laugardagur, 3. mars 2007

35 stiga hiti hja okkur...en ykkur? :)

Hae allir saman
Nú erum vid farin frá Buenos Aires, og óhaett er ad segja ad dvolin thar hafi verid yndisleg!
Thar sem vid hugsum thetta blogg líka sem dagbók fyrir okkur eftir ferdina aetla ég ad halda áfram frá sídasta bloggi...

28/2
Vid áttum hostelid bara í eina nótt, svo vid ákvádum ad skipta um baejarhluta, og fundum okkur nýtt hostel í Recoleta hverfinu. Allt onnur stemning í thessu hverfi sem er mun snyrtilegra og fínna, en miklu sterkari kúltúr í San Telmo, enda er adal Tangó - stemningin thar. Byrjudum svo á thvi ad fara á Bus stationid og kaupa okkur mida til Puerto Iguazu (thar sem vid erum nú) um kvoldid 2. mars med naeturrútu. Vorum annars bara róleg thennan daginn, og lobbudum mikid um, fundum m.a. svaka fína verslunargotu og risa moll en ég var ofga sterk og versladi ekkert ;) A thessu rolti fundum vid ferdaskrifstofu sem seldi okkur mida á Tangó show kvoldid eftir...algjort must ad kíkka á svoleidis thegar madur er í BA!
Eyddum svo restinni af deginum á hofninni, roltum medfram sýkjunum...alveg yndislegt ad vera thar. Thvilikt gott vedur, svo vid bara sátum og sotrudum bjor thad sem eftir lifdi kvolds og drukkum stemninguna í okkur og fylgdumst med mannlifinu. Forum tharna strax ad sjá eftir ad hafa keypt okkur mida frá BA svo fljotlega...

1/3
Voknudum nokkud timanlega thennan morguninn og forum í morgunmatinn. Hefdum nú ekki misst af miklu tho vid hefdum sofid hann af, thurrt braud med karamellumysing (eda eitthvad í thá áttina) og vatn ;) Okkur líkadi annars nokkud vel vid thetta hostel, en their áttu ekki private herbergi laust, svo vid aetludum ad gerast svaka hetjur og vera á dormi eitt kvold... nema tha áttu their bara laust í einu 10 manna og einu 12 manna (semsagt í sitthvoru herberginu...) sem okkur fannst nú of mikid af thvi goda og roltum yfir gotuna og ákvádum ad splaesa í hótel eina nótt...sem var aedi, alveg dansad i kringum okkur :)
Á medan vid vorum inni á hótelinu byrjadi ad HELLI rigna, alveg eins og hellt vaeri úr fotu...En vid létum thad nú ekki á okkur fá og skelltum okkur bara í regnslárnar og roltum af stad. Aetludum ad fara í dýragardinn, en fottudum ekki ad thar sem thad var rigning var lokad (audvitad...:) Svo eftir ad hafa labbad í 2 tima thangad og vorum hvort sem er ordin blaut ákvádum vid bara ad labba adra leid til baka og sjá meira :) Thegar vid loksins komum til baka á hotelid fór ég í mjog langthrad bad (buin ad hlakka til allan daginn)...og svo fórum vid aftur nidur ad hofninni til ad borda ádur en vid faerum á Tangóshowid...sem var alveg svakalega gaman. Ég vaeri sko alveg til í ad kunna ad dansa svona fínt tangó, en held thad verdi nú bara í draumi ;) Thegar vid komum aftur á hótelid uppúr midnaetti fórum vid beint á netid til ad tékka hvort vid gaetum ekki frestad rútuferdinni, til ad vera lengur í BA :) En thad var bara vesen svo vid ákvádum ad halda bara vid sett plan...Enda ekki gód spá framundan í Puerto Iguazu (sem er nú reyndar ekki ad standast ennthá...)

