föstudagur, 1. júní 2007

Tæland

Hellú einu sinni enn. Fer nú að draga í styttri endann á bloggsögu okkar þar sem styttist óðum í 100. daginn sem jafnframt þýðir að við förum alveg að koma heim! Tveir heilir dagar eftir í Bangkok, svo leggjum við í´ann snemma á mánudaginn. Eum svo heppin að fá aftur gistingu hjá Tryggva og Þórhildi í DK og lendum svo á klakanum á þriðjudaginn (sem við treystum þó á að verði ekki klaki þegar við lendum...er ekki örugglega sólkin og blíða á þriðjudaginn :)

Erum auðvitað búin að eiga frábæra daga í Tælandi, eins og allstaðar annarsstaðar í þessari ferð. Byrjuðum í Chiang Mai. Fórum þar m.a. í eins dags skipulagða ferð þar sem við fórum á fílabak, mountain biking og river-rafting. Frábær dagur í alla staði...Fíla ferðin stóð nú líklegast þar uppúr. Við hreinlega gátum ekki hætt að hlægja fyrstu 5 mínúturnar, þetta var eitthvað svo fyndið...að sitja svona hátt uppi, og maður sat á hausnum á fílnum til að stjórna honum. Reyndar var okkar fíll einhver óþekktarormur og hrinti honum af baki og tölti af stað með okkur. Okkur leist nú ekkert svakalega vel á blikuna...en eftir smá öskur og skammir frá gaurnum (fílarnir skilja ekkert smá mikið) svippaði hann sér aftur á bak ;) River-raftingið var líka svaka fjör...Mikið fjör í ánni, og Stebbi fékk að fara seinasta spölinn á kayak og verður auðvitað að kaupa sér einn slíkan þegar við komum heim. En ekki hvað...? :)
Fórum á Thai-eldunarnámskeið í Chiang Mai. Það var sko algjört æði, hlökkum til að halda Thai-matarboð þegar við komum heim. Það er bara spurning um hver treystir sér að mæta í það?? ...en þó við segjum sjálf frá vorum við geggjað góðir kokkar svo þið ættuð bara að bíða í röðum, spurning um að setja upp lista...fyrstur kemur fyrstur fær :)

Eftir 3 daga í Chiang Mai splæstum við á okkur flugi til Koh Samui sem er eyja í suðurhluta Tælands. Leigðum okkur motorbike þar og keyrðum um eyjuna. Það er svo ódýrt að leigja hjól hér, borguðum 350 kr. fyrir 24 klst...
Eftir eina nótt á Koh Samui sigldum við til Koh Phangan og vorum þar í 2 nætur...Leigðum okkur líka hljól þar til að skoða eyjuna. Er svo heitt að við höndluðum alls ekki að liggja í sólbaði! Eyddum svo síðustu 3 nóttunum á minnstu eyjunni, Koh Tao. Fórum þar m.a. í heils dags snorkl ferð, þetta er algjör paradísareyja til að diva...en við ákváðum að láta snorklið duga. Sáum sko alls ekki eftir því, fínt að byrja á að snorkla áður en maður divar. Auk þess höfum við núna ástæðu til að koma þarna aftur ;) Og auðvitað leigði Stebbi sér hjól þarna líka. Notaði tækifærið að ég nennti ekki með og fann sér torfæru hjól og fékk loksins að torfærast aðeins!

Þann 31. lögðum við svo af stað til Bangkok. Sigldum til Chumphorn og tókum þaðan bus til Bangkok. Þessi rútuferð var aðeins þægilegri en þær sem við höfum upplifað í Asíu..Aircon og meira að segja TV, ekkert smá ljúft!
Erum nú búin að finna okkur klæðskera sem eru á fullu að sauma á okkur dragt/jakkaföt, skyrtur og bindi. Treysti svo á að múttan mín taki sniðið upp og margfaldi það ;) Planið svo að versla aðeins á morgun og svo bara að koma okkur í heimferðar-gírinn.

Sjáumst fljótt!

Kv. Erna og Stebbi