mánudagur, 19. mars 2007

Santiago - Chile, Lima - Peru..

Dvolin i Santiago var nu mun skemmtilegri en vid bjuggumst vid. Vid vorum komin med halfgerdan bommer ad aetla ad vera tharna i 4 naetur thar sem tad er of stuttur timi til ad fara e-d ut fyrir borgina og kannski heldur langur timi til ad vera bara thar. En vid vorum alls ekki i vandraedum med ad finna okkur e-d skemmtilegt ad gera tharna. Auk thess var verdrid alveg frabaert svo thad hjalpadi audvitad til :)

Best annars ad taka tad fram strax ad tetta er langt blogg svo bara lesid thad i hollum ;)

14/3 - 19/3
Um leid og vid stigum ùt ùr rùtunni i Santiago voru kallar sem stukku a okkur og reyndu ad bjoda okkur taxa eda hostel, eda bara eitthvad annad sem vid tyrftum. Vid akvadum ad profa ad nyta okkur tetta thar sem vid attum ekkert pantad. Teir syndu okkur myndir af hosteli tar sem vid attum ad geta fengid privat herbergi og gafu okkur upp verd sem okkur leist vel a. Svo kom nu i ljos ad tetta var a dormi...sem okkur leist ekki a thar sem vid vaerum ad fara ad vera tharna i 4 naetur. Tha baud hann okkur budget hotel sem okkur leist vel a, svo hann for med okkur thangad. Tha kom audvitad i ljos ad verdid sem hann gaf okkur var kolrangt og gellan i afgreidslunni algor fylu-kelling. Vid akvadum samt ad vera tharna eina nott, bara til ad losna vid toskurnar og geta farid ad leita sjalf ad nyju. Vorum lika voda vond og tipsudum kallinn ekki neitt, fannst hann ekki eiga thad skilid! Fundum okkur fljott nytt hostel sem var bara rett hja hotelinu, mun betra en helv... hòtelid.
Um kvoldid baud hostelid uppa myndasyningu af ferdum um Chile af Lake District sem er ekkert sma spennandi...en vid hofum nu ekki tima til ad fara svona ferd i tetta sinn, en gaman ad sja myndirnar :)