2/3
Byrjudum daginn á ad fara í svaka gódan morgunmat..einhversstadar liggur munurinn á verdinu á hosteli og hótlei ;) Ákvádum svo ad gera adra tilraun til ad fara í dýragardinn thar sem thad var alveg glampandi sól tennan daginn (nenntum samt ekki ad labba aftur) , og thad var sko alveg thess virdi...alveg frábaert thar, sáum úlfalda, sebrahesta, bamba, ljón, tiger, gíraffa og svo maetti lengi telja! Versludum svo pinu á leidinni til baka frá gardinum (var bara adeins of freistandi til ad standast thad...!), nádum í toskurnar okkar og forum svo..hvert haldidi.. ad fá okkur ad borda audvitad á hofninni :) Svo mikid af girnilegum stodum thar, og alveg yndislegt ad sitja thar i godu vedri. Fórum svo í rútuna, sem var alveg svakalegur limmi svo vid sváfum langmestan hluta af ferdinni :)

3/3
Komum um hádegi hingad til Puerto Iguazu, thvílíkur hiti og fallegt vedur. Thetta er ordid svona frekar mikid túristatorp, en samt alveg mikil sveita stemning hér. Fólk keyrir mikid um á vespum hér, og thá oft t.d. mamman, pabbinn og litla barnid bara á milli theirra, og audvitad enginn med hjálm...saejum thetta líklega seint á íslandi :) Fórum svo og keyptum okkur ádan ferd um fossana á morgun, og á hinn daginn forum vid og sjáum fossana baedi Brazilian og Paruagy side...sem okkur finnst svaka spennandi. Svo er víst stoppad í e-m bae í Paruagy thar sem electronic vorur eru víst svaka ódýrar, verst vid eigum baedi ipoda og erum med 2 myndavélar, svo vid eigum líklegast bara eftir ad horfa á hvad thetta er allt ódýrt :) En eftir thessar ferdir aettu nú ad koma inn skemmtilegar myndir!...annars er stebbi búinn ad vera ad baeta inn myndum núna...vonandi eru thaer bara lika skemmtilegar :)

Annars á afi afmaeli í dag, svo endilega einhver sem les thetta og talar vid hann má skila kaerri kvedju til hans frá okkur (Helga mín, hef tig sterklega í huga thar sem mamma, pabbi og elmar eru úti, allavega eina sem hefur kvittad;)

Má annars til med ad minnast á thad ad bjórinn hérna er alveg hrikalega ódýr...2 bjórar kosta 7 peso ( ca.150 kall) og svo 650 ml kostar 5 peso (120 kall) svo vid verdum med stóra bjórvomb thegar vid komum heim. Annars er líka bara allt mjog ódýrt, hofum t.d. aldrei borgad meira en 10 peso í leigubíl sem er 210 kr....og aetla nu ekki ad byrja ad tala um hvad maturinn er ódýr ;)

Vid erum semsagt alveg einstaklega ánaegd med thad sem komid er af thessari ferd...vaerum til í ad vera bara alltaf hér í argentinu, thetta er svo yndislegt land og folkid svo indaelt líka! Ekki skemmir svo ad thad er frábaert vedur og allt svo ódýrt :) Og erum hreint ekki ad fíla okkur minna hér í puerto Iguazu...ad fara úr borgarfílingnum í sveitastemninguna á mjog vel vid okkur, en samt algjorlega baedi betra!!!!

Jaeja, best ad koma sér út í hitann...vonandi ad einhver hafi nennt ad lesa í gegnum thetta allt!

Kv. Erna og Stebbi

p.s. Hulda, vid getum lesid stafina ;)

10 ummæli:

Unknown sagði...

Það er nú bara í núllinu hjá okkur!! :) Gott að geta fylgst með ykkur og gott hvað allt gengur vel. Ég er búin að tala við pabba enda klukkan að verða 11, skila kveðjunni bara á morgun :)Sagði honum reyndar frá blogginu og því sem ég var búin að lesa. Við höldum áfram að fylgjast með ferðinni (gott að hafa google earth). knús, Helga Berglind og co

Viðar sagði...

