miðvikudagur, 18. apríl 2007

Eg a afmaeli i dag, eg a afmaeli i dag !!!

Blom eru aftokkud, en gjafir ma senda i Hrishol eda leggja inn a reikninginn minn. Helst eitthvad mikid og flott!

Er a leidinni i husbil a flakk um Astraliu.

Kv. Stebbi

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko hér er 19 apríl og það er RÉTTI afmælisdagurinn þinn litla bróaskottið þitt;-0

T I L H A M I N G J U M E Ð A F M Æ L I Ð :-=
Elsku bró bró, mann enn þann dag þegar ég kom frekar seint um kvöld „heim“ (til ömmu og afa í Norðurgötu) og pabbi sat inn í eldhúsi frekar niðurlútur á svip. Jæja Óla mín, núna er mamma þín búin og til hamingju með systur þína!!!! Æi.....sagði ég, var að vona að þetta yrði strákur!!!! Jáhhh.....og það er strákur! gólaði pabbi í stríðnispúkagír og stökk upp og við knúsuðumst af gleði yfir því að þetta skildi nú hafa heppnast hjá þeim.....stóð held ég alls ekki til að koma með fjórðu stelpuna!!!! (sem ég skil ekki í því við 3 erum æði;-). En það var svo sannarlega gleðistund þegar þú fæddist og alla tíð síðan. Þvílíkur sprettur....þegar ég sá Incredibles og hann Hvata litla þá datt mér þú í hug....skransandi á strigaskónum í mölinni....óstöðvandi;-) Og brosið þitt og hláturinn.....og núna ertu bara orðinn STÓR MAÐUR og heldur að það sé eitthvað betra að vera í útlöndum!!!!! Furðulegt;-0
Jæja dúllan mín, vona að þú njótir dagsins í botn og segi í leiðinni GLEIÐILEGT SUMAR....hér eiga allir frí til tilefni (sumar)dagsins og við ætlum að skella okkur á tónleika í kvöld, þ.e. ég og krakkarnir því Svessi sveskja fór í einhverja málara-„vinnu“-ferð til Þýskalands í morgun. Ætlum að fara í Iðnó að sjá Vigdísi og VoxFos syngja frá sér vitið.....kannski röltum við í leiðinni og skoðum rústirnar í miðbænum eftir stórbrunann í gær!!! Ekki meira PRADA!!!! Eða Kaffi Ópera....eða fleiri staðir þarna á horninu á Austurstræti og Lækjargötu, sorglegt:-/
Jæja, njóttu þess í botn að vera í Ástralíu! Snilld! Biðjum að heilsa Ernu uppáhaldssnúllunni okkar sem varð svo sannarlegur sólargeisli inn í líf okkar allra:-) Njótið dagsins!
Nökkvógengið!

Nafnlaus sagði...

Elsku stebbi til hamingju með daginn og sumarið. það er yndislegt veður hja okkur í dag vonandi hjá ykkur líka. þetta er alveg frábært hjá ykkur eigið frábæran dag. við söknum ykkar mikið,,,, njótið lífsins...kveðja Bylgja og Emma

Nafnlaus sagði...

hæjjj elsku besti Stebbi... til hamingju með afmælið (hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Stebbi hann á afmlæli í dag) jibbí en já gleðilegt sumar líka. en það má ekki gleima að Skuggi á afmæli í dag:d hann er 21 árs en 3 vetra...það er sumargleði á melonum í dag, og ég fer á Garpi þangað. bið að heilsa Ernu besti systir í heimi kveðja Eydís, Skuggi afmælis hvolpur og Garpur!!!:d

Unknown sagði...

