Tha erum vid lent i Buenos Aires, komum i gaermorgun hingad.
A laugardagskvoldinu baud Ólof systir Stebba okkur í svaka veislu thar sem oll familían var maett. Hún verdur nefnilega fertug kellan í byrjun mars, og vid máttum nú ekki alveg missa af thvi tar sem madur kemst nú ekki í svakalegri veislur en hjá henni ;) Svo brunudu Vigdís og Valdis med okkur til Keflavíkur thar sem mamma og pabbi voru búin ad leigja íbúd tví thau voru líka ad fara út, bara korteri seinna en vid! Thad munadi nú minnstu ad vid gleymdum adaltoskunni í bílnum (toskunni med ollum midunum og thvi) en sem betur fer var hún ekki komin mjog langt thegar vid fottudum thad :)
Ferdin hofst svo i Danmorku thar sem vid attum mjog godan dag med Snorra, Hlif, Tryggva og Hauk...sa dagur snerist svosem mest um ad sitja og drekka bjor, thó vid hofum mátt til ad taka sma turista a thetta tar sem vid vorum med thessar svakalegu toskur med okkur...og stebbi nýabúinn ad fá nýju myndavélina í hendur ;) Fengum svo ad gista hja Tryggva og Thorhildi og tokkum kaerlega fyrir okkur.
Allt gekk svo frekar afallalaust fyrir sig i flugunum...millilentum i Atlanta og bidum thar i fimm tima, satum thá bara uti og sleiktum solina, ekki slaemt thad :) Svo reyndar munadi minnstu ad vid kaemumst ekki i flugid thar sem velin var yfirbokud um 4! Bodid var $400+hótel yfir nóttina fyrir thá sem vaeru til í ad verda eftir og taka flugid daginn eftir. Okkur lá svosem ekkert thannig á, nema toskurnar voru sendar alla leid til Buenos Aires strax í Danmorku svo vid ákvádum ad treysta ekki á neitt og bidum bara thar til e-r baud sig fram. Aetludum svo ad nota seinna tiu tima flugid til ad sofa thar sem tad var naeturflug...en vildi svo heppilega til ad vid satum fyrir framan barn sem var ekki svo hamingjusamt med flugid og gret ca fyrstu 6 timana..og helt ad bordid fyrir framan sig vaeri trommusett...En eyrnatapparnir hjalpudu samt helling thar ;)
Á endanum lentum vid i Buenos Aires sem tok a moti okkur med rigningu..en samt miklum hita. Rigningin var ekki lengi, svo tha var bara hitinn eftir sem er nú ekki slaemt! Vorum samt fegin ad thad var ekki mikil sol i gaer, vid hefdum bara lekid nidur. Fundum nokkud audveldlega mjog fint hostel, sem vid reyndar gatum bara verid í í nótt, erum ad fara á stúfana á eftir ad finna okkur annad. Notudum daginn í gaer annars bara í ad túristast og borda. Lobbudum um í hverfinu okkar, San Telmo og vorum bara róleg. Hverfid á víst ad vera adal tangó-hverfid í Buenos Aires, en vid vorum lítid vor vid thad svo vid aetlum ad svipast betur eftir thvi i kvold. Vorum frekar threytt svo vid fórum bara snemma ad sofa eftir ad hafa fengid okkur alveg dýrindis steik...Fyndid med Argentínumenn, their eru svo svakalega chilladir...vid t.d. fórum ad borda uppúr 8 um kvoldid. Thá var stadurinn alveg tómur, svo svona 9 - hálf 10 fór stadurinn svo ad fyllast. Svo eru djammstadirnir víst opnir til alveg 6 á morgnana (sem er kannski bara svipad og heima samt :) Vid eigum sko ekki eftir ad eiga í vandraedum med ad borda hér (margir voru komnir med getgátur um ad ég aetti ekkert eftir ad geta bordad thar sem ég vaeri svo matvond) en thad eru sko stadir á hverju horni sem vid vaerum til í ad borda á...allt jafn girnilegt!
Nú erum vid annars bara ad fara ad fá okkur morgunmat thar sem vid sváfum morgunmatinn á Hostelinu af okkur...og aetlum svo bara ad fara ad turistast meir :) Látum svo heyra í okkur fljótlega..
Kv. Erna og Stebbi
p.s. stebbi er ad setja nokkrar myndir inná síduna núna...
miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
hæhæ! Gaman að heyra að ferðin byrjar vel. Dáldið fyndið að sjá ykkur á kafi í snjó á einni mynd og svo í sumaryl á þeirri næstu.
Góða skemmtun, við fylgjumst með!
xxx
Karen og Tedda
Sjáið þið íslensku stafina????? ein voða léleg í þessu,,,,,, á ég að skrifa á íslensku??
Frábært að heyra fyrstu ferðasöguna. Ég vona að þið eigið eftir að taka Tango spor, fara á einhvern klúbb sem býður uppá námskeið!!! kennið mér svo, þá skal ég kenna ykkur fimleika þegar þið komið heim!! með strengi í bakinu síðan í gærkvöldi.......
Egill var að borða kvöldmat áðan, og til að fá hann til að borða mango, bjó ég til lag um mango í tango stíl af því það rímar. Svínvirkaði!!
Bið að heilsa Evu Peron: dóntkræformíargentína!!!
kveðja, hu sys og family.
Úbbs!!! Erna mín, varstu bara á strigaskónum í slabbinu í köben?!?!?! Hrikalega var gaman að sjá bloggið ykkar, er búin að kíkja svona 10 sinnum inn á í dag því maður er bara svo spenntur að fylgjast með:-) Njótið þess nú að sjúga í ykkur umhverfið, menninguna og andrúmsloftið, þið eruð heppin að fá svona gott tækifæri:-)
Bestu kveðjur frá nökkvógenginu,
Ólöf:-)
Halló ferðalangar!
Gott að gengur vel, við fylgjumst vel með ykkur, krakkarnir líka og ég las allt bloggið fyrir þau. Næst er að fara á Google earth og sýna þeim nákvæmlega hvar þið eruð. Haldið áfram að njóta ferðarinnar.
Kossar og knús
Helga Berglind
Ohhh, en spennandi!! ;o)
Ég mun fylgjast með ykkur reglulega, skemmtið ykkur vel! ;o)
Kv. Laufey
Hæ hæ elskurna gaman að sjá blogg frá ykkur og gott að sjá að þið eruð komin á fyrsta stað, við eigum eftir að fylgjast vel með ykkur elskurnar. njótiði þess að vera í þessu æðislega ævintýri.
Ástarkveðja.
Kolla og Embla Katrín
Skrifa ummæli