Daginn eftir tha fengum vid nokkud godar upplysingar a hostelinu um hvad skemmtilegast vaeri ad skoda i Santiago. Skodudum centralid sem er bara stutt fra Hostelinu. Thar er m.a. forsetabustadurinn (vitum nu ekki hvort hun byr thar alveg, en thad leit allavega tannig ut). Thad var haegt ad labba thar inn (reyndar ekki inn i husid, bara svona gard...), fullt af vopnudum vordum thar og thurfti ad leyta baedi a okkur og i toskunum adur en vid forum inn. Leytudum svo mikid af bokabud thar sem okkur vantar enn Lonely Planet baekur, en thad er ekkert grin ad finna thaer her i sudur ameriku. Roltum svo a markad sem var talsvert i burtu thar sem verid var ad selja allskonar fisk og kjot, og var um leid matsolustadur....alls ekki mjog girnilegt. Thar hekk einn madur utani okkur sem reyndi ad tala okkur til um ad borda tharna en vid hofdum nu ekki lyst a thvi. Um leid og hann sleppti okkur aetladi annar ad byrja, en vid vorum fljot ad hrista hann af okkur og fordudum okkur ut, frekar spes ad vera thana en gaman samt. Thetta var nu frekar vafasamt hverfi, mun fataekara en vid vorum buin ad sja annarsstadar. Kallin a markadinum benti mer a ad ef mer thaetti vaent um halsmenid mitt skyldi eg taka thad af mer thar sem thad vaeri gyllt. Gerdi thad nu reyndar ekki, og vid komumst klakklaust burt eftir ad hafa rolt sma um tarna :)
Akvadum ad koma vid a einu listasafni sem okkur leist vel a, Placio de Bellas Artes. Thar er fullt af malverkum fra Ìtaliu, Frakklandi, Thyskalandi og Chile, asamt fullt af styttum. Vid erum svosem alls ekki neitt svakalegt listafolk, en thetta var mjog flott og gaman. Aetludum svo bara ad fara ad rolta heim thar sem vid vorum buin ad labba ansi mikid og ordin frekar treytt, en saum tha e-n "hòl" sem vid saum folk fara uppa. Vid akvadum ad tekka hvad vaeri tharna og kom i ljos ad thetta var svaka kastali! Hann var reyndar lokadur, en haegt ad skoda hann ad utan og svaka utsyni thegar madur var kominn alveg uppà. Vitum samt ekkert meira um tetta thar sem ekkert er i Lonely Planet og gleymdum alveg ad tèkka betur a tessu. Forum eftir thetta a hostelid med vidkomu i Supermarket. Akvadum ad elda okkur sjalf um kvoldid sem var ekkert sma gott...tho maturinn se ad jafnadi mjog godur her i Sudur ameriku vorum vid farin ad thrà heimagerdan mat. Er nu ekkert ad segja ad pastad sem vid gerdum se neinn mommu - matur, en gott var thad ;)
Naesta dag var planid ad fara i Skyjakljùfa sem vid vorum buin ad heyra af, og lobbudum naestum alveg ad fjallinu daginn adur. Vid reyndar nenntum ekki ad labba thetta aftur svo vid vorum svaka hetjur og haettum okkur i metroid. Thad gekk svaka vel og var, surprise surprise, mun fljotlegra :) Thad var haegt ad taka svo litla lest uppa fjallid sem hafdi nu verid planid hja okkur en hun var audvitad lokud. Reyndar var lika haegt ad taka taxa upp, en thad fannst okkur nu ekki spennandi svo vid lobbudum thetta bara...fint ad koma ser i sma form fyrir Machu Picchu (tho tetta se nu "adeins" minna). Saum ekki eftir ad labba thetta thar sem vedrid var alveg frabaert og utsynid mjog flott...og vorum bara ruman klst. ad thvi. Forum beint i kljufana thegar upp var komid, og OMG...thar var sko flott utsyni!! Neita nu ekki ad eg var frekar lofthraedd thar, en lifdi thetta af :) Svo var haegt ad fara ùr kljùfunum a nokkrum stodum og skoda sig um, sem vid gerdum. Var m.a. mjog flott kapella tharna, og stytta og fl. En kljùfarnir hofdu nu alveg vinninginn! Adur en vid roltum nidur fjallid aftur logdumst vid i grasid og nutum solarinnar, ekkert sma cosy. Pontudum okkur svo Dominos um kvoldid, fyrsta sinn sem vid saum thad a ferdinni. Mjog gott, mjog bandariskt lika, enda allt innflutt..stod meira ad segja a matsedlinum :) Svaka party a hostelinu um kvoldid svo vid akvadum bara lika ad fara seint ad sofa tho vid vorum ekki i neinum djamm - hugleidingum, en thad hefdi hvort sem er ekkert verid haegt ad sofa...
...Vorum thvi frekar lot daginn eftir og akvadum til tilbreytingar ad labba ekki eins mikid thennan dag og hina. Thad for nu reyndar ekki alveg eftir thar sem vid forum a budarrolt til ad finna lonely planet og utivistabudir (okkur vantar tosku fyrir Machu Picchu). En thad bjargadi ad budirnar lokudu snemma thar sem tad var laugardagur...svo vid sòludum okkur bara vid sundlaugarbakkann i stadinn og vorum roleg thad sem eftir var af deginum. Forum svo snemma i rumid thar sem vid attum ad fara af hostelinu klukkan 4 morguninn thar sem flugid til Peru var rett fyrir 7...og frekar long bilferd a flugvollinn! Svafum reyndar eitthvad frekar minna thar sem thad var standandi party lika thessa nott, en planid var bara ad leggja okkur i velinni.

Vorum semsagt bara mjog satt vid dvolina i Santiago...hefdi verid skemmtilegt ad ferdast eitthvad um landid, en thad thydir bara LAAANGAR rutuferdir. Vorum bara rett ad komast inni myntina tharna tegar vid forum thvi tharna kostar allt marga marga thusundkalla thar sem 1 peso = 0.125 kr. a medan i Argentinu var 1 peso = 21 kr :)

Hehe Òlof minntist eitthvad a hvort vid thyrftum i medìferd eftir ferdina...held ad eg se i godum malum, en hef nu sma ahyggjur af Stebba. Bjorinn er svo òdyr her ad honum finnst hann alltaf vera ad tapa pening ef hann kaupir sèr ekki bjòr ;)

