miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Styttist og styttist

Jább, ákvað að beila á ernaogstebbi.bloggar.is...er ekki svo hrifin af því. Blogspot er miklu betra, allavega finnst mér það ennþá! Alltaf eitthvað bilerí á bloggar.is. En við eigum allavega eftir að hafa það til vara ef blogspot klikkar eitthvað.. Svo þið sem voruð búin að kommenta á gömlu verðið bara að gera það aftur hér ;)

En það er sko óhætt að segja að það styttist óðum í þetta hjá okkur. Bara 5 dagar...sem er ekki neitt. Neita ekki að það er kominn smá fiðringur í magann, en við erum samt mjög róleg yfir þessu öllu þar sem það er svo mikið að gera hjá okkur þessa dagana að við höfum lítinn tíma til að hugsa hvað þetta er stutt. Elmar bróðir kom suður um helgina á bílnum mömmu og pabba með kerru og náði í alla búslóðina okkar. Kom okkur mjög á óvart hvað við eigum mikið af dóti, en samt vorum við þvílíkt dugleg að henda. Svo tók hann Emmu (kisuna okkar sætu) norður svo hún er komin í sveitasæluna þar sem henni líður best...þar hefur hún stórt hús og alltaf fólk í kringum sig sem henni finnst voða gott. Það er yndislegt að eiga svona góða fjölskyldu sem gerir allt fyrir mann þegar maður fer útí svona vitleysu eins og við erum að gera...það hefði svosem verið alveg nóg umstang að vera bara að fara út, en þá bætum við auðvitað við það og flytjum úr íbúðinni um leið ;) Svo ég segi bara takk fyrir okkur!!

Annars erum við á fullu í öllum smáu hlutunum sem fylgja ferðinni...finna okkur bestu tryggingarnar, tékka á öllum leyninúmerum á öllum kortum, endanlega ákveða hvað skal fara í bakpokana...og svo auðvitað hitta alla áður en við förum ;) Óhætt að segja að mikið sé búið að vera að gera í skemmtanalífinu, sem er auðvitað bara gaman. Vil þakka fyrir góða skemmtun síðustu helgi, bæði þeim sem mættu til Sellu og Þóru. Alltaf jafn mikið fjör í kringum þetta fólk og gaman að hitta alla áður en við förum. En það fyndna er að við eigum samt örugglega ekki eftir að vera farin áður en við komum heim aftur, tíminn líður svo hratt...en vissulega alltaf gott að hafa ástæðu til að halda partý ;) Og svo er hún Kolla mín farin að halda okkur uppi í mat...alltaf að bjóða okkur í mat þar sem við höfum hvorki potta né diska í íbúðinni lengur, allt farið norður. Svo bauð mamma stebba okkur á Argentínu á mánudaginn, sem var auðvitað bara æðislegt....þannig að við allavega erum ekki að svelta þessa dagana, veislumáltíðir í öll mál því ég er hreint ekki búin að telja upp öll matarboðin undanfarið J Heppni ef við eigum eftir að geta hreyft okkur eitthvað þegar við erum komin út! Og svo eru vinnudjömmin algjörlega að standa fyrir sínu þessa dagana líka, og verður eitt næsta föstudag sem verður pottþétt svaka fjör ;)

En well, á líklegast ekkert eftir að skrifa aftur fyrr en við erum komin út fyrir landsteinana...Er að hugsa um að fara að koma mér í rúmið og horfa á tívíið (svona þar sem það og tölvan er það eina sem er eftir í íbúðinni ásamt dýnunni sem við sofum á).

Erna

p.s. Vil nota tækifærið og óska öllum þeim úr verkfræðinni sem eru að útskrifast á laugardaginn til hamingju, væri mjög svo til í að geta mætt í þetta partý ársins á laugardaginn! En þar sem við ætlum að gista í keflavík laugardagsnóttina og mæta í flug snemma á sunnudaginn hugsa ég að ég beili á því. En góða skemmtun allir.. :)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÓMG!!!!
mikið rosalega fæ ég mikinn fiðring í magann þegar ég les þetta!! Ekkert smá spennandi fyrir ykkur, og fyrir okkur að fylgjast með á blogginu. Það er nú ekkert svo langt síðan að fólk fór í löng ferðalög eða flutti út, og var ekki í boði að hringjast á, mesta lagi að senda fax!!
Ég man þá tíð þegar ég bjó í Berlín, þá var það fax-símtækið sem bjargaði sálarlífinu, en "pager" eða símboði svokallaður þegar ég bjó í Englandi. Þetta var nú óvart fyrir 10 árum........

En, þökk sé tækninni og við getum fylgst vel með hvað þið verðið að bralla!!!!

Haldiði að þið verðið með skype?? þá er hægt að hringjast á frítt.......eða nei annars, kanski best að vera nú ekki alveg "oní" ykkur í ferðinni!!!!!!!!!

góða ferð, og góða skemmtun!!!
hulda og co.

Gulla sagði...

hehe.. jæja verð þá bara að óska ykkur til hamingju með þessa síðu ;)... var búin að skrifa í gestabókina á bloggar síðunni ;)

Unknown sagði...

Hæ, hæ!
Búin að kvitta á hina en... Við fylgjumst með ykkur og gangi ykkur vel með þetta allt!
Helga Berglind Guðmundur og co!

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar allavega ekkert smá spennandi hjá ykkur og þið eigið eftir að skemmta ykkur svo vel:) Hafið það bara sem best og góða ferð og sé ykkur nú einhverntíma á árinu hehe... ;)
Kveðjur frá Sunnu í Sölden:)

Nafnlaus sagði...

Esssskurnar mínar hvað það verður skrítið að hafa ykkur ekki lengur „niðri“ (kjallaranum) en þið hafið þó a.m.k. vit á því að heimsækja „neðri“ hluta jarðkringlunnar;-) Er of seint að taka mig með?!?!? baaara spyr.....hlakka til að fylgjast með þessu spennandi ferðalagi sem alla dreymir um að hafa lagt í:-) Gangi ykkur vel að halda sönsum síðustu dagana og sjáumst í kvöldmat kl 6 á laugardaginn:-)

sida sagði...

Vá hvað þetta er allt saman spennandi. Það verður gaman að geta fylgst með ykkur, líst miklu betur á ykkur á þessari heldur en hinni, þar sem að bloggar.is er ekkert að virka allsstaðar. En gangi ykkur vel og njótið tímans í botn.

Kv. Helga Ólöf

Nafnlaus sagði...

Sakna ykkar strax! Vona að ykkur líði vel og að ferðin hafi byrjað vel. Njótið lífsins! :o)
Ykkar Vigdís.

Nafnlaus sagði...

jæja, lent í Buenos Aires? Vonandi hefur allt gengið vel hingað til elskurnar mínar, hlakka til að heyra frá ykkur:-)