Gaman að fylgjast með ykkur í sól og regni, ég ætlaði víst alltaf til Suður Ameríku þegar ég var ungur en fór aldrei. Líklega eins gott að sýna viljastyrk gagnvart innkaupum strax í byrjun, fyndið að ímynda sér að þí ðkeyptuð svona 1-2 hluti á dag alla ferðina. Gangi ykkur sem best
Viðar

Nafnlaus sagði...

Jeminn einasti hvað það hlýtur að vera gaman hjá ykkur! Vildi bara kasta á ykkur kveðju og láta vita að ég fylgist spennt með þessari ævintýrasögu á hverjum degi... trúi varla að hún sé sönn! :o)

Ykkar Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra hvað þið hafið það gott. Njótið njótið... eins og þið getið, það er eina sem ég get sagt. En erna ég er ekki búin að fara m. umsóknina í hí enþá, hljóp upp í hí á föstudaginn til þess að gera það, en þá var auðvitað lokað. Gummi ætlar að skuttlast með hana í dag.
Sella

Nafnlaus sagði...

Vúshívúshívúshí
Ég er sko alveg að drepast úr öfund hérna og á eftir þegar ég fer að sofa þá ætla ég að gráta mig í svefn ýfir því að ég bý í danmörku þar sem að er bara 8 stiga hiti og rigning eins og er vælvælvælvæl. En nóg með það gaman að sjá að þið skemmtið ykkur vel og farið þið nú samt varlega þótt allir séu yndislegir, það geta alltaf legið úlfar í sauðargærum allstaðar. Og svo Stebbi minn Liverpool tapaið því miður ósanngjart fyrir Manchester 0-1 með marki á 90 mínútu. Lifið heil

Nafnlaus sagði...

Hæ hó, virkilega gaman að lesa alla söguna!!! Reyni að sjá þetta allt fyrir mér, og dreyma um slíka ferð! hlýtur að vera ævintýri líkast!
til lukku með afa þinn Erna mín, ég sé að hann á afmæli 3ja mars og þá átti afi Axel afmæli 4 dögum á undan eða 27.feb, og Ólöf stóra didda fertug dag 6.mars og svo.......... nei, ætla nú ekki að telja ættina upp hér.

En, stórveizla í Nökkvavogi í kvöld, hugsum til ykkar!!!
knús og kossar, hulda og co.

Nafnlaus sagði...

eeeeesssskurnar mínar! Takk fyrir fallega lampann sem mun lýsa mér upp á dimmum sem björtum dögum...þegar dimmerinn er á hæsta get ég jafnvel farið í ljós svo ég kalla hann ljósalampann;-0 ÆÐI FLOTTUR! Og takk fyrir sms-afmæliskveðju kl. 02.36 í nótt;-) Hvað var klukkan hjá ykkur þá????? Það er snilld að geta fylgst með ferðalaginu ykkar og vonandi komist þið sem oftast á netið.....svo biður amma Lalla voða vel að heilsa, var að heyra í henni áðan og hún var svo spennt að vita hvar þið væruð stödd, var að spá í hvort væri töluð spænska þarna og svoleiðis;-)
Jææææææja, ekki meira í bili, túllillítúúú;-)

Nafnlaus sagði...

ohhh ææði að fá að fylgjast með ykkur....ég fór alveg á flug þegar ég las bloggið, alveg eins og ég væri bara þarna með ykkur!
Farið vel með ykkur ;)

Nafnlaus sagði...

var að tala við ömmu de. hún biður kærlega að heilsa og líður vel í íbúðinni og hún er mjög ánægð með fataskápinn ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ elskurnar. gaman að lesa ferðasöguna ykkar. haldiði áfram að hafa það gott og skemmta ykkur.
kv. Kolla og Embla Katrín