Til hamingju með afmælið Stebbi minn! Gott að vita að þið eruð komin heil til Ástralíu! Allt fínt hér, stóru krakkarnir og GSÓ á Andrés og gengur vel, Ingvi í 7. sæti í svigi í dag = pallur (kring um 40 keppendur í flokknum --> 7 verðlaunasæti) Hann þóttist vera búinn að semja um að ef hann kæmist á pall á Andrés þá fengi hann snjóbretti! Í dag var frí hjá Freydísi, bíó, sund og dótabúðin en svo keppa þau bæði á morgun og bara FEG á laugardaginn og þá er frí hjá IG.
Verð að segja að það er alltaf ferlega gaman að lesa commentin hannar Ólafar :)Gott að eiga góðar systur (og uppáhalds frænkur!!!)
Bestu kveðjur frá Dallas HBH

Unknown sagði...

Stebbi, spes frá gamla settinu á Hríshóli, hamingjuóskir til þín og góðar kveðjur til ykkar beggja. Var að tala við mömmu, :)
kv. HBH

Nafnlaus sagði...

Elsku Stebbi til hamingju með afmælið. og þið bæði gleðilegt sumar, það er þó búið að vera sumar hjá ykkur síðan í lok feb.
sólarkveðja.
Embla Katrín og Kolla

Nafnlaus sagði...

Elsku Stebbi minn hjartanlegustu hamingjuoskir 26. dulitid mikið. var að koma ur vinnunni.Her er skitakuldi. Ætlum a tonleikana hja Vox fox. olof kallar bless. Kossar til ykkar mother care.

Nafnlaus sagði...

Hæ hó, til lukku með daginn í gær, sendi þér sms í gær því það var nú í gær af því að það var 19. í gær,,,,,
Ég sendi þér hér mp3 af afmælissöngnum,,,,,
ég er dáldið hás og þreytt í röddinni,,,,,,
kann bara þetta afmælislag á norsku.....

en viltu hlusta því mér þykir svo vænt um þig!!!

Hurra for deg som fyller dit år...

Ég man líka eins og Ólöf þegar þú fæddist, ég stóð undir svarta símanum í Ægisgötu (já, undir veggsímanum!) þegar pabbi hringdi af sjúkrahúsin, og tilkynnti tíðindin. Ég hoppaði svo oft og lengi að mig svimaði.
Þú hefur verið svimandi gleði í lífi mínu síðan, (þrátt fyrir allskonar vesen og vandræði og enginn hélt að myndi rætast úr þér nema helst pabbi)og til lukku með þig, því "þú berð af" eins og miðillin sagði við mömmu þegar þú varst enn bara "hugmynd" og óskhyggja: mannvænleg börn munt þú eiga, en drengur mun þó af bera""

jeminn! búið bless,
þín hulda systir og co.

ekki gleyma að hlusta á linkinn af afmælissöngnum:
http://midtboe.net/mp3/Hurra_for_deg_som_fyller_ditt_ar.mp3

sendi hann líka á e-mail!!

Nafnlaus sagði...

Elsku Stebbi, til hamingju með afmælið í gær. Ég sendi þér líka sms í gær en veit ekkert hvort þú getur tekið á móti smsum þarna úti.

Ég man bara eftir bláa sloppnum sem mamma var í á sjúkrahúsinu þegar þú fæddist....... En ég er ekkert smá þakklát fyrir að þú fæddist fyrir 26 árum síðan, mikið hefðu æskuárin mín nú verið einmanaleg án þín! Pabbi þurfti reyndar stundum að byggja vegg úr ferðatöskum á milli okkar í bílnum þegar við vorum á ferðalögum, en þú varst líka alltaf að pína mig!!! En ég elska þig sam. :o)
Vona að þið hafið það gott í Ástralíu, bið að heilsa Harold!
kv. Vigdís.

p.s. tónleikarnir í gær í Iðnó voru bara geggjaðir, vildi að þið hefðuð verið á staðnum...bara næst!

Nafnlaus sagði...

Guð minn góður Hulda, hvar fannstu þennan afmælissöng?????? Þú verður að senda mér þetta!!! Vigdís

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ 26 ÁRA AFMÆLIÐ ÞITT
LIFÐU Í LUKKU EN EKKI KRUKKU.
1000 KVEÐJUR ARNA.