LIMA PERU

Lentum i Lima um 10 um morguninn, fundum okkur strax bil til ad komast inni borgina en leist nu ekki alveg nogu vel a blikuna. Greinilega mikil fataekt her og thegar vid vorum buin ad keyra i um halftima voru husin ekkert ad skana. En komum stuttu seinna ad hostelinu og thad var bara mjog fint og a godum stad (rett hja centroinu). Forum beint i thad ad leggja okkur thar sem vid svafum ekki vel i flugvelinni...til huggunar svaf madurinn aftan vid okkur einstaklega djupum og godum HROT svefni sem vid urdum mjog svo vor vid...svo thad var sèrstaklega gott ad leggja okkur adeins :) Voknudum svo uppur 3 og roltum i midbaeinn. Bjuggumst nu vid ad thad vaeri allt lokad thar sem tad var sunnudagur, svona midad vid hvernig thetta hefur verid a odrum stodum, en thvi var odru naer....allar budir opnar og voru opnar alveg til 6 eda 7. Sàum thvi strax ad thessi borg er frekar frabrugdin odrum ad svo morgu leiti. Thad t.d. hljop litil stelpa strax ad okkur til ad betla pening. Vid gatum nu ekki sagt nei vid thessi litlu blidu augu og gafum henni sma. Hefdum liklega att ad lata thad ogert thar sem tha hopudust fleiri litil born i kringum okkur (fra ca 2-5 ára) og lobbudu alveg stift a eftir okkur. Vid akvadum ad gefa ekki meira thvi tha faeru thau ekkert, og thurftum ad forda okkur inni bud til ad losna vid tau. Thessu hofdum vid aldrei lent i adur, ad bornin seu ein og engir foreldrar med...
En tharna fundum vid mjog goda bokabud med allveg hellings safni af lonely planet...og fundum lika hulstur utanum ipodinn minn sem vid vorum lika buin ad leyta ad alla ferdina, svo budirnar her eru allavega godar :) Keyptum svo lika svona mini - i doc station sem er haegt ad brjota saman i sma einingu...og er med bara alveg agaetis hljodi a taepan 700 kall isk. Svakalega god kaup thann daginn :) Akvadum svo ad gera eitthvad svona venjulegt um kvoldid og skelltum okkur i bìò a mynd med Hugh Grant og Drew Barrimor. Veit nu reyndar ekki hvad hun heitir a ensku, en hun var bara alveg agaet :)
Erum svo bara buin ad vera i rolegheitunum i dag, svosem ekkert mikid ad skoda her i Lima...allavega ekki i nagrenninu, en samt alveg indaelis stadur. Fljugum svo til Cusco mjog snemma i fyrramalid svo vid verdum liklegast bara roleg i kvold...Styttist svo odum i Machu Picchu sem vid hlokkum mikid til, spennandi ad sja hvort vid lifum thad af ad labba upp, kemur i ljos ;)

Stebbi var ad baeta einhverjum myndum inni gomlu albumin. Tha koma myndirnar i vitlausri rod a forsidunni, en ef thid farid inn i albumin (Argentina - Chile o.s.frv) tha koma thaer i rettri rod!

Kv. E & S

P.S.
Annars er stòr dagur a morgun. Prinsessan min hun Embla Lív a afmaeli og verdur 1 àrs. Mèr finnst nu alveg òtrùlegt ad thad se àr sìdan hùn faeddist, en svona er thetta vist. Til hamingju med daginn litla krùttid mitt :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Híhahh!!! Alltaf sama stuðið;-) Segðu bróður mínum að njóta hvers dropa því hann mun sennilega ekki hafa efni á ölinu þegar þið komið heim;-0 Jæja, nú erum við fjögur fræknu að skella okkur til London á fimmtudaginn, að drepast úr spenningi!!!! Farið nú vel með ykkur og farið varlega og ekki láta litlu fallegu betlaraaugun ná ykkur...krakkarnir eru oftast með einhverja „mangara“ bak við næsta horn og fá ekkert af þessu sjálf....því miður:-(

Njótið lífsins;-)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ elskurnar, gaman að lesa, flott að allt gengur vel og að það sé sama fjörið áfram, Stebbi ég er sammála að þú sért að tapa ef þú færð þér ekki bjór á hverju horni, þú ættir jafnvel að drekka 2 falt ef Erna er eitthvað slöpp í bjórnum.
Haldiði áfram að hafa það svona gott og njótiði hverrar sekúntu.
koss og knús
Kolla og Embla Katrín

Unknown sagði...

Betra að passa sig á svona körlum!!
Fínar myndir, hló eins og hálfiti þegar ég loksins sá fána á mynd og skildi hvað þið voruð að tala um :)
Allir biðja að heilsa hérna, líka óperan sem er fín, var að sýna henni myndirnar.
Hafið það sem allra best.
Helga Berglind

Nafnlaus sagði...

Hæhæ elskurnar okkar, frábært að geta fylgst svona vel með ykkur og séð hvað þetta er mikið ævintýri sem þið eruð í. En annars vildum við nú líka kvitta fyrir fallegri kveðju. Söknum ykkar get mikið og hlökkum alveg rosalega til að fá ykkur heim aftur:)
Ástarkveðjur Íris og Embla

Nafnlaus sagði...

Hæ, geðveikar myndir!!!
þið verðið sællegri með hverri myndinni. Ég keypti mér nýja tegund af brúnkukremi í gær,,,,,, er að borga hressilega fyrir það í dag, frekar röndótt!
Sennilega bara betra að fara í ljós!

Smá tatarasaga,
Ég lenti hrikalega í svona sorgmæddum barnaaugum og kolóðum mæðrum þegar ég var í St.Petersburg í Rússlandi. Þau réðust síðan á okkur í leit að peningum, en við náðum að flýja. Síðan þegar við vorum komin í hæfilega fjarlægð, sáum við hvítan lúxusvan sækja liðið!

skáliði nú í einhverju skemmtilegu krakkar,
njótið lífsins!

ykkar hulla sys.