið það skemmtilegt áfram.
KV.Rafmagnstöflu rotarinn!
Haha, rafmagnstoflurotarinn :)
En vildi annars bara minnast a ad tegar vid skrifudum sidustu faerslu var kominn 14. april hja okkur en tad er bara 13. a blogginu. Vid vitum ad tu att afmaeli 14. april Vigdis :)
hæ hó, það er greinilegt að þið hafið farið á svo marga staði sem ykkur langar að koma aftur á seinna, að þið verðið að safna fyrir annarri heimsreisu!!!
......takið mig þá með.....
Frábærar myndir hjá ykkur, rosalega gaman að skoða!!!
Ég prentaði út æðislega fyrirsætumynd af ykkur á bátnum, búin að setja hana á ísskápinn!
sakn sakn,
ykkar hulda.
djí..var að skoða myndirnar og það er sko greiiiiinilega búið að flatmaga aðeins í sólinni!!!! BRÚN!!! ;') kv. Óla bóla:-)
Takk elskurnar! Saknaði þess auðvitað að heyra í ykkur röddina en skil ykkur fullkomlega, bloggið nægir alveg í bili. :o)
Æðisleg myndin af ykkur!
Missjú, ykkar Vigdís.
Ekkert smá spennandi ferð hjá ykkur... fiji úff hljómar vel.. farið vel með ykkur og skemmtið ykkur rosa vel.. once in a life time experiance...
það er að koma sumar hérna.. alveg að koma...
Kv. Silja
Skrifa ummæli